Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað blikkum við augunum oft á dag?

MBS

Augnlokin gegna mikilvægu hlutverki við að halda augunum á okkur rökum og verja þau gegn aðskotahlutum, ryki og birtu svo eitthvað sé nefnt. Þegar við blikkum augunum dreifa augnlokin táravökva yfir augun og þannig haldast þau rök. Ef við myndum hætta að blikka myndu augun mjög fljótt þorna upp og hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir sjónina.

Það er þess vegna sem við blikkum augunum að meðaltali 12 sinnum á mínútu. Það þýðir að við blikkum 720 sinnum á klukkutíma og 17.280 sinnum á sólahring, að því gefnu að við séum vakandi allan sólahringinn. Ef við miðum við að meðaltal vökustunda sé 16 klukkutímar (8 tímar á sólahring fari í svefn) að þá munum við blikka augunum 11.520 sinnum á dag.

Þegar við erum að vinna við tölvur eða horfa á sjónvarpið að þá minnkar blikktíðnin um allt að helming. Ef við miðum því við að meðalmaður sé vakandi í 16 klukkutíma og þar af vinni hann við tölvur í 4 tíma og horfi á sjónvarp í 2 tíma, að þá mun sá hinn sami blikka augunum 9.360 sinnum yfir daginn.

Nánar má lesa um af hverju við blikkum augunum í svari Jóhannes Kári Kristinssonar við spurningunni: Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

4.4.2008

Spyrjandi

Baldur Ingi Agnarsson

Tilvísun

MBS. „Hvað blikkum við augunum oft á dag?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7307.

MBS. (2008, 4. apríl). Hvað blikkum við augunum oft á dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7307

MBS. „Hvað blikkum við augunum oft á dag?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7307>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað blikkum við augunum oft á dag?
Augnlokin gegna mikilvægu hlutverki við að halda augunum á okkur rökum og verja þau gegn aðskotahlutum, ryki og birtu svo eitthvað sé nefnt. Þegar við blikkum augunum dreifa augnlokin táravökva yfir augun og þannig haldast þau rök. Ef við myndum hætta að blikka myndu augun mjög fljótt þorna upp og hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir sjónina.

Það er þess vegna sem við blikkum augunum að meðaltali 12 sinnum á mínútu. Það þýðir að við blikkum 720 sinnum á klukkutíma og 17.280 sinnum á sólahring, að því gefnu að við séum vakandi allan sólahringinn. Ef við miðum við að meðaltal vökustunda sé 16 klukkutímar (8 tímar á sólahring fari í svefn) að þá munum við blikka augunum 11.520 sinnum á dag.

Þegar við erum að vinna við tölvur eða horfa á sjónvarpið að þá minnkar blikktíðnin um allt að helming. Ef við miðum því við að meðalmaður sé vakandi í 16 klukkutíma og þar af vinni hann við tölvur í 4 tíma og horfi á sjónvarp í 2 tíma, að þá mun sá hinn sami blikka augunum 9.360 sinnum yfir daginn.

Nánar má lesa um af hverju við blikkum augunum í svari Jóhannes Kári Kristinssonar við spurningunni: Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....