Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1439 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er til fjögurra atkvæða eiginnafn í íslensku?

Fjögurra atkvæða eiginnöfn eru nokkuð algeng í íslensku. Er þá oftast um nöfn að ræða sem sett eru saman af tveggja atkvæða forlið og tveggja atkvæða síðari lið. Sem dæmi mætti nefna forliðina Aðal- og Sigur-: AðalbergurSigurfinnurSigurjóna AðalgerðurSigurgarðurSigurlaugur AðalgunnurSigurgesturSigurlína Aðalhe...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?

Orðið tíska (í fornmálsorðabók Fritzners ritað tíðska) kemur þegar fyrir í fornu máli notað í merkingunni 'vani, venja'. Þekkt er tilsvar Atla Ásmundarsonar í Grettis sögu þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans spjóti: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin“ (Ísl.fornr. VII:146). Þetta tilsvar er enn notað í málinu og...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að segja snjókoma og hríð var á heiðinni eða snjókoma og hríð voru á heiðinni?

Tölubeyging sagnar er einfalt mál ef frumlagið er einfalt, til dæmis snjókoma, en málið getur vandast þegar það er samsett, til dæmis snjókoma og hríð. Svo gæti virst í fljótu bragði sem hér ætti einfaldlega að gilda samlagning („einn plús einn eru tveir“), samanber dæmi á borð við penninn og blýanturinn eru í tös...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er minnsta öreindin?

Allt efni í heiminum er samsett úr örsmáum einingum sem nefnast öreindir. Jafnvel minnstu hlutir í umhverfi okkar innihalda aragrúa öreinda og það gerir okkur erfitt fyrir að mæla stærð öreindanna sjálfra. Þegar allar venjulegar mælistikur eru mun stærri en það sem á að mæla verðum við að nota óvenjulegar aðferð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar úð er í úlfúð og hver er uppruni orðsins?

Nafnorðið úlfúð merkir ‘fjandskapur, óvinátta’. Það er samsett úr úlfur og úð ‘hyggja, hugarfar, hugð’, eiginlega ‘sá sem hefur hugarfar úlfs’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:1081) er orðmyndin orðin til í áherslulausum viðliðum samsettra orða, það er orðið til úr hugð sem aftu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru jólafasta og aðventa það sama?

Aðventa eða jólafasta hefst á fjórða sunnudegi fyrir jóladag og stendur því sem næst fjórar vikur. Bæði orðin, aðventa (kvk.) og jólafasta (kvk.), um þennan tíma hafa tíðkast í íslensku frá fornu fari eins og dæmi í safni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) vitna um.Hakon konvngr for til Biorgyniar fyrir ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvert er lengsta þekkta orð í heimi og úr hvaða tungumáli er það?

Svar úr Heimsmetabók Guinness (ritstj. Örnólfur Thorlacius, útg. Örn og Örlygur 1985): Lengsta orð, sem vitað er um í samanlögðum bókmenntum heimsins, er í gríska leikritinu Þingkonunum eftir Aristófanes (448-380 fyrir Krist), í frumtextanum 170 stafir. Orðið merkir mat sem er samsettur úr 17 hlutum, súrum og sæt...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvert er algengasta orðið í íslenskri tungu?

Samkvæmt Íslenskri orðtíðnibók eru tíu algengustu orðin í íslensku þessi:ogvera (so.)aðíáþaðhannégsemhafa Hægt er að lesa meira um tíðni orða og bókstafa í svari við spurningunni Hver er tíðni bókstafa í íslensku ritmáli? Eins eigum við svar við spurningunni Hvaða orð er oftast notað í heiminum? og svo væri gagnl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig hljóðar lengsta orð í heimi á íslensku?

Lengi gekk orðið vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr milli manna sem lengsta orð íslenskrar tungu. Spurt hefur verið hvort vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur sé lengsta orð tungunnar og Guðrún Kvaran hefur svarað því til hér að ekki sé hægt að fullyrða um slíkt. Lengi gekk orði...

category-iconFöstudagssvar

Hvað þýðir Bimbi rimbi rimm bamm?

Í orðunum bimbi rimbi rimm bamm er að finna margbreytileika mannlífsins, skala stórbrotinna tilfinninga, átök góðs og ills, efann og vissuna, þekkingarþrána, ástríðuna og neyðina. Því er ekki nema von að við leggjumst í vangaveltur yfir tilvist okkar og spyrjum: “Hvað þýðir bimbi rimbi rimm bamm?” Fyrst skulum ...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru náttúruhamfarir?

Í mæltu máli eru náttúruhamfarir óviðráðanlegir stóratburðir í náttúrunni, helst þeir sem valda tjóni eða mannsköðum. Samkvæmt Orðabók Háskólans kemur orðið fyrst fyrir snemma á 20. öld, hjá rithöfundinum Guðmundi Kamban. Eitt dæmi um orðið í Orðabókinni er: „Hlutverk Almennu deildarinnar er að bæta meiri háttar t...

category-iconHugvísindi

Hvernig urðu orð til?

Flestir þeir sem fjallað hafa um uppruna mannlegs máls gera ráð fyrir að orð hafi í fyrstu verið einhvers konar hljóðlíkingar. Maðurinn reyndi að líkja eftir því sem hann heyrði í náttúrunni umhverfis sig, rennsli vatns, hljóðum fugla og svo framvegis. Orð verða til á þennan hátt enn þann dag í dag. Þegar öndin er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hliðstætt orð?

Þegar talað er um að orð sé hliðstætt er yfirleitt átt við fornöfn eða töluorð sem standa sem ákvæðisorð með því orði sem er aðalorð til dæmis í nafnlið. Andstæðan er sérstætt orð. Ef fornafn eða töluorð er sérstætt er það aðalorðið í nafnlið. Dæmi: Eitthvert ólag er á tölvunni (hliðstætt) Hann fór í eitthve...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?

Latneska orðið et 'og' er vissulega sameiginlegt báðum skammstöfununum etc. og et al. Hin fyrri stendur fyrir et cetera og er notuð í merkingunni 'og svo framvegis' (eiginleg merking 'og aðrir (hlutir)'). Að baki liggur latneska orðið caeterus sem oftast er notað í fleirtölu í merkingunni 'aðrir'. Hvorugkyn fleir...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig breytist hegðun frumeindar eða rafeindar ef umhverfi hennar er tómarúm?

Við gerum stundum greinarmun á því sem við köllum stórsætt (macroscopic) annars vegar og smásætt (microscopic) hins vegar. Við köllum þá hluti stórsæja sem eru nógu stórir til þess að við sjáum þá með berum augum en hina köllum við smásæja. Suma slíka hluti getum við séð í einhvers konar smásjám en aðrar efnisein...

Fleiri niðurstöður