Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 739 svör fundust
Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð?
Jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960, og byggist hún á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þe...
Hvaða fugl flýgur hæst?
Lengi hefur verið talið að fuglar af ætt gamma séu þeir fuglar sem fljúga hæst allra fugla þegar þeir láta sig svífa í uppstreyminu í nokkurra kílómetra hæð og leita að hræjum. Gammar hafa einnig afar góða sjón. Árið 1973 lenti gammur af tegundinni “Ruppells griffon” (Gyps rueppellii) í árekstri við farþegaflug...
Hvert er póstnúmerið (Zip Code) í New York?
Þessi spurning fellur ekki undir verksvið Vísindavefsins eins og hún er fram sett. Við svörum þó oft slíkum spurningum með því að veita einhvern almennan fróðleik um leið eða með því að benda lesendum á hvernig megi afla upplýsinga, til dæmis á Veraldarvefnum. Og svo þykir okkur ágætt að geta orðið að liði ef note...
Hvernig verka leitarvélar?
Leitarvélar á vefnum eru samsettar úr tveimur aðskildum einingum. Annars vegar er hópur tölva, svokallaðar köngulær, sem rekja sig í sífellu í gegnum vefinn og geyma allar síður sem þær finna í risastórum gagnagrunni, og hins vegar eru vefþjónar sem fólk um allan heim getur notað til að leita í gagnagrunninum. ...
Hvað er ský á auga?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ský á auga? Hvers vegna skemmast augasteinarnir? Ský á auga eða drer nefnist það sjúkdómsástand þegar augasteinninn er ekki glær heldur skyggður sem aftur veldur óskýrri sjón. Ef sjúkdómurinn er langt á veg kominn sést að augasteinninn er grár. Slík ský geta komið samtími...
Til hvers er leysiljós notað?
Leysirinn hefur valdið þáttaskilum í ljósfræði og á öllum sviðum eðlisfræði og efnafræði sem nota ljósgjafa sem rannsóknartæki. Leysiljósið hefur sömuleiðis komið af stað tæknibyltingu á fjölda hagnýtra sviða, svo sem mælitækni, fjarskiptum, fjölmiðlun, vélsmíði, hertækni og læknisfræði. Leysigeislaskannar eru ...
Hvað er heimakoma?
Heimakoma eða húðnetjubólga er bakteríusýking í húð, trúlega orsökuð af sýklum sem komast inn um sár. Hana er oftast að finna á andliti eða fótum en hún getur þó komið fram hvar sem er á líkamanum. Heimakoma lýsir sér sem roði, þroti og eymsli og stundum sem rauð strik sem ná frá sýkta svæðinu til næstu eitla. Hen...
Af hverju stríða strákar stelpum?
Tilgangur stríðni í mannlegum samskiptum er margþættur og þar er ekki allt sem sýnist. Sumir stríða sjálfum sér eða hópnum til skemmtunar, aðrir eru að reyna að brjóta samskiptamúrinn eða finna sér nýtt öryggi. Stríðni getur verið leið til að hefja sig í hópnum eða til að kynnast stelpunni af viðbrögðum hennar. St...
Hvernig verður ummyndun í bergi?
Öll efnafræðileg ferli leita í átt til jafnvægis við ríkjandi hita og þrýsting. Berg sem myndaðist við hraða kólnun frá 1100°C hita er greinilega í ójafnvægi við þær aðstæður sem ríkja við yfirborð jarðar. Hins vegar eru flest efnahvörf mjög hæg við slíkar aðstæður; hitni það hins vegar upp aftur, til dæmis í jarð...
Af hverju fær fólk bólur?
Margir hafa sent inn spurningu um bólur. Aðrir spyrjendur eru Sigrún Óskarsdóttir, Berglind Ýr Jónasdóttir, Anna Hjörleifsdóttir, Trausti Salvar Kristjánsson og Margrét Friðriksdóttir, auk fleiri spyrjenda. Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þ...
Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?
Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...
Hvernig verkar litín (litíum) á mannslíkamann?
Litín eða litíum hefur margs konar verkun á líkamann. Það verkar á frumuveggi, efnaskipti og svörun við hormónum og á taugaboð. Litín er mikilvægt lyf í meðhöndlun tvískauta lyndisröskunar (geðhvarfa, e. manic-depressive) en ekki er fullljóst í hverju áhrif þess á þessa geðröskun er fólgin. Líklega er það hamlandi...
Er til bók um íslensk skordýr?
Ekki hafa margar bækur verið gefnar út um íslensk skordýr. Helst koma upp í hugann tvær aðgengilegar bækur:Dulin veröld: Smádýr á Íslandi eftir Guðmund Halldórsson, Odd Sigurðsson og Erling Ólafsson sem kom út 2002. Þessi bók fjallar um fjölmörg íslensk skordýr á aðgengilegan hátt.Bók í ritröð Landverndar, Pöddur:...
Hvað geta ísbirnir verið lengi í kafi?
Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru ágætis kafarar en kafa þó ekki sérstaklega djúpt. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í dýragörðum benda til þess að þeir kafi mest niður á 4,5 metra dýpi, en lítið er þó vitað um hversu djúpt þeir kafa í náttúrunni. Sérfræðingar telja þó að það sé mjög hæpið að þeir fari niður fyri...
Gáta vikunnar: Hvernig geta vísindamennirnir leyst fyrstu þrautina í musteri viskunnar?
Eitt sinn lögðu nokkrir náttúrufræðingar í rannsóknarleiðangur í Tíbet, en þeir hugðust kanna og skrásetja jarðmyndanir, flóru og fánu háfjallasvæðisins. Þeir ferðuðust um fótgangandi til þess að geta komist á milli fáfarinna svæða og rannsakað staði sem enn voru ósnortnir af mönnum. Dag einn lentu vísindamenn...