Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 95 svör fundust
Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“?
Yfirleitt lítum við svo á að siðferðilegt réttmæti gjörða fólks sé ekki háð tilviljunum heldur því sem viðkomandi ætlar sér. Þegar við dæmum athöfn einhverrar manneskju sem rétta eða ranga leggjum við áherslu á að dæma út frá því sem viðkomandi hafði stjórn á og teljum ekki með þá hluti sem hún hafði enga stjórn á...
Hvernig væri heimurinn ef allir væru heyrnarlausir?
Ímyndum okkur plánetu í fjarlægum hluta alheimsins þar sem búa viti bornar geimverur. Þær eru ekki alls ósvipaðar okkur mönnunum en það er eitt sem greinir þær frá okkur: Þær eru heyrnarlausar. Hvernig ætli þeirra heimur sé? Þar sem verurnar eru viti bornar hljóta þær að tjá sig með einhverjum hætti. Það gæti veri...
Hver er meginmunurinn á hugtökunum verund og engu?
Hugtökin verund (e. being) og neind (e. nothingness) eru ein og sér svo almenns eðlis að þau koma fyrir með einum og öðrum hætti í vel flestum verkum heimspekisögunnar. Þá tengjast þessi andstæðu hugtök öðrum aldagömlum hugtökum eins og sýnd/reynd, satt/ósatt og rétt/rangt. Nú orðið er talað um sérstaka grein heim...
Hvers virði er mannslíf?
Oft er sagt að mannslíf séu ómetanleg, að ekki sé hægt að setja á þau verðmiða og raunar sé ekki til sú upphæð sem væri of há fyrir mannslíf. Og þannig líður okkur sjálfsagt flestum þegar við hugsum um líf ástvina okkar. En er það rétt að við séum alltaf tilbúin til að gefa hvað sem er til bjargar mannslífum? Á...
Er til hálf hola? (svar 1)
Ef svara á því hvort hálf hola sé til er kannski réttast að velta því fyrst fyrir sér hvort holur séu yfirleitt til og hvað þær eru þá. Eru holur, göt, dældir, göng, holrúm og annað slíkt efnislegir hlutir? Holur eiga það sameiginlegt með efnislegum hlutum að hafa rúmtak; þær hafa bæði stærð og lögun. Hins vegar g...
Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?
Erfðafræðilegur skyldleiki tveggja einstaklinga fer eftir nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi geta atburðir leitt til þess að tvö fóstur myndast úr einu frjóvguðu eggi og þar með eineggja tvíburar. Meira máli skiptir þó hvort viðkomandi eigi sömu foreldra. Allar manneskjur eru erfðafræðilega einstakar en sumar eru samt ...
Hvernig var farið að því að hafa samband við huldufólk?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Eru til þjóðsögur eða heimildir um hvernig fólk hafði samband við eða kallaði fram huldufólk? Í 22. kafla Kormáks sögu er sagt frá því að álfum er boðið til veislu eða nokkurs konar álfablóts. Maður einn sem hafði særst í bardaga leitar ráða hjá Þórdísi spákonu og hún s...
Er líklegt að mönnum takist að framleiða greind vélmenni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er líklegt að framleitt verði vélmenni sem mun hafa greind til að taka ákvarðanir út frá mati á manngerðu og náttúrulegu umhverfi? Stutta svarið er að slík vélmenni eru þegar til. Langa svarið er svo auðvitað aðeins lengra. Þegar spurt er hvort eitthvert fyrirbæri, í þessu...
Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hverjar eru líkurnar á því að barn verði rauðhært ef annað foreldrið er rauðhært en hitt ekki? (Arngrímur Vilhjálmsson) Geta tvær rauðhærðar manneskjur eignast annað en rauðhærð börn? (Sigurjón Traustason) Er rauðhært gen víkjandi. Ef svo er, þarf það þá ekki að koma frá báð...
Af hverju þurfa menn að heita eitthvað? Af hverju ekki bara þú, hún eða hann?
Þegar við tölum um hluti og segjum eitthvað um þá, til dæmis „þessi bíll þarna er Volvo“, þurfum við að vísa til þeirra. Þannig tengjum við orð okkar og hugsanir við raunveruleikann, og tryggjum að það sé þessi hlutur en ekki einhver annar sem verið er að tala um. Tungumálið hefur yfir ýmiss konar orðum að ráða...
Hvað er vinátta?
Vinátta er þegar tvær manneskjur unna hvor annarri eins og sjálfri sér og láta sig hag hinnar varða hennar sjálfrar vegna eða eins og forngríski heimspekingurinn Aristóteles komst að orði: "Vinurinn er annað sjálf" (Siðfræði Níkómakkosar [= SN] IX.4, 1166a31. Allar þýðingar eru Svavars Hrafns Svarassonar). Aristót...
Hvert var framlag Janusz Korczak til uppeldis- og menntamála?
Pólski barnalæknirinn, uppeldisfræðingurinn og rithöfundurinn Henryk Goldszmit (1878-1942) er betur þekktur undir rithöfundanafninu Janusz Korczak. Hann var af gyðingaættum og ólst upp við velsæld í samheldinni lögfræðifjölskyldu. Korczak var einn af þeim barnalæknum, við upphaf 20. aldar, sem beittu sér fyrir ...
Hver er munurinn á tilgátu og kenningu í vísindum?
Sumum staðhæfingum sem vísindin fjalla um er lýst sem kenningum; öðrum er lýst sem tilgátum. Ekki er alltaf gerður skýr greinarmunur á þessu tvennu enda eru þessi hugtök sjaldnast skilgreind nákvæmlega í vísindunum sjálfum. Vísindamenn sjálfir eru nefnilega ekkert endilega að velta fyrir sér hvort það sem þeir set...
Hvað er gervigreind?
Orðið gervigreind hefur verið notað á ýmsa vegu í tímans rás, en í daglegu tali nú á dögum er yfirleitt átt við það að tölva geti skynjað og skilið umhverfi sitt og síðan tekið eigin ákvarðanir á svipaðan hátt og manneskjur. Upphaf gervigreindar sem rannsóknarverkefnis má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Banda...
Hver er munurinn á smáborgarahætti og snobbi?
Ýmislegt er skylt með snobbi og smáborgarahætti en þó er munur á. Hvort tveggja ber vott um ákveðið ósjálfstæði í hugsun og gildismati. Snobbarinn lætur stjórnast af því sem þykir fínt, til dæmis af ákveðinni „elítu”, það er að segja einhvers konar úrvalshópi í samfélaginu, en smáborgarinn stjórnast hins vegar af ...