Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 64 svör fundust

category-iconVísindavefur

Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?

Barist gegn kynþáttaaðskilnaði Nelson Rolihlahla Mandela fæddist 18. júlí árið 1918 í þorpi nálægt Umtata í Suður-Afríku. Hann lagði stund á nám í lögfræði við háskólann í Witwatersrand og árið 1952 opnaði hann lögmannstofu ásamt Oliver Tambo, sem seinna varð forseti Afríska þjóðarþingsins (e. African Natio...

category-iconUnga fólkið svarar

Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun?

Í kvikmyndinni 300 fer Leonídas, konungur gríska borgríkisins Spörtu, með 300 mönnum sínum til skarðsins Þermopýlæ eða Laugaskarðs í vesturhluta Grikklands til að verja landið fyrir árás mörg þúsund Persa. Þetta stríð átti sér stað í raunveruleikanum en í myndinni hefur margt verið ýkt og sumum staðreyndum breytt....

category-iconFornfræði

Var algengt að Forngrikkir ættu í ástarsamböndum við unga drengi?

Svarið er já en þó er að ýmsu að gæta. Í fyrsta lagi ber að hafa varann á þegar alhæft er um Forngrikki. Fornöld var langur tími. Frá ritun Hómerskviða um miðja 8. öld f.Kr. til loka fornaldar liðu rúmlega 1200 ár. Á þessum langa tíma héldust ekki öll viðhorf óbreytt. Heimildir okkar um Aþenu eru einnig miklu ríka...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Léon Foucault?

Franski eðlisfræðingurinn Jean Bernard Léon Foucault, sem yfirleitt gekk undir nafninu Léon Foucault, fæddist í París 18. september 1819. Hann hlaut ekki þjálfun í vísindastörfum en var óvenju næmur að skilja náttúruna og jafnframt gæddur rómaðri handlagni. Þessar gáfur gerðu honum kleift að gera krefjandi og nákv...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig hafði kreppan áhrif á bókmenntir (félagslegt raunsæi)?

Í kjölfar verðbréfahrunsins í Kauphöllinni í New York 23. október 1929 skall á heimskreppa sem hafði gífurleg áhrif á líf fólks í hinum vestræna heimi. Lífið varð barátta um brauðið frá degi til dags, atvinnuleysi jókst mikið og fólk stóð í röðum til að komast yfir nauðsynjavörur eins og mat og fatnað. Evrópuþjóði...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða ár var sex daga stríðið háð?

Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um bardagalistir ninja?

Bardagalistir ninja byggjast á samansafni aðferða og fræða sem nefnast einu nafni ninjutsu (忍術). Iðkendur ninjutsu voru svokallaðir shinobi eða ninja. Þeir fengu leiðsögn í meðferð vopna ásamt því að fá þjálfun í bardagatækni og herkænsku. Þeir lærðu hvernig mætti leynast og fara um eins og skugg...

category-iconFornfræði

Hvar var borgin Sparta og hverjir voru Spartverjar?

Sparta er borg sem stóð við fljótið Evrótas á sunnanverðum Pelópsskaga á Grikklandi. Til forna lá borgin skammt frá þeim stað þar sem borgin Sparte (borið fram Spartí) er nú. Blómatími Spörtu var frá 6. öld f.Kr. fram á 4. öld f.Kr. Borginni tilheyrði stórt landsvæði sem skiptist í tvo hluta: Lakóníu (eða Lakedæmó...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig dó Marilyn Monroe?

Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?

Anna Frank, fædd 12. júní 1929, var þýsk stúlka af gyðingaættum sem neyddist til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi á vinnustað föður hennar í Amsterdam í Hollandi. Þar höfðust þau við í 25 mánuði ...

category-iconFornfræði

Hvað unnu Gracchusarbræður sér helst til frægðar?

Bræðurnir Tiberius Sempronius Gracchus (164 – 133 f.Kr.) og Gaius Sempronius Gracchus (153 – 121 f.Kr.) voru rómverskir stjórnmálamenn sem reyndu að koma á ýmsum umbótum en fengu upp á móti sér íhaldssama stjórnmálamenn úr röðum yfirstéttarinnar og létust báðir í átökum við andstæðinga sína. Tiberius Gracchus v...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver var Jóhannes Kepler?

Þýski stjörnufræðingurinn Jóhannes Kepler fæddist í borginni Weil der Stadt skammt frá Stuttgart í Þýskalandi þann 27. desember árið 1571 klukkan 2:30 eftir hádegi eftir meðgöngu sem tók 224 daga, 9 klukkustundir og 53 mínútur samkvæmt útreikningum hans sjálfs. Ævi hans var sorgarsaga í öllu sem kallast ytri a...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp áfengið?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við áfenga drykki, en sjálft áfengið í þeim, etanólið (C2H5OH), er náttúrulegt efni og ekki fundið upp af neinum. Menn hafa bruggað og drukkið áfengi allt frá forsögulegum tíma. Þetta á þó bara við um gerjaða drykki eins og bjór og vín, það er drykki sem framleiddir eru me...

category-iconHugvísindi

Hvað er fleygletur?

Fleygletur eða fleygrúnir er stafagerð sem notuð var í Mið-Austurlöndum frá því í lok fjórða árþúsunds f.Kr. og fram undir Krists burð. Elstu heimildir um ritaða texta með fleygletri, sem mönnum hefur tekist að lesa, eru frá Súmerum sem bjuggu í Kaldeu og suðurhluta Mesópótamíu. Letrið var í formi mynda sem no...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig starfaði spænski rannsóknarrétturinn?

Spænski rannsóknarrétturinn var tilraun rómversk-kaþólsku kirkjunnar og spænsku krúnunnar til að stöðva útbreiðslu trúvillu. Á miðöldum voru margir mismunandi trúarhópar á Spáni, þá sérstaklega kaþólikkar, múslímar og gyðingar. Kirkjan hafði þó mestar áhyggjur af nýkristnum mönnum sem tekið höfðu kristna trú a...

Fleiri niðurstöður