Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Anna Kristín Sigurðardóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Anna Kristín Sigurðardóttir er prófessor í menntastjórnun við Deild kennslu- og menntunarfræða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntastjórnun og matsfræði. Rannsóknir hennar beinast einkum að menntaumbótum í skólum og menntakerfum.

Viðfangsefni hennar í rannsóknum beinast að þróun skólastarfs í víðum skilningi, svo sem faglegu námssamfélagi, skóla án aðgreiningar, hlutverki leiðtogans, þekkingarsamstarfi háskóla og vettvangs, nýtingar á manngerðu umhverfi skólanna og þróun heilla menntakerfa. Fjölmargir samverkandi þættir hafa áhrif á gæði skóla og menntakerfa og þessir þættir spila saman með ólíkum hætti á hverjum stað. Rannsóknir Önnu Kristínar beinast meðal annars að því að skilja þetta samspil og vonandi þróa líkan sem getur stutt skóla og sveitarfélög við að fóta sig í flókinni veröld menntaumbóta.

Viðfangsefni Önnu í rannsóknum beinast að þróun skólastarfs í víðum skilningi, svo sem faglegu námssamfélagi, skóla án aðgreiningar, hlutverki leiðtogans, þekkingarsamstarfi háskóla og vettvangs, nýtingar á manngerðu umhverfi skólanna og þróun heilla menntakerfa.

Nú er að ljúka tveggja ára rannsóknar- og þróunarverkefni sem unnið er í samstarfi þriggja grunnskóla og rannsakenda á Menntavísindasviði undir heitinu Að bera meira úr býtum. Víðtækt samstarf, samvirkni og heiltæk nálgun er grundvallaratriði eigi árangur að nást. Eitt af því sem hefur áhrif á starfshætti í skólum er hið manngerða umhverfi skólanna, svo sem húsnæði og búnaður. Á Íslandi hefur verið horfið frá hinu hefðbundna fyrirkomulagi í hönnun skólahúsnæðis þar sem skólastofum af sömu stærð og gerð er raðað meðfram gangi. Skólabyggingar sem reistar hafa verið á 21. öldinni eru hannaðar fyrir nútímalega kennsluhætti, þær eru opnari, fjölbreyttari og sveigjanlegri. Anna Kristín hefur unnið að því að varpa ljósi á þær hugmyndafræðilegu áherslur sem liggja að baki breytingunum og áhrifum þeirra á nám og kennslu. Hún er einn af stofnendum samstarfsnets fræðimanna í Evrópu um þetta viðfangsefni sem kallar sig DRAPES.

Anna Kristín hefur tekið þátt í fjölmörgum innlendum og erlendum samstarfsrannsóknum, meðal annars Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar, um þekkingarsamstarf háskóla, starfsvettvangs og stefnumótunaraðila EIPPIE (Evidence informed policy and practice in Europe) og norrænum öndvegissetrum réttlæti í menntun, JUSTED (Justice through education), og er nú þátttakandi í öndvegissetri um gæði kennslu á Norðurlöndum, QUINT (Quality in Nordic teaching).

Anna Kristín lauk kennaraprófi til B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1981 og M.Ed.-gráðu í sérkennslufræðum frá sama skóla 1996. Doktorsprófi lauk hún frá Háskólanum í Exeter 2006 þar sem hún rannsakaði tengsl faglegs lærdómssamfélags við árangursríkt skólastarf. Anna Kristín hefur starfað við Háskóla íslands frá 2008 og var meðal annars deildarforseti Kennaradeildar í fimm ár. Þar áður starfaði hún sem stjórnandi og ráðgjafi á Menntasviði Reykjavíkurborgar og á Fræðsluskrifstofu Suðurlands. En starfsferil sinn hóf hún sem almennur kennari og sérkennari á Selfossi. Hún hefur auk þess tekið þátt í fjölmörgum verkefnum, starfshópum og stjórnum sem tengjast menntun og skólastarfi.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

10.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Anna Kristín Sigurðardóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76557.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 10. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Anna Kristín Sigurðardóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76557

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Anna Kristín Sigurðardóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76557>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Anna Kristín Sigurðardóttir stundað?
Anna Kristín Sigurðardóttir er prófessor í menntastjórnun við Deild kennslu- og menntunarfræða á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntastjórnun og matsfræði. Rannsóknir hennar beinast einkum að menntaumbótum í skólum og menntakerfum.

