Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 94 svör fundust
Hvernig var líf kvenna í Kína á árunum 1000 f.Kr. til 200 f.Kr.?
Þar sem þetta tímabil spannar afar mikilvægt umbrotaskeið í sögu Kína til forna er rétt að veita fyrst örstutt yfirlit yfir það. Zhou-keisaraveldið tók við af hinu grimmilega Shang-veldi á 11. öld f.Kr. Fyrstu aldirnar var þetta friðsamlegt blómaskeið þar sem fjölmörg einkenni kínverskrar siðmenningar festust í se...
Hvert fara flugur á veturna?
Það er eðlilegt að menn spyrji sig hvar flugurnar haldi sig eiginlega á veturna. Við vitum til dæmis að farfuglarnir halda suður á bóginn á haustin. En hvað gera flugurnar? Flugurnar sem við sjáum á vorin og sumrin deyja og þær fara þess vegna ekkert á veturna. Markmið þeirra á meðan þær eru á lífi er hins vega...
Hvernig er stéttakerfi Hindúa?
Erfðastéttir hindúa eru innvenslaðir hópar, sem raðað er í tignarröð og tengdust áður tilteknum störfum og gera það að nokkru leyti enn. Aðalskiptingin var í fjórar stéttir sem raðað var eftir tign og virðingu. Þær voru Brahmina, Ksatrya, Vasaya og Sudra. Fimmta hópinn mynduðu svo hinir ósnertanlegu, oft kallaðir ...
Hvað er sorg?
Hugtakið sorg er skilgreint sem viðbrögð við missi. Venjulega er átt við missi ástvinar en annar missir getur einnig valdið sorg. Sorgin og sorgarferlið er tilfinningaleg tenging og úrvinnsla á því sem gerðist. Að syrgja tekur tíma og orku en hefur þann tilgang að viðurkenna missinn, aðlagast og endurskilgreina ti...
Er Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson fyrsta íslenska glæpasagan?
Í ársbyrjun 1930 gerði danska tímaritið Ekko könnun meðal helstu gagnrýnenda landsins um það hvaða skáldsaga hefði staðið upp úr í útgáfu liðins árs. Niðurstaðan var afgerandi: Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson (1889-1975). Þetta kemur nútímalesendum kannski á óvart en það er óhætt að fullyrða að þetta voru ekki ó...
Hver er lágmarksfjöldi einstaklinga í samfélagi án þess að samfélag hrynji vegna skyldleikasjúkdóma?
Nýlegar rannsóknir benda til að 160 manns sé nægilegur fjöldi til að viðhalda genamengi mannsins á viðunandi hátt. Hins vegar mætti jafnvel helminga þá tölu ef einhverskonar félagsleg stýring yrði viðhöfð. Mannfræðingurinn John Moore í Háskólanum í Flórída rannsakaði þetta sem hluta af sameiginlegu verkefni með...
Getur þú sagt mér frá stökklum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Getur þú sagt mér frá stökklum, það er hvernig þeir afla sér fæðu, æxlun þeirra og hvort þeir sofi? Stökklar (Tursiops truncatus, e. bottlenose dolphins) eru meðal algengustu höfrunga á hafsvæðinu við sunnanvert Ísland eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni...
Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hafa dyraverðir á skemmtistöðum rétt til þess að taka skilríki af einstaklingum? Telst það ekki vera þjófnaður?Reglur sem fjalla um eftirlit á skemmtistöðum er að finna víða í lögum og reglugerðum. Meginreglurnar eru í reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmtunum og um sl...
Hvaða rannsóknir hefur Gyða Margrét Pétursdóttir stundað?
Gyða Margrét Pétursdóttir er dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er þeirrar skoðunar að hið persónulega sé afsprengi þess samfélags sem við lifum og hrærumst í og sé því bæði pólitískt og fræðilegt viðfangsefni. Gyða hefur í rannsóknum sínum leitað svara við persónulegum viðfangsefnum sem eru þá jafnf...
Hvað er fjörulalli?
Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögu...
Á hvaða árstíma gagga tófur aðallega?
Tófan er einfari (e. solitary) en félagskerfi tegundarinnar byggir á einkvæni og óðalshegðun. Algengasta fyrirkomulagið er að parið heldur saman svo lengi sem bæði lifa en mökun fer fram í mars. Samskipti fara fram með lyktarskilaboðum, sem eru yfirleitt þvagmerki eða með því að nudda lyktarkirtli sem staðsettur e...
Má lögráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri neyta áfengis?
Árið 1933 var samþykkt tillaga á Alþingi þess efnis að fara skyldi fram þjóðaratkvæðagreiðsla á árinu um hvort afnema skyldi bann við innflutningi áfengra drykkja. Ólíkt öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum sem farið höfðu fram áður um ýmis málefni tengd íslensku þjóðinni féllu atkvæði í þessu ákveðna máli nokkuð jafnt og...
Er hægt að vera með verslunaráráttu?
Áráttukennd kaup (e. compulsive buying) einkennast af óhóflegum, óviðráðanlegum, tímafrekum og endurteknum verlsunarferðum eða kaupum. Þessi áráttukenndu kaup hafa slæmar afleiðingar eins og fjárhagslega- og félagslega erfiðleika og telja sumir að þau séu í raun viðbrögð við depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum e...
Geta dýr dáið úr ástarsorg?
Atferlis- og dýrafræðingar hafa lengi rannsakað tilfinningalíf dýra. Hinn kunni náttúrufræðingur Charles Darwin (1809-1882) fjallaði meðal annars um slíkt í ritum sínum. Það er vel þekkt að dýr sýna tilfinningar eins og reiði og ýmis tilbrigði við gleði. Einnig eru sterkar vísbendingar um að dýr sýni þá tilfinn...
Af hverju fjölga snjógæsir sér svona hratt og gætu þær lifað á Íslandi?
Snjógæs (Chen caerulescens) er norður-amerískur varpfugl sem verpir á freðmýrum álfunnar. Tegundin er hvít eins og nafnið ber með sér og greinist í tvær undirtegundir. Önnur þeirra nefnist C. c. caerulescens og er litlu minni en hin, um 63 til 78 cm löng og vegur á bilinu 2-3 kg. Hún verpir á svæði frá miðhluta no...