Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?

Helga Hafliðadóttir

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hafa dyraverðir á skemmtistöðum rétt til þess að taka skilríki af einstaklingum? Telst það ekki vera þjófnaður?
Reglur sem fjalla um eftirlit á skemmtistöðum er að finna víða í lögum og reglugerðum. Meginreglurnar eru í reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum. Þar segir að þeim sem standa fyrir skemmtanahaldi beri að sjá til þess að á skemmtun sé fullnægjandi dyravarsla og eftirlit. Í 4. gr. kemur fram hvert hlutverk dyravarða sé:
Hlutverk dyravarða er m. a. að hafa eftirlit með framkvæmd reglna um skemmtanaskatt og söluskatt, reglna um lokunartíma og slit skemmtunar, leyfðan gesta­fjölda, aldur gesta og meðferð áfengis. Skulu þeir og aðrir eftirlitsmenn að öðru leyti halda uppi röð og reglu á skemmtun og er þeim í því skyni heimilt að vísa af skemmtun þeim sem brjóta gegn settum reglum eða óspektum valda og kveðja sér til aðstoðar við störf sín hvern þann sem þeir óska.

Samkvæmt reglunni hafa dyraverðir það hlutverk að halda uppi reglu og mega gera ráðstafanir svo að lögum og reglum sé framfylgt. Á skemmtistöðum er sala áfengis leyfð og kemur eftirfarandi fram í 18. gr. áfengislaga nr. 75/1998:
Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Ávallt þegar ástæða er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur, veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt.


Dyravörður skoðar skilríki. Myndin er birt með leyfi Lawrence.com. Ljósmyndari: Thad Allender.

Á veitingastað sem hefur leyfi til áfengisveitinga er ungmennum yngri en 18 ára óheimil dvöl eftir kl. 20 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema þeir séu í fylgd með foreldrum sínum eða maka. Dyraverðir, eftirlitsmenn og framreiðslumenn skulu láta ungmenni er koma á slíka staði eða dveljast þar eftir kl. 20 að kvöldi, án samfylgdar fyrrgreindra aðila, sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt, enda sé ástæða til að ætla að hlutaðeigandi hafi ekki náð 18 ára aldri.

Í ljósi þessara tveggja reglna sést að dyraverðir hafa heimild til að biðja fólk um að sýna skilríki, bæði til að halda uppi reglum sem löggjafinn eða stjórnvöld hafa sett og til að halda uppi reglum sem staðarhaldarinn sjálfur hefur sett, til dæmis í samræmi við aldurstakmark inn á skemmtistaði.

Það er refsivert að falsa skilríki eða nota skilríki annarra til að villa á sér heimildir. Hafi dyravörður ástæðu til að ætla að um slíkt sé að ræða er það í samræmi við hlutverk hans að gera skilríki upptæk og koma þeim til lögreglu. Eigandi skilríkisins getur svo snúið sér til lögreglunnar og endurheimt það.

Ef skilríki sem notað er á löglegan hátt er hins vegar gert upptækt getur reynt á 72. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944. Það ákvæði fjallar um eignarrétt og þar segir að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Ekki er hægt að finna nein dómafordæmi þar sem reynt hefur á að lögleg skilríki séu gerð upptæk. En eins og segir að ofan má dyravörður einungis taka skilríki af fólki ef hann telur að reglur séu brotnar.

Í almennum hegningarlögum er þjófnaður ekki skilgreindur. Ef dyravörður gerir skilríki upptæk og skilar til lögreglu er þó ekki um þjófnað að ræða þar sem eigandinn getur nálgast þau aftur.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.10.2005

Spyrjandi

Stefán Bonner

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?“ Vísindavefurinn, 7. október 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5314.

Helga Hafliðadóttir. (2005, 7. október). Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5314

Helga Hafliðadóttir. „Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?“ Vísindavefurinn. 7. okt. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5314>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mega dyraverðir á skemmtistöðum taka skilríki af einstaklingum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hafa dyraverðir á skemmtistöðum rétt til þess að taka skilríki af einstaklingum? Telst það ekki vera þjófnaður?
Reglur sem fjalla um eftirlit á skemmtistöðum er að finna víða í lögum og reglugerðum. Meginreglurnar eru í reglugerð nr. 587/1987 um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum. Þar segir að þeim sem standa fyrir skemmtanahaldi beri að sjá til þess að á skemmtun sé fullnægjandi dyravarsla og eftirlit. Í 4. gr. kemur fram hvert hlutverk dyravarða sé:
Hlutverk dyravarða er m. a. að hafa eftirlit með framkvæmd reglna um skemmtanaskatt og söluskatt, reglna um lokunartíma og slit skemmtunar, leyfðan gesta­fjölda, aldur gesta og meðferð áfengis. Skulu þeir og aðrir eftirlitsmenn að öðru leyti halda uppi röð og reglu á skemmtun og er þeim í því skyni heimilt að vísa af skemmtun þeim sem brjóta gegn settum reglum eða óspektum valda og kveðja sér til aðstoðar við störf sín hvern þann sem þeir óska.

Samkvæmt reglunni hafa dyraverðir það hlutverk að halda uppi reglu og mega gera ráðstafanir svo að lögum og reglum sé framfylgt. Á skemmtistöðum er sala áfengis leyfð og kemur eftirfarandi fram í 18. gr. áfengislaga nr. 75/1998:
Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Ávallt þegar ástæða er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur, veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt.


Dyravörður skoðar skilríki. Myndin er birt með leyfi Lawrence.com. Ljósmyndari: Thad Allender.

Á veitingastað sem hefur leyfi til áfengisveitinga er ungmennum yngri en 18 ára óheimil dvöl eftir kl. 20 á kvöldin og fram til lokunar staðarins, nema þeir séu í fylgd með foreldrum sínum eða maka. Dyraverðir, eftirlitsmenn og framreiðslumenn skulu láta ungmenni er koma á slíka staði eða dveljast þar eftir kl. 20 að kvöldi, án samfylgdar fyrrgreindra aðila, sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt, enda sé ástæða til að ætla að hlutaðeigandi hafi ekki náð 18 ára aldri.

Í ljósi þessara tveggja reglna sést að dyraverðir hafa heimild til að biðja fólk um að sýna skilríki, bæði til að halda uppi reglum sem löggjafinn eða stjórnvöld hafa sett og til að halda uppi reglum sem staðarhaldarinn sjálfur hefur sett, til dæmis í samræmi við aldurstakmark inn á skemmtistaði.

Það er refsivert að falsa skilríki eða nota skilríki annarra til að villa á sér heimildir. Hafi dyravörður ástæðu til að ætla að um slíkt sé að ræða er það í samræmi við hlutverk hans að gera skilríki upptæk og koma þeim til lögreglu. Eigandi skilríkisins getur svo snúið sér til lögreglunnar og endurheimt það.

Ef skilríki sem notað er á löglegan hátt er hins vegar gert upptækt getur reynt á 72. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944. Það ákvæði fjallar um eignarrétt og þar segir að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Ekki er hægt að finna nein dómafordæmi þar sem reynt hefur á að lögleg skilríki séu gerð upptæk. En eins og segir að ofan má dyravörður einungis taka skilríki af fólki ef hann telur að reglur séu brotnar.

Í almennum hegningarlögum er þjófnaður ekki skilgreindur. Ef dyravörður gerir skilríki upptæk og skilar til lögreglu er þó ekki um þjófnað að ræða þar sem eigandinn getur nálgast þau aftur....