Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 79 svör fundust
Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?
María mey, einnig kölluð María guðsmóðir, var eftir því sem fram kemur í Lúkasar- og Matteusarguðspjöllum Nýja testamentisins móðir Jesú frá Nasaret, sem samkvæmt kristinni trú er sonur Guðs og sá messías sem Gamla testamentið spáði fyrir um að myndi frelsa mannkynið. Í Biblíunni kemur hvergi fram nákvæmlega hv...
Hvað var Danakonungur gamall árið 1944 og átti hann systkini?
Öll spurningin hljóðaði svona: Átti Danakonungur (Kristján tíundi) systkini? Hvað var hann gamall árið 1944 og hvernig leit hann út? Þegar Ísland fékk sjálfstæði 1944 sat Kristján 10. á valdastóli í Danmörku. Hann var fæddur 26. september 1870 og var því 74 ára þegar Íslendingar sögðu endanlega skilið við D...
Hver var Bertrand Russell og hvert var framlag hans til fræða og vísinda?
Bertrand Russell (1872–1970) var breskur heimspekingur, rökfræðingur og stærðfræðingur, og einn af frumkvöðlum rökgreiningarheimspekinnar ásamt Gottlob Frege, Ludwig Wittgenstein, G.E. Moore og fleirum. Á langri og viðburðaríkri ævi setti Russell fram gífurlega áhrifamiklar kenningar í rökfræði, málspeki, þekkinga...
Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?
Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Lo...
Hver var Alfred Kinsey og hvert var hans framlag til fræðanna?
Alfred C. Kinsey (1894-1956) var líffræðingur sem er þekktastur fyrir áhrif rannsókna sinna á þróun kynfræða og á viðhorf almennings til kynlífs og kynhegðunar. Hann útskrifaðist með BS-próf frá Bowdoin College í Maine í Bandaríkjunum og tók síðan doktorspróf í líffræði frá Harvard-háskóla árið 1920. Hann var alla...
Voru einhver fræg kventónskáld á 19. öld?
Það ævagamla sjónarmið var sem fyrr ríkjandi á 19. öld að hljóðfæraleikur væri konum til prýði svo framarlega sem þær iðkuðu slíka list einungis innan veggja heimilisins. Fordómar feðraveldisins gerðu flestum konum ókleift að hafa hljóðfæraleik að lífsstarfi og enn minni trú höfðu menn á getu þeirra til að stunda ...
Hvað er sjaría eða sjaríalög?
Sjaría er lagakerfi íslam. Þetta viðamikla kerfi er samansett úr Kóraninum, helgibók múslima og Súnna, ritsafni sem inniheldur fordæmi og túlkun Múhameðs, helsta spámanns íslam sem uppi var á 7. öld. Til viðbótar eru svo túlkunanir og útleggingar síðari tíma manna sem hefur verið safnað saman í fjóra víðamikla lag...
Hver var Francis Galton?
Ekkert virtist vera óviðkomandi hinum breska landkönnuði og fjölfræðingi Frances Galton (1822-1911). Hann fékkst við ótal ólík fræðasvið, þar á meðal tölfræði, aðferðafræði, sálfræði, mannfræði, læknisfræði, veðurfræði, erfðarannsóknir og jafnvel kynbótafræði manna. Frances Galton (1822-1911). Galton var sonur ...
Úr hverju er varalitur búinn til?
Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...
Hver er munurinn á bandaríska Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum?
Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi ráðandi. Það þýðir þó ekki að einungis tveir stjórnmálaflokkar starfi í Bandaríkjunum. Fremur er það svo að stjórnmálakerfið, sem byggir á einmenningskjördæmum, býður upp á það að tveir stærstu flokkarnir verði nær allsráðandi. Þannig sitja langflestir þingmenn í f...
Getur verið að Íslendingar hafi ruglast á orðunum sæng og dýna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nú segja Íslendingar sæng og dýna meðan Danir segja seng og dyne (seng þýðir þá rúm) og dyne þýðir sæng. Það hefur mikið verið rætt á okkar heimili sem er íslenskt og danskt, hvort sé upprunalega rétt. Það er hvort rugluðumst við Íslendingar eða Danir á merkingu eða ...
Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað - en jú, hugsanlega er það siðlaust vegna þess að það eykur líkur á erfðagöllum hjá börnunum. Eftir því sem skyldleiki milli foreldra eykst því líklegra er að börnin líði fyrir skyldleikann. Hins vegar er breytilegt hvernig þessi áhrif verða en þó ljóst að þau geta verið mjög...
Hver var Charles Darwin?
Charles Robert Darwin fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury, Englandi. Hann er ætíð kenndur við náttúrufræði, en þekktastur er hann fyrir kenningu um þróun lífs á jörðu, sem á Íslandi er ávallt kölluð þróunarkenningin, en einnig tíðkast að kalla hana Darwinisma. Kjarnann í kenningunni setti hann fram í bókinni...
Hvað var vistarbandið?
Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...
Hvaða klaustur voru á Íslandi á miðöldum?
Í kaþólskum sið voru níu klaustur starfrækt hér á landi, tvö fyrir nunnur og sjö fyrir munka. Nunnuklaustrin voru Kirkjubæjarklaustur í Skaftafellssýslu, stofnað 1186 af Þorláki helga Skálholtsbiskupi, og Reynistaðarklaustur í Skagafirði, stofnað 1295 af Jörundi Hólabiskupi og hefðarkonunni Hallberu Þorsteinsdóttu...