Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að vera með verslunaráráttu?

Eggert S. Birgisson

Áráttukennd kaup (e. compulsive buying) einkennast af óhóflegum, óviðráðanlegum, tímafrekum og endurteknum verlsunarferðum eða kaupum. Þessi áráttukenndu kaup hafa slæmar afleiðingar eins og fjárhagslega- og félagslega erfiðleika og telja sumir að þau séu í raun viðbrögð við depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum eða atburðum. Undanfari áráttukenndra kaupa er yfirleitt síaukin spenna og í kjölfar kaupanna finnur viðkomandi fyrir tímabundinni vellíðan en fljótlega í kjölfarið fylgir yfirleitt skömm og sektarkennd.

Þeir sem þjást af áráttukenndum kaupum segja að kaup þeirra einkennist af því að hvötin til að kaupa sé óviðráðanleg, kaupin séu endurtekin og vörurnar ónauðsynlegar. Hugsanir um kaup ryðji sér leið inn í hugann og allar tilraunir til að stjórna kaupum og eyðslu mistakist. Þá greinir fólk einnig frá löngum og tíðum verslunarferðum. Einnig reynir það að forðast verslunarferðir og staði þar sem hægt er að versla en þessar tilraunir mistakast þó iðulega og á endanum missir fólk algjörlega stjórn á kaupum sínum. Afleiðingar kaupanna eru almennt slæmar, eins og áhyggjur og kvíði, árekstrar við maka, kreditkorta- og yfirdráttarskuldir og aðrir fjárhagslegir erfiðleikar.

Áráttukennd kaup hafa ekki enn fengið eigin greiningarviðmið hjá amerísku geðlæknasamtökunum (APA). Þau eru flokkuð í sama flokk og aðrar hvatvísiraskanir sem ekki eru öðruvísi tilgreindar, til dæmis húðplokk, og eru þá kölluð áráttukennd kaupröskun. Þó er viðurkennt að um alvarlegt vandamál sé um að ræða og er talið að frá 2% til allt að 8% Bandaríkjamanna eigi í vandræðum vegna áráttukenndra kaupa. Þeir sem greinast með áráttukennda kaupröskun hafa einnig oft greinst með þunglyndi, kvíðaraskanir, átraskanir og áfengis- eða eiturlyfjafíkn á sama tíma eða einhvern tíma á ævinni.

Áráttukennd kaup byrja yfirleitt að gera vart við sig á aldrinum 18 til 30 ára og verða oftast að meiriháttar vandamáli á tímabilinu 31 til 39 ára. Flestir sem glíma við áráttukennd kaup eru konur á fertugsaldri með lág til meðalhá laun og töluverðar skuldir. Algengustu vörurnar sem eru keyptar eru tískuvörur eins og föt, skór, skartgripir og snyrtivörur og margt af því er aldrei eða sjaldan notað.



Algengast er að keyptar séu tískuvörur og þá oft dýrar merkjavörur.

Tengsl áráttukenndrar kaupröskunar við alvarlegt þunglyndi eru sterk en sambandið er þó flókið. Það er mögulegt að þunglyndi orsakist af félagslegum-, fjárhagslegum- og persónulegum vandamálum sem fylgja áráttukenndum kaupum. Hitt er líka mögulegt að áráttukennd kaup þjóni þeim tilgangi að draga úr þunglyndi og öðrum erfiðum tilfinningum með þeirri tímabundnu sælu sem fylgja kaupunum. Þriðja skýringin er sú að þunglyndi leiði til bágrar sjálfsmyndar og neikvæðs hugsunarháttar sem orsaki svo áráttukennd kaup sem leið til að bæta sjálfsmynd og auka ánægju.

Það er margt á huldu um uppruna áráttukenndrar kaupröskunar en margt bendir til að skyldleiki sé með þessari röskun og þráhyggju- og árátturöskun. Sumir telja líka að áráttukennd kaupröskun tengist sterklega efnishyggju, það er að segja þeirri tilhneigingu að leggja mikið upp úr efnislegum hlutum eins og fötum og skartgripum. Þeir sem aðhyllast efnishyggju muni þá hneigjast til að kaupa hluti þegar þeim líður illa sem tilraun til að auka ánægju, draga úr vanlíðan og til lífsfyllingar.

Þegar kemur að meðferð við áráttukenndri kaupröskun eru fáar rannsóknir til sem skera úr um það hvers konar meðferð er gagnleg, en þó hafa lyfjameðferð og hugræn atferlismeðferð reynst hjálpleg og gefa von um að hægt sé að hjálpa fólki með þessa röskun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Asticarta

Þetta svar er birt hér með góðfúslegu leyfi vefsetursins persona.is.

Höfundur

sálfræðingur

Útgáfudagur

3.1.2008

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Eggert S. Birgisson. „Er hægt að vera með verslunaráráttu?“ Vísindavefurinn, 3. janúar 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6982.

