Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Litín eða litíum hefur margs konar verkun á líkamann. Það verkar á frumuveggi, efnaskipti og svörun við hormónum og á taugaboð. Litín er mikilvægt lyf í meðhöndlun tvískauta lyndisröskunar (geðhvarfa, e. manic-depressive) en ekki er fullljóst í hverju áhrif þess á þessa geðröskun er fólgin. Líklega er það hamlandi verkun á innra boðefnakerfi taugafrumna sem þar skiptir máli.
Sjá einnig svar við spurningunni Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)?.
Nánari upplýsinga má leita í eftirfarndi heimildum.
Mogens Schou, Litíumbókin: Um litíummeðferð við geðhvörfum, Magnús Skúlason þýddi, Geðverndarfélag Íslands, 2000.
Phiel C.J., Klein P.S., „Molecular targets of lithium action",
Annual Review of Pharmacotoxicology, 2001;41:789-813.
Jón G. Stefánsson. „Hvernig verkar litín (litíum) á mannslíkamann?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2075.
Jón G. Stefánsson. (2002, 28. janúar). Hvernig verkar litín (litíum) á mannslíkamann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2075
Jón G. Stefánsson. „Hvernig verkar litín (litíum) á mannslíkamann?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2075>.