Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?

Arnar Pálsson

Erfðafræðilegur skyldleiki tveggja einstaklinga fer eftir nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi geta atburðir leitt til þess að tvö fóstur myndast úr einu frjóvguðu eggi og þar með eineggja tvíburar. Meira máli skiptir þó hvort viðkomandi eigi sömu foreldra. Allar manneskjur eru erfðafræðilega einstakar en sumar eru samt líkari en aðrar.

Spurt er hvort skyldleiki einstaklings við foreldra sína sé meiri en skyldleikinn við systkin sín. Ef systkin eiga sömu foreldra þá eru þau að meðaltali jafn skyld foreldrum sínum og hverju öðru. Lykilorðið hérna er – að meðaltali – því ef tvær eggfrumur fá næstum sama sett af litningum frá móður og tvær sáðfrumur fá næstum sama sett af litningum frá föður, þá eru systkinin skyldari hvoru öðru en foreldrum sínum. En litningafjöldi mannsins og líkindafræðin benda til þess að þetta sé fjarska ólíklegt.

Alsystkin eru að meðaltali jafn skyld foreldrum sínum og hverju öðru.

En ef um hálfsystkin er að ræða, þá minnkar skyldleikinn í 25% að meðaltali. Hálfsystkin eru því jafnskyld hvoru öðru og börn afa sínum eða ömmu. Það er einfalt að rekja skyldleikann með því að telja kynslóðir og fylgja kynfrumun í gegnum ættartré. Þannig má meta skyldleika einstaklinga í stórum ættartrjám, jafnvel þótt einhver skyldleikaæxlun sé til staðar.

Samruni eggs og sæðisfrumu er fyrsta skrefið í fósturþroskun mannfólks. Hvor kynfruma um sig leggur til eitt eintak af öllum 23 litningum mannsins og því er hver einstaklingur með tvö afrit af öllum litningum og öllum genum (þekkt eru frávik, sjá neðar). Við myndun kynfruma parast samstæðir litningar, það er báðir litningar númer 1 parast, litningar númer 2 parast, og svo framvegis. Hluti af þessu ferli er víxlun á erfðaefni milli samstæðra litninga, þannig að erfðaefni hvers litnings stokkast upp í hverri kynslóð. Það er ólíkt á milli kynfruma, til dæmis einstakra sæðisfruma, hvar víxlin verða. Afleiðingin er sú að engar tvær sæðisfrumur eða eggfrumur bera sama erfðaefni.

Tvíburar koma í tveimur megingerðum, eineggja og tvíeggja. Tvíeggja tvíburar verða til þegar tvö egg frjóvgast í sama tíðahring og koma sér fyrir í legi móður. Eineggja tvíburar verða til þegar eitt frjóvgað egg myndar tvo fósturvísa.

Eineggja tvíburar koma úr einu frjóvguðu eggi sem myndar tvo fósturvísa á meðan tvíeggja tvíburar verða til þegar tvö egg frjóvgast í sama tíðahring og bæði leiða af sér fósturvísa.

Lögmál erfða sýna að tvíeggja tvíburar deila jafn mörgum genum og venjuleg systkin, um 50%. En eineggja tvíburar eru frábrugðnir, því báðir fá sama erfðamengi frá hinu frjóvgaða eggi. Þeir eru því erfðafræðilega eins (100% genanna eru þau sömu).

Stuttu svörin eru því þessi:
  • Maður er jafnskyldur foreldrum sínum og alsystkinum, en minna skyldur hálfsystkinum. Foreldrar pabba manns er því jafn skyld manni og alsyskin pabba manns.
  • Alsystkin eru jafnskyld og tvíeggja tvíburar en minna skyld en eineggja tvíburar.

Myndir:

Ítarefni:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Eru tvíburabræður "meira" skyldir en venjulegir bræður? (spyrjendur Ólafur Nils Sigurðsson og Garðar Þormar)
  • Hvor er meira skyld mér, mamma pabba míns eða alsystir pabba míns? (spyrjandi Hildigunnur Sif Aðalsteinsdóttir)


Margir hafa spurt Vísindavefinn um skyldleika foreldra og systkina. Aðrir spyrjendur eru:
Arna P, Bryndís Arna, Guðmundur Sævarsson, Elsa Antonsdóttir, Tanja Dögg Sigurðardóttir, Huginn Gunnarsson, Sóley Arnórsdóttir, Karl Þorláksson, Kristín Blönda, Rannveig Eva Tryggvadóttir, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, Signý Bergsdóttir, Þorgerður Þorleifsdóttir.

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

30.9.2013

Síðast uppfært

1.3.2017

Spyrjandi

Reynir Sævarsson, Birna Dögg Guðmundsdóttir og fleiri spyrjendur

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?“ Vísindavefurinn, 30. september 2013, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=11204.