Eggert S. Birgisson. (2008, 3. janúar). Er hægt að vera með verslunaráráttu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6982

Eggert S. Birgisson. „Er hægt að vera með verslunaráráttu?“ Vísindavefurinn. 3. jan. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6982>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að vera með verslunaráráttu?
Áráttukennd kaup (e. compulsive buying) einkennast af óhóflegum, óviðráðanlegum, tímafrekum og endurteknum verlsunarferðum eða kaupum. Þessi áráttukenndu kaup hafa slæmar afleiðingar eins og fjárhagslega- og félagslega erfiðleika og telja sumir að þau séu í raun viðbrögð við depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum eða atburðum. Undanfari áráttukenndra kaupa er yfirleitt síaukin spenna og í kjölfar kaupanna finnur viðkomandi fyrir tímabundinni vellíðan en fljótlega í kjölfarið fylgir yfirleitt skömm og sektarkennd.

Þeir sem þjást af áráttukenndum kaupum segja að kaup þeirra einkennist af því að hvötin til að kaupa sé óviðráðanleg, kaupin séu endurtekin og vörurnar ónauðsynlegar. Hugsanir um kaup ryðji sér leið inn í hugann og allar tilraunir til að stjórna kaupum og eyðslu mistakist. Þá greinir fólk einnig frá löngum og tíðum verslunarferðum. Einnig reynir það að forðast verslunarferðir og staði þar sem hægt er að versla en þessar tilraunir mistakast þó iðulega og á endanum missir fólk algjörlega stjórn á kaupum sínum. Afleiðingar kaupanna eru almennt slæmar, eins og áhyggjur og kvíði, árekstrar við maka, kreditkorta- og yfirdráttarskuldir og aðrir fjárhagslegir erfiðleikar.

Áráttukennd kaup hafa ekki enn fengið eigin greiningarviðmið hjá amerísku geðlæknasamtökunum (APA). Þau eru flokkuð í sama flokk og aðrar hvatvísiraskanir sem ekki eru öðruvísi tilgreindar, til dæmis húðplokk, og eru þá kölluð áráttukennd kaupröskun. Þó er viðurkennt að um alvarlegt vandamál sé um að ræða og er talið að frá 2% til allt að 8% Bandaríkjamanna eigi í vandræðum vegna áráttukenndra kaupa. Þeir sem greinast með áráttukennda kaupröskun hafa einnig oft greinst með þunglyndi, kvíðaraskanir, átraskanir og áfengis- eða eiturlyfjafíkn á sama tíma eða einhvern tíma á ævinni.

Áráttukennd kaup byrja yfirleitt að gera vart við sig á aldrinum 18 til 30 ára og verða oftast að meiriháttar vandamáli á tímabilinu 31 til 39 ára. Flestir sem glíma við áráttukennd kaup eru konur á fertugsaldri með lág til meðalhá laun og töluverðar skuldir. Algengustu vörurnar sem eru keyptar eru tískuvörur eins og föt, skór, skartgripir og snyrtivörur og margt af því er aldrei eða sjaldan notað.



Algengast er að keyptar séu tískuvörur og þá oft dýrar merkjavörur.

Tengsl áráttukenndrar kaupröskunar við alvarlegt þunglyndi eru sterk en sambandið er þó flókið. Það er mögulegt að þunglyndi orsakist af félagslegum-, fjárhagslegum- og persónulegum vandamálum sem fylgja áráttukenndum kaupum. Hitt er líka mögulegt að áráttukennd kaup þjóni þeim tilgangi að draga úr þunglyndi og öðrum erfiðum tilfinningum með þeirri tímabundnu sælu sem fylgja kaupunum. Þriðja skýringin er sú að þunglyndi leiði til bágrar sjálfsmyndar og neikvæðs hugsunarháttar sem orsaki svo áráttukennd kaup sem leið til að bæta sjálfsmynd og auka ánægju.

Það er margt á huldu um uppruna áráttukenndrar kaupröskunar en margt bendir til að skyldleiki sé með þessari röskun og þráhyggju- og árátturöskun. Sumir telja líka að áráttukennd kaupröskun tengist sterklega efnishyggju, það er að segja þeirri tilhneigingu að leggja mikið upp úr efnislegum hlutum eins og fötum og skartgripum. Þeir sem aðhyllast efnishyggju muni þá hneigjast til að kaupa hluti þegar þeim líður illa sem tilraun til að auka ánægju, draga úr vanlíðan og til lífsfyllingar.

Þegar kemur að meðferð við áráttukenndri kaupröskun eru fáar rannsóknir til sem skera úr um það hvers konar meðferð er gagnleg, en þó hafa lyfjameðferð og hugræn atferlismeðferð reynst hjálpleg og gefa von um að hægt sé að hjálpa fólki með þessa röskun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Asticarta

Þetta svar er birt hér með góðfúslegu leyfi vefsetursins persona.is....