Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Til að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að átta sig fyrst á líffæragerð ánamaðka (oligochaeta). Kjafturinn á ánamöðkum er staðsettur á framenda dýranna. Í munnholinu (e. buccal cavity) er líffæri sem þjónar svipuðum tilgangi og bragðlaukar okkar. Með þessu líffæri metur ánamaðkurinn hvort fæða sem hann rekst á er ætileg eða ekki.
Þegar hann hefur fundið eitthvað sem honum líkar notar hann kokið til að sjúga upp fæðuögnina. Fæðan berst síðan eftir vélindanu í sarpinn þar sem meltingin hefst. Úr sarpinum fer fæðan eftir göngum í fóarnið sem þjónar svipuðu hlutverki og fóarn í fuglum; það mylur fæðuna. Oft gleypa ánamaðkar sandkorn sem hjálpar þeim að mylja fæðu í fóarninu og kemur í stað tanna sem þá skortir.
En hvað er það sem ánamaðkar éta? Eins og allir vita þá lifa þeir í jarðveginum og þar nærast þeir á rotnandi plöntuleifum og öðrum lífrænum leifum sem eru tiltölulega algengar í frjósömum jarðvegi. Ánamaðkar gegn mikilvægu hlutverki í hringrás náttúrunnar því þeir flýta mjög fyrir niðurbroti lífrænna leifa í jarðveginum.