Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Unnar snúa fyrst og fremst að áföllum og þungbærri lífsreynslu og áhrifum þessara þátta á uppkomu og þróun langvinnra sjúkdóma eins og geðraskana, krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfsónæmissjúkdóma. Um er að ræða umfangsmiklar langtímarannsóknir sem samþætta gögn frá mörgum aðilum.

Rannsóknir Unnar Önnu snúa fyrst og fremst að áhrifum áfalla á þróun langvinna sjúkdóma.

Árið 2016 varð Unnur fjórði Íslendingurinn til að hljóta styrk frá Evrópska rannsóknaráðinu (ERC), en það eru stærstu rannsóknastyrkir sem Evrópusambandið veitir einstökum vísindamönnum. Styrkurinn er veittur til að skoða þátt erfða í heilsufari og sjúkdómsáhættu í kjölfar áfalla. Rannsóknaráætlunin byggir annars vegar á fyrirliggjandi gögnum, þar á meðal erfðagrunni Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskum gagnagrunnum um sjúkdómsgreiningar og dánarmein til að skoða áhrif erfðabreytileika á mismunandi þróun heilsufars eftir ástvinamissi og greiningu krabbameins. Hins vegar verða umfangsmiklar gagnasafnanir framkvæmdar til að skoða erfðafræði áfallastreituröskunar. Þetta eru meðal annars rannsóknir á sænskum eftirlifendum tsunami-hamfaranna í SA-Asíu árið 2004. Einnig er fyrirhuguð rannsókn á vormisseri 2018 um áfallasögu íslenskra kvenna en þar munu um 110 þúsund konur á aldrinum 18-69 ára fá boð um þátttöku.

Unnur er meðhöfundur fjölmargra alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina sem hún hefur unnið í samstarfi við fjölmarga vísindamenn víðsvegar um heiminn, meðal annars við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og Harvard-háskóla í Boston en hún er gestaprófessor við báðar stofnanirnar. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vísindastörf sín, meðal annars Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2010, viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum árið 2017. Auk þess var hún fyrsta vísindakonan til að vera valin Háskólakona ársins af Félagi háskólakvenna á 89 ára afmæli félagsins 2017.

Unnur er fædd árið 1972. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1992, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og doktorsprófi í klínískri faraldsfræði árið 2003 frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Doktorsverkefni hennar fjallaði um aðlögun og heilsufar hjá ekkjum sem misst höfðu eiginmenn sína úr krabbameini.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

2.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74968.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 2. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74968

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74968>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Unnur Anna Valdimarsdóttir rannsakað?
Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Unnar snúa fyrst og fremst að áföllum og þungbærri lífsreynslu og áhrifum þessara þátta á uppkomu og þróun langvinnra sjúkdóma eins og geðraskana, krabbameina, hjarta- og æðasjúkdóma og sjálfsónæmissjúkdóma. Um er að ræða umfangsmiklar langtímarannsóknir sem samþætta gögn frá mörgum aðilum.

Rannsóknir Unnar Önnu snúa fyrst og fremst að áhrifum áfalla á þróun langvinna sjúkdóma.

Árið 2016 varð Unnur fjórði Íslendingurinn til að hljóta styrk frá Evrópska rannsóknaráðinu (ERC), en það eru stærstu rannsóknastyrkir sem Evrópusambandið veitir einstökum vísindamönnum. Styrkurinn er veittur til að skoða þátt erfða í heilsufari og sjúkdómsáhættu í kjölfar áfalla. Rannsóknaráætlunin byggir annars vegar á fyrirliggjandi gögnum, þar á meðal erfðagrunni Íslenskrar erfðagreiningar og íslenskum gagnagrunnum um sjúkdómsgreiningar og dánarmein til að skoða áhrif erfðabreytileika á mismunandi þróun heilsufars eftir ástvinamissi og greiningu krabbameins. Hins vegar verða umfangsmiklar gagnasafnanir framkvæmdar til að skoða erfðafræði áfallastreituröskunar. Þetta eru meðal annars rannsóknir á sænskum eftirlifendum tsunami-hamfaranna í SA-Asíu árið 2004. Einnig er fyrirhuguð rannsókn á vormisseri 2018 um áfallasögu íslenskra kvenna en þar munu um 110 þúsund konur á aldrinum 18-69 ára fá boð um þátttöku.

Unnur er meðhöfundur fjölmargra alþjóðlegra ritrýndra vísindagreina sem hún hefur unnið í samstarfi við fjölmarga vísindamenn víðsvegar um heiminn, meðal annars við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og Harvard-háskóla í Boston en hún er gestaprófessor við báðar stofnanirnar. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vísindastörf sín, meðal annars Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2010, viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum árið 2017. Auk þess var hún fyrsta vísindakonan til að vera valin Háskólakona ársins af Félagi háskólakvenna á 89 ára afmæli félagsins 2017.

Unnur er fædd árið 1972. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1992, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og doktorsprófi í klínískri faraldsfræði árið 2003 frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Doktorsverkefni hennar fjallaði um aðlögun og heilsufar hjá ekkjum sem misst höfðu eiginmenn sína úr krabbameini.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...