Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4103 svör fundust
Hvað gerist ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis?
Ef hið ólíklega gerðist að allir sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn myndu rofna í hafi á sama tíma mun margvísleg mikilvæg starfsemi fara úr skorðum. Ekki liggja fyrir nákvæmar greiningar hvað mun stöðvast eða skerðast en til að gefa einhvers konar svar við spurningunni mætti spyrja hvaða fjarskipti mun...
Hvernig verkar hjartalínurit?
Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin kallast gáttir og taka þær við blóðinu frá líkamanum, sú hægri tekur við blóði frá vefjum líkamans en sú vinstri frá lungunum. Neðri hólfin kallast sleglar eða hvolf og er þeirra hlutverk að dæla blóðinu út í líkamann, hægri slegillinn til lungna þar sem loftskipti ...
Hvernig og hve oft endurnýjast frumur?
Hvernig? Frumur eru í stöðugri endurnýjun meðan þær lifa. Þetta þýðir það að stórsameindir frumunnar, til dæmis prótín (prótein), eru í sífellu að brotna niður og önnur samskonar prótín að myndast eftir þörfum. Líftími prótína í frumum er mjög mislangur, allt frá einni eða örfáum mínútum fyrir ensím sem hvata h...
Hvers vegna lygnir oft á kvöldin?
Á flestum veðurstöðvum er meðalvindhraði í hámarki milli kl. 16 og 18, en síðan lægir nokkuð ört, mest milli klukkan 20 og 22. Að jafnaði er vindur hægastur undir morgun, á sumrin milli kl. 4 og 6. Að sumarlagi munar gjarnan um 2 m/s á meðalvindhraða dags og nætur, oftast þó meira í björtu veðri. Samfara breytingu...
Hversu oft andar maður á sólarhring?
Fullorðinn einstaklingur andar að meðaltali á milli 12 og 20 sinnum á hverri mínútu. Börn anda venjulega hraðar en fullorðnir, en ungbörn draga andann um 40 sinnum á mínútu. Þetta þýðir að fullorðinn einstaklingur dregur andann um það bil 17.000 – 29.000 sinnum á sólahring. Ungbarn andar hins vegar um 60.000 ...
Hversu oft slær hjartað á mínútu?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hvað er hjartað stórt? Slær hjartað öðuvísi þegar maður sefur heldur en þegar maður er vakandi og slakar alveg á? Hver er eðlilegur hjartsláttur á mínútu og hver er hentugur hjartsláttur við æfingar ef maður vill léttast? Hjartað er vöðvi sem sér um að dæla blóði u...
Hversu oft er kosið um forseta?
Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lö...
Hvað er jaðarpersónuleikaröskun? Er hægt að ráða bót á henni?
Persónuleika Grettis Ásmundssonar á Bjargi hefði trúlega mátt lýsa þannig að Grettir hafi verið önuglyndari eða uppstökkari en gerist og gengur. Með því er átt við að hann hafi sýnt af sér önuglyndi eða að hann hafi stokkið upp á nef sér bæði oftar og víðar en aðrir. Einnig væri með lýsingunni gert ráð fyrir því a...
Hvað er iktsýki?
Iktsýki eða Rheumatoid arthritis nefnist í daglegu tali liðagigt og er einn af algengustu liðabólgusjúkdómunum. Til liðagigtar teljast meðal annars liðbólgusjúkdómar eins og sóragigt (psoriasis-liðagigt = Psoriasis arthritis) og liðbólgusjúkdómar er geta fylgt iðrabólgusjúkdómum, ásamt fleirum fjölliðabólgusjúkdóm...
Úr hvaða jökli kemur Þjórsá?
Hefð er fyrir því á Íslandi að greina ár og læki í lindár, dragár og jökulár eftir uppruna þeirra. Í bók sinni Myndun og mótun lands útskýrir Þorleifur Einarsson ágætlega muninn á ám í þessum þremur flokkum:Dragár eru bundnar við svæði með fremur þéttum berggrunni ... Dragár eiga sér tíðum engin glögg upptök. Þær ...
Hversu mikið myndi það bæta lífsgæði fólks í þróunarlöndum ef maður tæki frá 10 krónur á dag?
Spyrjandi bætir við: „Hvar er mesta þörfin á aðstoð?“ Fátæktarstuðull er mismunandi eftir löndum en yfirleitt er talað um að fólk með afkomu undir meðallaunum í hverju landi sé fátækt (e. relative poverty). Samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna er talið að 1,2 milljarður manna þurfi að lifa á innan við einum...
Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu?
Hér verður eftirfarandi spurningum svarað: Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu? Hvers vegna sleppa veirur stundum í gegnum veiruvarnir? Hvers vegna eru til tölvuveirur, er ekki hægt að útrýma þeim? Hvað er trójuhestur í tölvum og af hverju sleppur hann oft í gegnum e...
Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?
Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...
Má baða hunda og þá hve oft?
Já, það má baða hunda, og suma þarf meira að segja að baða mjög reglulega! Það er misjafnt eftir tegundum hversu oft þarf að baða þá. Hunda sem fara ekki úr hárum, til dæmis púðluhunda (e. poodle) og silky terrier, þarf að baða mjög reglulega, jafnvel vikulega, með sérstöku hundasjampói. Þetta á sérstaklega við ef...
Hvað blikkum við augunum oft á dag?
Augnlokin gegna mikilvægu hlutverki við að halda augunum á okkur rökum og verja þau gegn aðskotahlutum, ryki og birtu svo eitthvað sé nefnt. Þegar við blikkum augunum dreifa augnlokin táravökva yfir augun og þannig haldast þau rök. Ef við myndum hætta að blikka myndu augun mjög fljótt þorna upp og hefði það alvarl...