Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 108 svör fundust
Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...
Hver er uppruni íslenska spaðafaldsins eða skauts í íslenska faldbúningnum?
Spaðafaldurinn er frá seinni hluta 18. aldar. Á vef Þjóðbúningaráðs er honum lýst svona: Hann var úr hvítu lérefti sem var nælt með títuprjónum yfir pappa eða vír. Spaðinn var breiðastur fremst og mjókkaði aftur og niður í faldfótinn sem var festur við litla lérefts- eða prjónahúfu. Utan um faldfótinn og húfuna va...
Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir?
Áður en ráðist er til atlögu við spurninguna hvers vegna sumir strákar séu kvenlegri en aðrir er mikilvægt að skilgreina við hvað er átt þegar talað er um kvenleika og karlmennsku. Erum við að tala um líkamleg einkenni, vöðvamassa, líkamsburði og andlitsfall, eða snýst spurningin um þætti sem lúta að persónuleika ...
Hvernig er best að vísa í efni á Veraldarvefnum?
Reglur og hefðir um tilvitnanir í efni á Veraldarvefnum hafa verið í mótun. Þegar vísað er frá efni á vefnum í aðra staði á honum er það að sjálfsögðu gert með tenglum eins og notendur vefsins þekkja; engin önnur aðferð er fljótvirkari eða þægilegri fyrir notandann. En hins vegar er það almenn kurteisi að hafa kri...
Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi?
Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á því að gefa út gjaldmiðil Íslands. Í lok nóvembermánaðar 2003 var samanlagt verðgildi peninga í umferð tæplega 10 milljarðar króna. Þar af var um 8½ milljarður í seðlum og 1½ milljarður í mynt. Fjöldi seðla í umferð var um 6,9 milljónir, þar af voru 2,3 milljónir af 10, 50 og ...
Hvað er útvarpssjónauki og hvernig er hann notaður?
Á fjórða áratug tuttugustu aldar uppgötvaði bandaríski eðlisfræðingurinn Karl Jansky fyrir slysni að útvarpsbylgjur berast utan úr himingeimnum. Hluti útvarpsbylgnanna hafa sömu tíðni og ýmsar útvarpsstöðvar en þær eru daufar og að sjálfsögðu er þar ekkert að heyra annað en snark og suð. Til þess að geta numið útv...
Hvenær var steinsteypa fyrst notuð í byggingar á Íslandi?
Við stækkun dómkirkjunnar í Reykjavík á árunum 1847-8 er sement notað í múrhúðun kirkjunnar. Er það í fyrsta sinn sem sement er notað hér á landi svo að vitað sé. Sement er ekki notað aftur fyrr en við byggingu Dóm- og hegningarhússins 1871. Eftir þetta fara að birtast greinar í tímaritum um möguleika steinsteypu ...
Hvaða rannsóknir hefur Anna Kristín Sigurðardóttir stundað?
Anna Kristín Sigurðardóttir er prófessor í menntastjórnun við Deild kennslu- og menntunarfræða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntastjórnun og matsfræði. Rannsóknir hennar beinast einkum að menntaumbótum í skólum og menntakerfum. Viðfangsefni hennar í rannsóknum beinast að þró...
Getið þið sagt mér sögu Volkswagen Bjöllunnar?
Saga Volkswagen Bjöllunnar er einnig saga þýska hugvitsmannsins og hönnuðarins Ferdinands Porsche (1875-1951). Þótt margir hafi vitaskuld lagt hönd á plóg í þróun þessa víðfræga farartækis var Porsche hugmyndasmiðurinn og frumkvöðullinn að gerð þess. Porsche fæddist í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands, hlaut m...
Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?
Það er líkt með íslensku lopapeysunni og mörgum öðrum alþýðuhefðum, hún á sér ekki tiltekinn höfund eða sögulegan upphafspunkt. Rannsóknir (Elsa E. Guðjónsson, 1985; Soffía Valdimarsdóttir, 2009) benda þó til að á fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lopan[1] tekið á sig þá mynd sem í daglegu tali er kölluð íslensk...
Af hverju er oft sagt að Rómverjar hafi unnið ýmis verkfræðiafrek?
Svarið er einfalt, það er vegna þess að mörg af mannvirkjum þeirra geta vart talist annað en verkfræðiafrek, ekki síst þegar haft er í huga að Rómverjar bjuggu ekki yfir sömu tækni og við: engir byggingarkranar, engar jarðýtur eða aðrar vinnuvélar og þar fram eftir götunum. Samt gátu þeir reist stórfengleg mannvir...
Hvaða tilgangi þjóna fallhlífar í þyngdarleysi eins og þegar lent er á Mars?
Fallhlífar um borð í geimförum sem lenda á Mars gegna því veigamikla hlutverki að draga úr hraða geimfarsins þegar það kemur inn til lendingar. Fallhlífin er ekki notuð í þyngdarleysinu úti í geimnum, heldur stuttu eftir að geimfarið kemur inn í lofthjúp plánetunnar, en þar er ekki þyngdarleysi. Lesendur Vísin...
Er eitthvað að marka áhugasviðspróf?
"Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?" Flestir, ef ekki allir, hafa einhvern tímann fengið þessa spurningu en oft vefst svarið fyrir fólki. Áhugasviðspróf eru gerð til þess að hjálpa fólki að svara þessari mjög svo mikilvægu spurningu. Þau eru notað víða, sérstaklega hjá námsráðgjöfum grunnskóla, framhal...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur H. Wallevik rannsakað?
Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður Rannsóknastofu byggingariðnaðarins (Rb) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur meðal annars lagt stund á rannsóknir og þróun á steinsteypu um langt skeið (í félagi við nemendur sína og innlenda og erlenda vísindamenn), einkum þó seigjufr...
Hvað hefur vísindamaðurinn Már Másson rannsakað?
Már Másson er prófessor í lyfjaefnafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Már stýrir rannsóknarhópi á sviði sem kallast nanólæknisfræði (e. nanomedicine) en það miðar að því að nýta nanótækni í lækningum og lyfjaþróun. Megináhersla þessa sviðs vísinda er að hanna og smíða örsmá tæki, efni, efnisagnir og efnisy...