Viðfangsefni hennar í rannsóknum beinast að þróun skólastarfs í víðum skilningi, svo sem faglegu námssamfélagi, skóla án aðgreiningar, hlutverki leiðtogans, þekkingarsamstarfi háskóla og vettvangs, nýtingar á manngerðu umhverfi skólanna og þróun heilla menntakerfa. Fjölmargir samverkandi þættir hafa áhrif á gæði skóla og menntakerfa og þessir þættir spila saman með ólíkum hætti á hverjum stað. Rannsóknir Önnu Kristínar beinast meðal annars að því að skilja þetta samspil og vonandi þróa líkan sem getur stutt skóla og sveitarfélög við að fóta sig í flókinni veröld menntaumbóta.

Viðfangsefni Önnu í rannsóknum beinast að þróun skólastarfs í víðum skilningi, svo sem faglegu námssamfélagi, skóla án aðgreiningar, hlutverki leiðtogans, þekkingarsamstarfi háskóla og vettvangs, nýtingar á manngerðu umhverfi skólanna og þróun heilla menntakerfa.

Nú er að ljúka tveggja ára rannsóknar- og þróunarverkefni sem unnið er í samstarfi þriggja grunnskóla og rannsakenda á Menntavísindasviði undir heitinu Að bera meira úr býtum. Víðtækt samstarf, samvirkni og heiltæk nálgun er grundvallaratriði eigi árangur að nást. Eitt af því sem hefur áhrif á starfshætti í skólum er hið manngerða umhverfi skólanna, svo sem húsnæði og búnaður. Á Íslandi hefur verið horfið frá hinu hefðbundna fyrirkomulagi í hönnun skólahúsnæðis þar sem skólastofum af sömu stærð og gerð er raðað meðfram gangi. Skólabyggingar sem reistar hafa verið á 21. öldinni eru hannaðar fyrir nútímalega kennsluhætti, þær eru opnari, fjölbreyttari og sveigjanlegri. Anna Kristín hefur unnið að því að varpa ljósi á þær hugmyndafræðilegu áherslur sem liggja að baki breytingunum og áhrifum þeirra á nám og kennslu. Hún er einn af stofnendum samstarfsnets fræðimanna í Evrópu um þetta viðfangsefni sem kallar sig DRAPES.

Anna Kristín hefur tekið þátt í fjölmörgum innlendum og erlendum samstarfsrannsóknum, meðal annars Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar, um þekkingarsamstarf háskóla, starfsvettvangs og stefnumótunaraðila EIPPIE (Evidence informed policy and practice in Europe) og norrænum öndvegissetrum réttlæti í menntun, JUSTED (Justice through education), og er nú þátttakandi í öndvegissetri um gæði kennslu á Norðurlöndum, QUINT (Quality in Nordic teaching).

Anna Kristín lauk kennaraprófi til B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1981 og M.Ed.-gráðu í sérkennslufræðum frá sama skóla 1996. Doktorsprófi lauk hún frá Háskólanum í Exeter 2006 þar sem hún rannsakaði tengsl faglegs lærdómssamfélags við árangursríkt skólastarf. Anna Kristín hefur starfað við Háskóla íslands frá 2008 og var meðal annars deildarforseti Kennaradeildar í fimm ár. Þar áður starfaði hún sem stjórnandi og ráðgjafi á Menntasviði Reykjavíkurborgar og á Fræðsluskrifstofu Suðurlands. En starfsferil sinn hóf hún sem almennur kennari og sérkennari á Selfossi. Hún hefur auk þess tekið þátt í fjölmörgum verkefnum, starfshópum og stjórnum sem tengjast menntun og skólastarfi.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...