Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 411 svör fundust
Hvaða hefur vísindamaðurinn Ari Ólafsson rannsakað?
Ari Ólafsson er dósent í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaviðfangsefni hans snúa öll að ljósfræði; ýmist eðlisfræði gasleisa (e. gas laser), litrófseiginleikum smærri sameinda á innrauða litrófsbilinu, snefilefnagreiningu í gasfasa með háupplausnar leisigeislum og svokallaðri ljós...
Eru kindur í Færeyjum með mislangar lappir, til að geta staðið betur í hlíðunum þar?
Í Færeyjum eru tvö sauðfjárkyn. Annað er með lengri vinstri lappir, hitt með lengri hægri lappir. Það fyrra snýr alltaf hægri hliðinni upp í hlíðina, hitt vinstri hliðinni. Það fyrra fer í sífellu réttsælis kringum eyjuna, hitt rangsælis. Þetta er kallað aðlögun í þróunarfræðinni. Bændur þurfa að gæta þess vel ...
Af hverju heita vísindi þessu nafni?
Orðið vísindi er leitt af lýsingarorðinu vís í merkingunni ‛vitur, sem hefur þekkingu til að bera’. Síðari liðurinn -indi er viðskeyti einkum notað til að mynda nafnorð af lýsingarorðum, til dæmis sannindi af sannur, heilindi af heill, harðindi af harður, rangindi af rangur. Orðið vísindi er leitt af lýsi...
Fá fuglar nýtt par af vængjum þegar þeir deyja og verða fuglaenglar?
Svarið við þessu er auðvitað já eða: já, auðvitað! Það að einhver verður engill jafngildir því að hann/hún/það fái vængi. Formúlan fyrir þessu er sem hér segir:x verður engill <=> x -> x + vængirMeð því að setja x = fugl í þessari almennu formúlu fáum viðfugl verður engill <=> fugl -> fugl + vængiro...
Er hægt að útskýra andhverfu og hlutleysu í stærðfræði einfaldlega eða á mannamáli?
Eigi að útskýra hugtökin hlutleysu og andhverfu, þannig að útskýringin hafi almennt gildi, verður að draga fram mörg hugtök og skilgreiningar. Þá er hætt við að útskýringin verði ekki einföld heldur nokkuð tyrfin. Þess vegna er gott að athuga einföld dæmi. Um hlutleysu má taka sem dæmi að hún er liður í samlag...
Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað?
Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Unnar snúa fyrst og fremst að áföllum og þungbærri lífsreynslu og áhrifum þessara þátta á uppkomu og þróun langvinnra sjúkdóma eins og geðraskana, krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfsónæmissjúkdóma. Um er að ...
Hvaða rannsóknir hefur Thamar Heijstra stundað?
Thamar Melanie Heijstra er lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hennar einkum að vinnumenningu, vinnuaðstæðum og kynjafjármálum innan háskóla á tíma nýfrjálshyggju. Rannsóknir hennar hafa birst á alþjóðlegum vettvangi í vísindatímaritum og er hún meðhöfundur að nokkrum bókaköflu...
Hvaða rannsóknir hefur Guðmundur Ævar Oddsson stundað?
Guðmundur Oddsson er dósent við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hans snúa að stéttaskiptingu, frávikshegðun og félagslegu taumhaldi. Doktorsrannsókn Guðmundar skoðar breytingar á hugmyndum Íslendinga um stéttaskiptingu samfara örum þjóðfélagsbreytingum. Rannsóknin byggir á greiningu...
Hvaða rannsóknir hefur Magnús Árni Skjöld Magnússon stundað?
Magnús Árni Skjöld Magnússon er dósent við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst. Helstu rannsóknir hans snúa að stjórnmála- og efnahagslegum þáttum Evrópusamrunans, Evrópuvæðingu og stjórnsýslu sveitarfélaga og borga, en Magnús hefur einnig stundað rannsóknir á sviði þróunarhagfræði og fjármálamarkaða. ...
Er hægt að eyða rafsegulbylgjum með tóli sem er grafið í garðinum hjá manni? Skiptir máli hvernig rafmagnsklær snúa?
Svarið við fyrri spurningunni er nei: Það er ekki hægt að eyða rafsegulbylgjum inni í húsi með tóli sem grafið er í jörð úti í garði. Hins vegar er vel hægt að eyða rafsegulbylgjum af tilteknum tegundum með því að útbúa húsið sjálft með viðeigandi hætti sem lýst er í svarinu. Svarið við seinni spurningunni er líka...
Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?
Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð. Þyngdarkraftu...
Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?
Spurningi í fullri lengd hljóðar svona: Hvers vegna styrkist gengi íslensku krónunnar við aukið innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands? Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Ísle...
Hvenær var harðfiskur fyrst borðaður á Íslandi?
Vel verkaður harðfiskur er afar hollur og nærandi herramannsmatur og hentar sérstaklega vel sem útivistar- og útilegunesti enda hefur hann fylgt útiverandi og -vinnandi Íslendingum frá örófi alda. Það veit enginn hvenær Íslendingar fór að verka og borða harðfisks. Ég veðja að það hafi verið töluvert löngu áður ...
Hvernig getur maður ákvarðað hvort ljós frá einhverjum hlut sé skautað?
Ljós er sveiflur í rafsviði og segulsviði. Báðar þessar stærðir eru vigrar, það er þær einkennast af bæði stefnu og styrk. Rafsviðið liggur hornrétt á segulsviðið og báðar stærðirnar eru hornréttar á útbreiðslustefnu ljósgeislans. Mynd 1. Vigraþrenna sem einkennir ljósgeisla: E er rafsviðsvigur, B er segulsvi...
Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?
Hryggsúlan er sett saman úr 26 smábeinum sem kallast hryggjarliðir og brjóskþófum sem tengja beinin saman. Þessir þættir raðast upp í súlu sem umlykur mænuna og styður við efri hluta líkamans. Hryggnum er gjarnan skipt í eftirtalda hluta: hálshluta, sem samanstendur af 7 hálsliðum brjósthluta, sem myndaður er a...