Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 84 svör fundust
Búa pokadýr aðeins í Ástralíu?
Fjöldi og fjölbreytileiki pokadýra er langmestur í Ástralíu þar sem þessi undirflokkur spendýra hefur blómstrað. Í dag finnast pokadýr einnig í Nýju-Gíneu, Suður-Ameríku, Norður-Ameríku og Nýja-Sjálandi. Suður- og Norður-Ameríka Eftir aðskilnað í 200 milljón ár tengdust Norður- og Suður-Ameríka á ný fyrir um ...
Hvernig getur Guð verið dáinn ef hann fæddist aldrei?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Nietzsche sagði að Guð væri dáinn; hvernig getur Guð verið dáinn ef Guð fæddist aldrei, hvernig getur eithvað dáið sem aldrei hefur öðlast líf?Ýmsir hafa brotið heilann um þessa spurningu en tvær ólíkar forsendur kunna að liggja henni til grundvallar. Annars vegar má hugsa sér...
Er hægt að vera með verslunaráráttu?
Áráttukennd kaup (e. compulsive buying) einkennast af óhóflegum, óviðráðanlegum, tímafrekum og endurteknum verlsunarferðum eða kaupum. Þessi áráttukenndu kaup hafa slæmar afleiðingar eins og fjárhagslega- og félagslega erfiðleika og telja sumir að þau séu í raun viðbrögð við depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum e...
Hvaða dýrum eru gíraffar skyldir?
Ein af grundvallarstaðreyndum þróunarfræðinnar er að allt líf á jörðinni er einstofna. Af því leiðir að gíraffinn (Giraffa camelopardalis) er skyldur öllum lífverum jarðar! En nóg um það því spyrjandi vill eflaust vita hvaða núlifandi tegundir dýra eru skyldari gíraffanum en aðrar. Til að svara því er rétt að ...
Væri hægt að frjóvga egg úr konu með sæði úr hundi?
Það er þekkt að einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast lífvænleg afkvæmi saman. Þessi afkvæmi eru í langflestum tilfellum ófrjó og geta því ekki fjölgað sér. Nánar má lesa um tegundablöndun í svari við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? Til þess að...
Hvað þýða orðin "Mont Rass"?
Spyrjandi tilgreinir því miður ekki á hvaða tungumáli hann hefur rekist á þessi orð. Ef hann á við íslensku hefði hann varla þurft að spyrja því að þá er líklegast að hér sé á ferðinni afbökun á orðinu "montrass". Á hinn bóginn þarf þá að gera að minnsta kosti þrjár stafsetningarvillur til að út komi það sem spurt...
Er skógarfíllinn í Afríku sérstök tegund?
Lengi vel var talið að tvær fílategundir væru í heiminum í dag, afríkufíllinn eða afríski gresjufíllinn (Loxodonto africana) og Asíufíllinn (Elephas maximus). Nú álíta fræðimenn hins vegar að skógarfíllinn (Loxodonta cyclotis), sem lifir í Afríku og áður var talinn deilitegund gresjufílsins, sé sérstök tegund. ...
Getið þið sagt mér allt um Samójed-sleðahundana?
Samójed-hundar eru nefndir eftir samójed-þjóðflokknum sem líklega er mongólskur að uppruna. Þessi þjóðflokkur skiptist í nokkra hópa, Nenets, Enets, Naganasat og Yurat, sem lifa í Norður-Síberíu, aðallega við Úralfjöll og allt austur að hinu mikla Jenisej fljóti. Í gegnum tíðina hefur þjóð þessi verið hreindýrahir...
Hversu útbreidd er álfatrúin um heiminn, í hvers kyns myndum sem hún kann að koma fram?
Til þess að svara þessari spurningu þarf að vera ljóst við hvað er átt með hugtakinu álfur. Ljóst er að álfar í fornnorræni trú, sérstaklega í eddukvæðunum, eru bæði ólíkir álfum sem koma fyrir í þjóðtrú Íslendinga í dag1 og álfum í íslenskum þjóðsögum. Einnig þarf að taka tillit til þess að nú á dögum tala margir...
Eru hundar skyldir bjarndýrum?
Samkvæmt þróunarkenningu Darwins er allt líf hér á jörðinni komið af einni rót, það er að segja að allt líf á jörðinni sé einstofna. Darwin taldi að allt líf hafi sprottið af frumstæðum dreifkjörnungum sem lifðu fyrir meira en 3,5 milljörðum ára. Frá þeim hafi plöntur, bakteríur, sveppir og dýr komið fram á un...
Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?
Um fjölda risaeðla er erfitt að fullyrða, en alls hefur verið lýst 737 ættkvíslum. Hins vegar er talið líklegt að þær hafi verið mun fleiri því að leifar landdýra varðveitast yfirleitt ekki sérlega vel nema þær grafist í setlög. Því má gera ráð fyrir að mikill fjöldi risaeðluleifa hafi tapast, brotnað niður, l...
Hversu skyldir eru hundar og kettir?
Það má segja réttilega að hundar og kettir séu fjarskyldir ættingar, enda báðar tegundir innan ættbálks rándýra (Carnivora). Til að átta okkur á skyldleika þeirra þurfum við að fara aftur í jarðsögunni um 60 milljón ár, það er til tíma áður en eiginleg rándýr komu til sögunnar. Eftir að risaeðlur dóu út varð mi...
Er hægt að eignast eineggja þríbura eða meira?
Já, það hafa fæðst eineggja þríburar og jafnvel eineggja fjórburar og fimmburar, en slíkt er afar sjaldgæft. Þríburar geta ýmist verið eineggja, tvíeggja eða þríeggja. Þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt verða til eineggja tvíburar en ef önnur dótturfruman klofnar svo aftur í tvennt verða til eineggja þríburar...
Hvað er að „murka“ úr einhverjum lífið?
Elstu heimildir um sögnina murka virðast vera frá 19. öld samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Merkingin er ‘sarga í sundur, skera með bitlausum hníf, tálga eitthvað niður’. Þannig merkir að murka úr einhverjum lífið að drepa hann hægt og seint. Notkunina má vel sjá af eftirfarandi dæmum sem öll er að finna í...
Hvað er Stóridómur?
Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...