Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 75 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var afstaða Sókratesar til ástarinnar?

Þegar rætt er um viðhorf Sókratesar ber að hafa varann á, því að Sókrates samdi engin rit og lýsir því hvergi eigin viðhorfum með eigin orðum. Aftur á móti eru helstu heimildirnar um viðhorf Sókratesar ritverk nemenda hans, einkum þeirra Xenofons og Platons. Platon var afar frumlegur heimspekingur sem samdi ekki h...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru einhverjir krakkar á Þingvöllum 17. júní 1944?

17. júní 1944 er einn merkasti dagur í sögu Íslendinga. Þá var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Fjölmenni var saman komið þennan gleðiríka dag á Þingvöllum og víðar á landinu að fagna fengnu frelsi við endalok hartnær sjö alda skeiðs erlendra yfirráða. Þeir sem hafa séð myndir af hátíðinni á Þingvöllum t...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um Jón Þorláksson frá Bægisá?

Árið 1774 komu út í Hrappsey Nokkur þess alþekkta danska skálds sál. herr Christ. Br. Tullins kvæði, með litlum viðbætir annars efnis, á íslensku snúin af J. Th. Þýðandinn sem þannig var skammstafaður var Jón Þorláksson (1744-1819), síðar prestur, og fylgdu nokkur frumkveðin ljóð eftir hann sjálfan. Voru þetta fyr...

category-iconHugvísindi

Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?

Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...

category-iconHeimspeki

Hver var Plótinos og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Plótinos (205–270 e.Kr.) var upphafsmaður þeirrar heimspekistefnu sem nefnd hefur verið nýplatonismi. Þessi stefna náði brátt mikilli útbreiðslu meðal heiðinna lærdómsmanna í Rómaveldi á síðfornöld og var í rauninni einráð, því aðrir heimspekiskólar voru horfnir af sviðinu. Nýplatonisminn var því ríkjandi heimspek...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um Florence Nightingale?

Florence Nightingale fæddist árið 1820 og lést árið 1910. Foreldrar hennar tilheyrðu ensku yfirstéttinni og hún bjó við góð efni alla ævi. Nightingale naut góðrar menntunar á heimili sínu og á löngum ferðalögum um Evrópu og Austurlönd nær kynntist hún ólíkum þjóðum og siðum. Líkt og margir samferðamenn hennar ...

category-iconSálfræði

Hver var Guðmundur Finnbogason og hvað gerði hann merkilegt?

Guðmundur Finnbogason var einn fjölhæfasti menntamaður Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar, brautryðjandi í skólamálum og sálfræði, ritstjóri Skírnis um árabil, hagur orðasmiður og höfundur frumlegrar kenningar um „samúðarskilninginn“. Guðmundur fæddist á Arnstapa í Ljósavatnsskarði 6. júní 1873. Hann var af fát...

category-iconSálfræði

Hvað er ást? Er hún mælanleg?

Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf - án átaka, enginn þroski. Þessi tvö öfl, meðbyr-mótbyr, sem svo oft takast á, eru líklega forsendur lífsins. Ástin er í upprunalegu merkingunni afl lífsins, "já-ið", lífs- og kynhvötin, afl gleðinnar, hins góða, jákvæða, frjóa, uppbyggilega - líbídó. Hið gagnstæða er afl ...

category-iconHeimspeki

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?

Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar tónlistarmaður var Mozart og hvernig kynnti hann sér verk barrokkmeistaranna?

Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir háðir foreldrum sínum en aðrir ekki?

Tengsl í fjölskyldum mótast af ýmsum áhrifaþáttum. Tengslamyndun í fjölskyldum og tilfinningasamskipti foreldra og barna má útskýra frá mörgum sjónarhornum. Þau eru rannsóknar- og meðferðarefni í fræðigreinum eins og sál-félagsfræði, félagsráðgjöf og geðfræði en líka eru þau oft skoðuð utan frá eins og til dæmis í...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar rit er Konungsskuggsjá?

Konungsskuggsjá er norskt rit frá árunum 1250-1260 eða svo. Það er varðveitt í íslenskum og norskum handritum en höfundur þess er ekki kunnur. Lengi vel var talið að Konungsskuggsjá tilheyrði svokallaðri Fürstenspiegel-bókmenntagrein en fræðimaðurinn Einar Már Jónsson sýndi fram á að það stæðist ekki. Fürstensp...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna?

Konrad Zacharias Lorenz, austurrískur dýrafræðingur, fæddist 7. nóvember 1903 á óðali ættarinnar í Altenburg, nærri Vínarborg, og andaðist þar 27. febrúar 1989. Hann var einn af forvígismönnum um rannsóknir á hegðun eða atferli dýra. Sjálfur kallaði hann þessa fræðigrein framan af dýrasálfræði, en síðar festist vi...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Ágústínus frá Hippó og hvert var hans framlag til guðfræðinnar?

Ágústínus kirkjufaðir fæddist í bænum Tagaste í Númídíu í Norður-Afríku, 13. nóvember 354. Fæðingarstaður hans heitir nú Souk Ahras og er í Alsír. Faðir hans hét Patrísíus. Hann var heiðinn en orðinn trúnemi og tók skírn síðar á ævinni. Móðir hans hét Móníka og var hún kristin og mikil trúkona og leitaðist við að ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Nær maður að taka inn eitthvað af steinefnum eftir hálftíma bað í steinefnabættu vatni?

Húð landspendýra eins og mannsins virkar sem varnarmúr og kemur í veg fyrir að of mikið af vatni og lífsnauðsynlegum steinefnum tapist út í umhverfið. Húðin er samsett úr tveimur lögum; leðri (dermis) og yfirhúð (epidermis). Yfirhúðin er lagskipt en ysta lagið, hornlag (stratum corneum) er langsamlega þéttast og á...

Fleiri niðurstöður