Arnar Pálsson. (2013, 30. september). Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=11204

Arnar Pálsson. „Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2013. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=11204>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?
Erfðafræðilegur skyldleiki tveggja einstaklinga fer eftir nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi geta atburðir leitt til þess að tvö fóstur myndast úr einu frjóvguðu eggi og þar með eineggja tvíburar. Meira máli skiptir þó hvort viðkomandi eigi sömu foreldra. Allar manneskjur eru erfðafræðilega einstakar en sumar eru samt líkari en aðrar.

Spurt er hvort skyldleiki einstaklings við foreldra sína sé meiri en skyldleikinn við systkin sín. Ef systkin eiga sömu foreldra þá eru þau að meðaltali jafn skyld foreldrum sínum og hverju öðru. Lykilorðið hérna er – að meðaltali – því ef tvær eggfrumur fá næstum sama sett af litningum frá móður og tvær sáðfrumur fá næstum sama sett af litningum frá föður, þá eru systkinin skyldari hvoru öðru en foreldrum sínum. En litningafjöldi mannsins og líkindafræðin benda til þess að þetta sé fjarska ólíklegt.

Alsystkin eru að meðaltali jafn skyld foreldrum sínum og hverju öðru.

En ef um hálfsystkin er að ræða, þá minnkar skyldleikinn í 25% að meðaltali. Hálfsystkin eru því jafnskyld hvoru öðru og börn afa sínum eða ömmu. Það er einfalt að rekja skyldleikann með því að telja kynslóðir og fylgja kynfrumun í gegnum ættartré. Þannig má meta skyldleika einstaklinga í stórum ættartrjám, jafnvel þótt einhver skyldleikaæxlun sé til staðar.

Samruni eggs og sæðisfrumu er fyrsta skrefið í fósturþroskun mannfólks. Hvor kynfruma um sig leggur til eitt eintak af öllum 23 litningum mannsins og því er hver einstaklingur með tvö afrit af öllum litningum og öllum genum (þekkt eru frávik, sjá neðar). Við myndun kynfruma parast samstæðir litningar, það er báðir litningar númer 1 parast, litningar númer 2 parast, og svo framvegis. Hluti af þessu ferli er víxlun á erfðaefni milli samstæðra litninga, þannig að erfðaefni hvers litnings stokkast upp í hverri kynslóð. Það er ólíkt á milli kynfruma, til dæmis einstakra sæðisfruma, hvar víxlin verða. Afleiðingin er sú að engar tvær sæðisfrumur eða eggfrumur bera sama erfðaefni.

Tvíburar koma í tveimur megingerðum, eineggja og tvíeggja. Tvíeggja tvíburar verða til þegar tvö egg frjóvgast í sama tíðahring og koma sér fyrir í legi móður. Eineggja tvíburar verða til þegar eitt frjóvgað egg myndar tvo fósturvísa.

Eineggja tvíburar koma úr einu frjóvguðu eggi sem myndar tvo fósturvísa á meðan tvíeggja tvíburar verða til þegar tvö egg frjóvgast í sama tíðahring og bæði leiða af sér fósturvísa.

Lögmál erfða sýna að tvíeggja tvíburar deila jafn mörgum genum og venjuleg systkin, um 50%. En eineggja tvíburar eru frábrugðnir, því báðir fá sama erfðamengi frá hinu frjóvgaða eggi. Þeir eru því erfðafræðilega eins (100% genanna eru þau sömu).

Stuttu svörin eru því þessi:
  • Maður er jafnskyldur foreldrum sínum og alsystkinum, en minna skyldur hálfsystkinum. Foreldrar pabba manns er því jafn skyld manni og alsyskin pabba manns.
  • Alsystkin eru jafnskyld og tvíeggja tvíburar en minna skyld en eineggja tvíburar.

Myndir:

Ítarefni:

Eftirfarandi spurningum var einnig svarað:
  • Eru tvíburabræður "meira" skyldir en venjulegir bræður? (spyrjendur Ólafur Nils Sigurðsson og Garðar Þormar)
  • Hvor er meira skyld mér, mamma pabba míns eða alsystir pabba míns? (spyrjandi Hildigunnur Sif Aðalsteinsdóttir)


Margir hafa spurt Vísindavefinn um skyldleika foreldra og systkina. Aðrir spyrjendur eru:
Arna P, Bryndís Arna, Guðmundur Sævarsson, Elsa Antonsdóttir, Tanja Dögg Sigurðardóttir, Huginn Gunnarsson, Sóley Arnórsdóttir, Karl Þorláksson, Kristín Blönda, Rannveig Eva Tryggvadóttir, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, Signý Bergsdóttir, Þorgerður Þorleifsdóttir.

...