Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7003 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fróar fólk sér?

Meginástæðan er sjálfsagt sú að upplifa þá tilfinningu eða ánægju sem örvun kynfæra leiðir til. Í dag er yfirleitt litið á sjálfsfróun sem góða leið til að kynnast sjálfum sér, eigin tilfinningum og líkama þó það viðhorf hafi ekki alltaf verið ríkjandi. Sóley Bender fjallar um þessi mál í svari við spurningunni: E...

category-iconHugvísindi

Af hverju stundaði Ídí Amín mannát?

Ekki eru til neinar staðfestar heimildir um mannát Ídí Amíns og þess vegna væri líklega réttarara að spyrja spurningarinnar: af hverju spunnust sagnir um það að Ídí Amín hafi verið mannæta? Það er ekki óalgengt að um ýmis illmenni sögunnar fari á kreik sögur um hræðileg voðaverk þeirra, til að mynda að þeir ét...

category-iconHugvísindi

Hvað eru öndvegissúlur?

Öndvegissúlur eru skrautlegar súlur sem stóðu sitt hvorum megin við hásæti höfðingja til forna. Í súlurnar voru skornar goðamyndir og annað skraut. Sögur herma að höfðingjar sem sigldu til Íslands hafi varpað öndvegissúlum fyrir borð þegar sást til lands. Síðan námu þeir land þar sem súlurnar fundust. Sagan af önd...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna stífna vöðvar upp við áreynslu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það?

Stutta svarið er að þetta stafar oftast af þreytu en einnig getur orsökin verið aukin taugavirkni. Hyggileg þjálfun, góð næring og vatnsdrykkja getur dregið verulega úr þessum einkennum og jafnvel eytt þeim alveg. Ýmsar orsakir geta verið fyrir því að vöðvi stífni við áreynslu og raunar er mismunandi hvaða mer...

category-iconNæringarfræði

Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?

Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?

Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mat eða einhverjum æfingum?

Já, í stuttu máli sagt, er hægt að auka testósterónframleiðslu líkamans með mataræði og æfingum. Testósterón er helsta karlkynhormónið og er myndað í millifrumum eistnanna. Það stuðlar að myndun sáðfrumna og karlkyneinkenna, kynhvöt og aukningu vöðva- og beinmassa. Það getur einnig haft góð áhrif á ýmsa andlega...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?

Hryggsúlan er sett saman úr 26 smábeinum sem kallast hryggjarliðir og brjóskþófum sem tengja beinin saman. Þessir þættir raðast upp í súlu sem umlykur mænuna og styður við efri hluta líkamans. Hryggnum er gjarnan skipt í eftirtalda hluta: hálshluta, sem samanstendur af 7 hálsliðum brjósthluta, sem myndaður er a...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Snýst tunglið um möndul sinn eða ekki?

Spurningin í heild var sem hér segir: Nú hef ég heyrt að tunglið snúi alltaf sömu hlið að jörðinni, þ.e. snúist ekki um möndul sinn. Einnig hef ég heyrt að einn sólarhringur á tunglinu sé 29 dagar, sem þýðir að tunglið snýst um möndul sinn. Getur verið að sú saga hafi komist á kreik að tunglið sneri alltaf sömu h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig standi á því að í textum sem heyra undir lyfja- og læknisfræði er orðið að upphefja notað sem annað orð yfir að "virka gegn" (t.d. að eitt lyf upphefur áhrif annars lyfs) þegar almenn skýring í orðabókum fyrir orðið upphefja er: 1...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sleikja kettir sig af vana eða þegar þeir eru skítugir?

Svarið við þessari spurningu er bæði já og nei. Margar ástæður geta legið á bak við þetta atferli kattardýra. Eins og glöggir kattareigendur vita eyðir kötturinn miklum tíma í að snyrta sig. Samkvæmt atferlisrannsóknum er um að ræða allt að helmingi þess tíma sem dýrið er vakandi. En hver er tilgangurinn með al...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðatiltækið "að sofa í hausinn á sér" til?

Orðasambandið að sofa í hausinn á sér er notað í merkingunni 'fara að sofa'. Það er allvel þekkt í talmáli þótt ekki hafi það komist í orðabækur eða orðtakasöfn enn. Fólk á miðjum aldri og eldra þekkir sambandið allt frá bernsku og segir að það hafi aðeins verið notað við krakka sem tregir voru til að fara að sof...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með sögninni að pilla? Til dæmis „að pilla sér í sturtu“ eða „pillaðu þér, ég þarf að einbeita mér!“

Sögnin pilla sig (einnig með þágufalli pilla sér) er notuð í óformlegu máli um að ‛fara, koma sér burt, drífa sig’. Hún er nær eingöngu notuð neikvætt í skammartóni: „Pillaðu þig burt“, „Pillaðu þig á fætur“. Hún virðist notuð í málinu í þessari merkingu frá því snemma á 20. öld. Að baki liggur sögnin að pil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var tiktaalik?

Tiktaalik roseae, héðan í frá kallað tiktaalik, var forn hryggdýrategund sem fannst í jarðlögum frá seinni hluta devontímabilsins (fyrir 410-360 milljón árum). Tiktaalik var merkilegt dýr, eins konar millistig milli fiska með holduga ugga (kallaðir holduggar) og frumstæðra ferfættra dýra, sem sagt bæði fiskur og l...

category-iconHugvísindi

Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?

Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...

Fleiri niðurstöður