Konungur Persanna hét Xerxes, bæði í raunveruleikanum og í kvikmyndinni. Hann kom með fjölþjóðlegt herlið skipað mörg hundruð þúsund hermönnum til að hertaka Grikkland árið 480 f. Kr. Til varnar var Leonídas aðeins með 300 manna einvalalið Spartverja en að baki því 7000 aðrir Grikkir, flestir Aþeningar.
Þegar Aþeningar báðu Spartverja um hjálp vegna yfirstandandi Persaógnar neituðu þeir í fyrstu vegna trúarhátíðar sem fram fór í borginni. Það mátti ekki vanhelga goðin með því að berjast. Leonídas tók sig hins vegar til og fékk lið sitt með sér.
Grikkirnir vörðust vel en á endanum sendi Leonídas flesta menn sína burt en varð sjálfur eftir með úrvals liði sínu. Eftir frækilega baráttu féll Leonídas þó ásamt nær öllum mönnum sínum og orrustan tapaðist. Frekari fróðleikur um Grikki og Persa á Vísindavefnum:
- Hvar var borgin Sparta og hverjir voru Spartverjar? eftir Geir Þ. Þórarinsson.
- Hvað var Pelópsskagastríðið? eftir Skúla Sæland.
- Hvernig vann Persaveldi sig upp aftur eftir að Alexander mikli lagði það undir sig? eftir Svavar Hrafn Svavarsson.
- Leonidas á Wikipedia, the free encyclopedia.
- Helgi Ingólfsson. Grikkland hið forna: Þættir úr sögu fornaldar handa 3. bekk, bls. 24-30. Menntaskólinn í Reykjavík, 1995.
- Myndin er fengin af Wikimedia Commons.
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.