Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 385 svör fundust

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?

Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru einhver takmörk fyrir því hvað tölva getur orðið hröð?

Sú sífellda hraðaaukning sem átt hefur sér stað í tölvum á síðustu áratugum gæti fengið okkur til að trúa því að hægt sé að auka hraða tölva endalaust. Þetta er þó líklega ekki tilfellið, því miðað við þá örgjörvahönnun sem þekkt er í dag þá munu ýmis eðlisfræðilögmál fara að setja hraða rökrása ákveðnar skorður. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Úr hvaða ávexti eru rúsínur framleiddar?

Rúsínur eru þurrkuð vínber. Oftast eru notuð steinlaus vínber svo ekki verða steinar í rúsínunum. Vínber eru sæt af náttúrunnar hendi og rúsínur þess vegna líka. Þegar rúsínur eru þurrkaðar, til dæmis sólþurrkaðar, fer allt vatnið úr þeim. Þetta gerir þær krumpaðar. Ef þær eru svo geymdar lengi kristallast ...

category-iconHeimspeki

Sannar undantekningin regluna?

Það sem átt er við með orðatiltækinu "undantekningin sannar regluna" er að eitthvað getur ekki verið undantekning nema það sé undantekning frá reglu, og því sanni sú staðreynd, að um undantekningu er að ræða, jafnframt að um reglu sé að ræða. Nú getur "regla" verið annaðhvort 1) einhvers konar boð eða forskrif...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ógna tilraunir CERN með stóra sterkeindahraðlinum tilvist heimsins?

Svarið er einfalt nei. Á bak við það liggja margvísleg rök sem byggjast á þekkingu sem menn hafa aflað sér á náttúrunni á umliðnum öldum og árþúsundum. Auk þess má segja að náttúran svari þessu sjálf á einfaldan hátt því að í náttúrunni gerast svipaðar "tilraunir" ótt og títt, til dæmis þegar orkumiklir geimgeisla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta ánamaðkar?

Til að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að átta sig fyrst á líffæragerð ánamaðka (oligochaeta). Kjafturinn á ánamöðkum er staðsettur á framenda dýranna. Í munnholinu (e. buccal cavity) er líffæri sem þjónar svipuðum tilgangi og bragðlaukar okkar. Með þessu líffæri metur ánamaðkurinn hvort fæða sem hann rekst...

category-iconLífvísindi: almennt

Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru dekkri viðartegundir í heitum löndum og ljósari í kaldari löndum? Eða er reglan „dökkur jarðvegur = dökkur viður“?Litur viðar er hvorki háður veðurfari né jarðvegi. Það vill svo til að flestar trjátegundir í barrskógabeltinu (köldu löndunum) eru með frekar ljósan við en...

category-iconUmhverfismál

Hvað merkja orðin sjálfbær þróun?

Orðið sjálfbær er nýyrði í íslensku. Elsta dæmið sem Orðabók Háskólans á er úr Alfræðisafni AB sem út kom á árunum 1965 til 1968. Orðið er sett saman úr tveimur hlutum, sjálf- og -bær og minnir á hversdagslega orðið haldbær. Orðið sjálfbær er einkum notað í orðasambandinu sjálfbær þróun. Ýmsum hefur fundist þetta ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hafa nýjar hugmyndir um svonefndan púka Maxwells komið fram upp á síðkastið?

Púki Maxwells er lítill djöfull sem var hugsaður til að ganga gegn grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar. Frá því um 1950 hefur verið ljóst að eðli hans brýtur í raun ekki í bága við gild eðlisfræðilögmál. Á 19. öld rannsökuðu eðlisfræðingar eðli hita, varma og véla. Út úr því spratt fræðigrein sem nefnist varmafræð...

category-iconHeimspeki

Hvað hefur fræðimaðurinn Ólafur Páll Jónsson rannsakað?

Ólafur Páll Jónsson er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði menntunarheimspeki, heimspeki náttúrunnar, stjórnmálaheimspeki og frumspeki. Rannsóknarsvið Ólafs Páls var í upphafi frumspeki og heimspekileg rökfræði innan þeirrar hefðar heimspekinnar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eyðir spennubreytir sem er í sambandi jafnmikilli raforku hvort sem hann er í notkun eða ekki?

Svarið er: Nei, hann eyðir meiri orku þegar hann er í notkun heldur en þegar hann er bara „í sambandi“. Þegar spennubreytir er í sambandi en ekki í notkun fer riðstraumur um inntaksvafningana en ekki úttaksmegin. Spennirinn flytur því ekki afl frá inngangi til útgangs en hann eyðir samt nokkurri orku eða afli....

category-iconHeimspeki

Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?

Þverstæðan um Guð og steininn er ekki ný af nálinni. Með henni er í raun verið að spyrja hvort Guð, sem almáttug vera, geti framkvæmt hluti sem eru rökfræðilega ómögulegir og hvort hugmyndin um almáttugan Guð feli í sér mótsögn. Þverstæðan er þessi: Hugsum okkur að Guð sé almáttugur.Þá hlýtur hann að geta lyft...

category-iconSálfræði

Hver var Gustav Fechner og hvert var framlag hans til tilraunasálfræði?

Gustav Theodore Fechner (1801-1887) var þýskur tilraunasálfræðingur, sem lagði grunninn að sáleðlisfræði, vísindagrein þeirri sem fæst við að ráða í tengsl áreitis og þeirrar skynhrifa sem þau vekja, og magnbinda þessi tengsl. Það er öllum ljóst að þegar kveikt er á vaxkerti í myrkvuðu herbergi sjáum við mikin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju tala börn ekki þegar þau fæðast?

Börn tala ekki við fæðingu af því að það er ekki meðfæddur eiginleiki að kunna tungumál. Við þurfum að læra að tala en við þurfum ekki að læra að anda. Að draga andann er meðfæddur eiginleiki. Hitt er annað mál að það að læra tungumál virðist vera manninum áskapað. Rannsóknir hafa sýnt að í vinstra heilahveli...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig hljómar strengjakenningin og hver er hin sennilegasta minnsta eining?

Strengjafræði sameinar lýsingu á öllum þekktum öreindum og víxlverkunum náttúrunnar í einni kenningu. Hún er ennþá á rannsóknastigi og gæti átt eftir að víkja fyrir öðrum betri kenningum í framtíðinni, en sem stendur eru miklar vonir bundnar við hana sem sameiningarkenningu öreindafræðinnar. Strengjafræðin byggir ...

Fleiri niðurstöður