Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Fjölmenningarsamfélög landa Rómönsku-Ameríku eru viðfangsefni rannsókna Hólmfríðar Garðarsdóttur, prófessors í spænsku. Bókmenntir álfunnar og þá sérstaklega skáldsagnaskrif kvenna hafa átt hug hennar allan um árabil. Að undanförnu hefur blómleg kvikmyndagerð álfunnar enn fremur fangað athygli hennar og þá ekki hvað síst birtingarmyndir kvenna og frumbyggja.
Fræðakenningar eftirnýlendufræða (e. postcolonial studies), kvenna- og kynjafræði (e. gender studies / feminism) og „öðrun“ (e. otherness), auk spurningarinnar um mótun sjálfsmyndar þeirra sem tilheyra eða skilgreina sig til jaðarhópa hafa mótað sjónarhorn Hólmfríðar síðan hún lauk doktorsprófi frá Texas-háskóla í Austin haustið 2001. Ritgerð hennar bar yfirskriftina: At the End of a Millennium: The Argentinean Novel Written by Women. Uppfært og endurskrifað efni ritgerðarinnar kom út í bókinni La Reformulación de la Identidad Genérica en la Narrativa de Mujeres Argentinas de Fin de Siglo XX, hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Corregidor í Buenos Aires árið 2005. Síðan þá hefur Hólmfríður birt einar 60 fræðigreinar og bókarkafla á spænsku, ensku og íslensku, auk þess að kynna rannsóknir sínar á ráðstefnum um allan heim.
Fjölmenningarsamfélög landa Rómönsku-Ameríku eru viðfangsefni rannsókna Hólmfríðar Garðarsdóttur.
Hólmfríður hefur einnig áhuga á hlutverki þýðinga og þýðenda sem brúarsmiða milli menningarheima. Hún leggur stund á þýðingar og hefur gefið út bækurnar Voces de Islandia I og II, (Raddir frá Íslandi I og II), en um er að ræða söfn smá- og örsagnaþýðinga af íslensku á spænsku. Bækurnar hafa komið út hjá Milena caserola í Buenos Aires. Hólmfríður þýddi auk þess bókina Dagar og nætur í Buenos Aires eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, og gaf út á sama stað.
Hólmfríður hefur auk þess staðið að og ritstýrt þremur tvímála ljóðasöfnum á spænsku og íslensku en í þeim birtir hún heildarsafn þýðinga á ljóðum Federico García Lorca, frá Spáni, Jorge Luis Borges, frá Argentínu og nú síðast Pablos Neruda, frá Síle. Um þessar mundir vinnur Hólmfríður að bókum um málefni minnihlutahópa við Karíbahafsströnd Mið-Ameríkuríkja og safni þýðinga á smásögum eftir konur frá löndum Mið-Ameríku.
Mynd:
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hólmfríður Garðarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75816.
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 5. júní). Hvaða rannsóknir hefur Hólmfríður Garðarsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75816
Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hólmfríður Garðarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75816>.