Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 586 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver var upprunalegur tilgangur Netsins?

Uppruni Internetsins hefur stundum verið rakinn til kalda stríðsins og kjarnorkuvárinnar. Sagan segir að þegar líða tók á kalda stríðið hafi bandarísk hermálayfirvöld smám saman áttað sig á því að þau mundu eiga í erfiðleikum með að svara árás ef miðlægt tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í fyrstu sprengju í kjarnork...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þórunn Rafnar rannsakað?

Þórunn Rafnar er deildarstjóri krabbameinsrannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu (ÍE). Rannsóknir Þórunnar beinast einkum að því að finna erfðaþætti sem hafa áhrif á tilurð og framþróun krabbameins. Krabbamein er gott dæmi um flokk sjúkdóma þar sem upplýsingar um erfðafræðilega áhættu geta nýst til að koma í veg f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Blotnar maður minna í rigningu ef maður hleypur í staðinn fyrir að ganga?

1. Inngangsorð Ef maður ætlar að fara tiltekna vegalengd í rigningu og logni þá lendir minna vatn á manninum eftir því sem hann hleypur hraðar. Mannslíkamar eru flóknir hlutir og innbyrðis ólíkir, ganga eða hlaup er flókin hreyfing og rigning getur líka verið margs konar, ekki síst hér á Íslandi. Aðferð eðli...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?

Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajö...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?

Hér er einnig svarað spurningu Kristínar: Hver eru helstu mótunaröflin í námi? Nám er flókið samspil líffræðilegra eiginleika og umhverfis. Maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að læra eins og skýrt kemur fram hjá ungum börnum en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað hann lærir og hvernig. Þegar barn fæðist býr ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru jaðarskattar?

Orðið jaðarskattar hefur verið notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreiðandans rennur til hins opinbera. Oft er talað um jaðarskatthlutfall og það táknar á sama hátt það hlutfall af tekjuaukningu sem rennur til hins opinbera. Oftast er bæði tekið tillit til greiðslna til hins opinbera í gegnum skatt...

category-iconHugvísindi

Hvað eru hálfdanarheimtur?

Merking orðsins hálfdanarheimtur er 'slæmar heimtur, léleg skil'. Það virtist vel þekkt um allt land samkvæmt svörum sem bárust við fyrirspurnum í þættinum Íslenskt mál í ríkisútvarpinu fyrir um fjörutíu árum. Sumir notuðu orðið eingöngu um lélegar heimtur á fé af fjalli, aðrir töldu orðið aðeins notað um dauða hl...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Torfi H. Tulinius stundað?

Torfi H. Tulinius er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og stýrir alþjóðlegu meistaranámi í þeirri grein. Í rannsóknum sínum hefur hann fyrst og fremst fengist við íslenskar miðaldabókmenntir, einkum fornaldarsögur Norðurlanda og Íslendingasögur. Við túlkun sagnanna hefur Torfi leitast við að ...

category-iconTrúarbrögð

Er Satan til?

Ekki í þeirri persónulegu mynd sem við þekkjum hann úr teiknimyndum eða rómantískum bókmenntum, nei. Sem persónugervingur þess sem er andstætt manninum er hann til -- sem tilbúin persóna utan um freistingar og syndir.Hér er einnig svarað spurningu Hjálmars Baldurssonar, sama efnis. Orðið eða nafnið Satan er heb...

category-iconJarðvísindi

Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?

Tvennt er það sem ræður tilurð hinna ýmsu tegunda storkubergs: efnasamsetning kvikunnar sem bergið storknar úr og aðstæður við storknunina — hröð storknun eða hæg, við yfirborð, í vatni eða djúpt í iðrum jarðar. Efnafræðilega einkennast íslenskar bergtegundir af því að landið er „heitur reitur“ í miðju úthafi. Ann...

category-iconFornfræði

Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?

Kvæði gríska skáldsins Hesíódosar, Goðakyn og Verk og dagar, eru meðal mikilvægustu heimilda okkar um gríska goðafræði. Í kvæðinu Goðakyni segir meðal annars frá tilurð heimsins og guðanna, hvernig heimurinn, kosmos, varð til úr ginnungargapinu kaos, og hvernig jörðin gat af sér himininn en þau áttu saman Krónos, ...

category-iconLæknisfræði

Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?

Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...

category-iconSálfræði

Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?

Spurningin í heild var svohljóðandi:Í svari ykkar við spurningunni Eru tölvuleikir vanabindandi? þann 14.02. kemur fram að breyta þurfi aðstæðum "fíkilsins" kerfisbundið. Hvernig ber að skilja það? Á t.d. að hindra aðgang viðkomandi að tölvuleikjum? Eða hvað á að gera? Svar óskast.Spurningin vísar í eftirfarandi o...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um Martein Lúther?

Í Marteini Lúther mætast andstæður, jafnvel öfgar. Þetta á jafnt við um persónu Lúthers og þá hreyfingu sem hann ýtti úr vör. Þegar í aflátsdeilunum 1517 verður ljóst að breytingarnar sem guðfræði Lúthers fela í sér er ekki hægt að skilgreina með tilvísun til tíðarandans, skipulags samfélagsins eða uppbyggingar ki...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta vísindamenn sagt okkur hver sé erfðafræðilegur munur á manni og apa?

Vísindamenn hafa unnið að raðgreiningu á erfðamengi mannsins frá því fyrir síðustu aldamót. Raðgreiningin felst í því að basaröðin í erfðaefninu er greind. Í febrúar 2001 var fyrsta uppkastið að erfðamengi mannsins birt og í kjölfarið kom út fyrsta uppkastið að erfðamengi músarinnar og rottunnar. Í október 2004 va...

Fleiri niðurstöður