Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 91 svör fundust
Átti sögupersónan Svejk í "Góða dátanum Svejk" sér fyrirmynd eða er hún tómur skáldskapur höfundar?
Bókin Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni eftir tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek (1883-1923) kom út á árunum 1921-1923. Bókin er í raun margar smásögur sem geta staðið einar og sér, en þær má einnig lesa sem heilsteypt verk enda segja þær allar frá sömu persónunni og ævintýrum hennar. Upphaflega æ...
Hvað getur þú sagt mér um finnsku borgarastyrjöldina 1918?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918? þá var mjög viðkvæmt ástand í Finnlandi í byrjun árs 1918. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Efnahagsástand var erfitt, fyrri heimsstyrjöldin hafði klippt á viðskiptasambönd Finnlands til vesturs og rússneska bylting...
Hafa drepsóttir haft áhrif á erfðaefni og þróun mannsins?
Faraldrar eru ein alvarlegasta áskorun sem lífverur standa frammi fyrir. Í sögu mannkyns eru þekktir nokkrir sérstaklega skæðir heimsfaraldrar, eins og spánska veikin, svartidauði og HIV, sem leiddu til dauða milljóna einstaklinga. Í ljósi þeirrar staðreyndar að breytingar á tíðni gerða[1] yfir kynslóðir leiða til...
Hvert er efnahagslegt tjón vegna COVID-19?
Veirufaraldurinn sem nú skekur heimsbyggðina hefur nú þegar haft veruleg efnahagsleg áhrif og mun fyrirsjáanlega hafa það áfram þótt erfitt sé að sjá fyrir hve lengi. Viðbrögðin við faraldrinum hafa verið mjög mismunandi eftir löndum en þó yfirleitt falið í sér verulegar takmarkanir á ferðum og samkomum fólks. Þet...
Hvað eru mislingar?
Mislingar eru einhver mest smitandi veirusjúkdómur sem til er, en veiran sem veldur sjúkdómnum nefnist morbilli. Mislingar eru óþægilegasti barnasjúkdómurinn og sá hættulegasti af þeim sem valda útbrotum, þar sem sjúkdómurinn getur haft alvarlega fylgikvilla. Mislingar eru þó sem betur fer í raun ekki lengur til ...
Hvað gerðist í tónlistarlífi Íslendinga 1918?
Stutta svarið við spurningunni er að í fátt markvert gerðist beinlínis í tónlistarlífi Íslendinga árið 1918. Frá aldamótunum 1900 og fram til 1918 er hins vegar augljós stígandi í tónlistariðkun landsmanna, sá stígandi hélt áfram eftir 1918 eins og hér verður rakið. Opinber tónlistarflutningur jókst jafnt og þé...
Hvers konar faraldur var SARS og er vitað af hverju SARS-CoV-veiran hvarf?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt um SARS-faraldurinn sem gekk yfir 2002-2004 og af hverju hvarf veiran? Veiran SARS-CoV er ein af sjö kórónuveirum sem getur sýkt menn, eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeir...
Af hverju lifa moldvörpur ekki á Íslandi?
Moldvörpur lifa ekki í íslenskri náttúru en finnast víða í nágrannalöndunum, svo sem í Danmörku, syðst í Svíþjóð og á Bretlandseyjum, þó ekki á Írlandi. Um er að ræða tegund sem kallast Talpa europaea eða evrópska moldvarpan. Útbreiðsla tegundarinnar nær frá Bretlandseyjum austur í Mið-Rússland og suður til norður...
Hvar eru upptök svartadauða?
Sjúkdómurinn sem nefndur er svartidauði, plága eða pest í mönnum er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim við náttúrulegar aðstæður. Þar lifir hún góðu lífi í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Smitaðar flær gegna lykilhlutverk...
Dóu Vestur-Íslendingar í skotgröfum fyrri heimstyrjaldarinnar?
Svarið við spurningunni er já. Allmargir Vestur-Íslendingar dóu í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar, allir á vesturvígstöðvunum í Belgíu og Norður-Frakklandi. Heimsstyrjöldin fyrri hófst 28. júlí 1914 og henni lauk 11. nóvember 1918. Upplýsingar eru til um 1.245 Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stríðinu. A...
Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?
Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...
Hver er saga súkkulaðisins?
Árið 1519 kom spænski herforinginn Cortés til bæjarins Tenochtitlán, þar sem nú er Mexíkóborg. Höfðingi Asteka, Moctezuma að nafni, tók á móti honum og bauð honum upp á kakódrykk. Drykkurinn var úr möluðum kakóbaunum, ýmsu kryddi, meðal annars vanillu, hunangi og sjóðandi vatni. Þetta var líklega í fyrsta skipti s...
Er til eyja sem heitir Nýárseyja?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er til eyja sem heitir Nýárseyja? Af því að það er til Jóla- og Páskaeyja. Nýárseyja er til og raunar fleiri en ein. Á vefsíðunni Wikipedia eru taldar upp nokkrar Nýárseyjur (e. New Year Island). Ein þeirra er í Bass-sundi, mitt á milli Tasmaníu og Ástralíu, rétt við Konungsey...
Hvað þýða orðin "Mont Rass"?
Spyrjandi tilgreinir því miður ekki á hvaða tungumáli hann hefur rekist á þessi orð. Ef hann á við íslensku hefði hann varla þurft að spyrja því að þá er líklegast að hér sé á ferðinni afbökun á orðinu "montrass". Á hinn bóginn þarf þá að gera að minnsta kosti þrjár stafsetningarvillur til að út komi það sem spurt...
Hvaða rannsóknir hefur Hólmfríður Garðarsdóttir stundað?
Fjölmenningarsamfélög landa Rómönsku-Ameríku eru viðfangsefni rannsókna Hólmfríðar Garðarsdóttur, prófessors í spænsku. Bókmenntir álfunnar og þá sérstaklega skáldsagnaskrif kvenna hafa átt hug hennar allan um árabil. Að undanförnu hefur blómleg kvikmyndagerð álfunnar enn fremur fangað athygli hennar og þá ekki hv...