Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 64 svör fundust

category-iconTölvunarfræði

Hvernig er best að geyma stafræn gögn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað endast tölvugögn lengst með núverandi tækni, svo sem á harðdiskum, minnislyklum og geisladiskum? Ef trúa má "Gróu á Neti" er hámarkstími um 30 ár. Varla viðunandi fyrir einstaklinga, hvað þá bóka- og skjalasöfn. En hvaða úrræði standa þá helzt til boða? Þetta er s...

category-iconVísindi almennt

Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?

Orðið eða hugtakið kalíber sem slíkt er ekki mælikvarði á neitt en er gjarna notað um hlaupvídd skotvopna. Þannig getur kalíber skotvopns verið ákveðinn millimetrafjöldi eða tommubrot eftir því sem á við í hverju tilviki. Hlaup á byssu er einfaldlega rör úr stáli og er sá hluti byssunnar sem kúlan fer út um. Hl...

category-iconHagfræði

Hvað greiðir ríkissjóður mikið á ári til landbúnaðar á Íslandi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað greiðir ríkissjóður árlega mikið í formi beinna og óbeinna styrkja til landbúnaðar á Íslandi? Í aðdraganda og kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar óttuðust stjórnvöld víða um heim að standa frammi fyrir matarskorti. Tollar á landbúnaðarafurðir voru hækkaðir í þeirri v...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er hagstætt fyrir sundmenn að synda í kafi og nota jafnvel ekki handleggina til að knýja sig áfram?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Sundmenn ferðast hraðar undir yfirborði vatns er þeir hreyfa fótleggi sína (eingöngu), líkt og sporður fisks, heldur en þegar þeir synda notandi bæði hendur og fótleggi. Þegar menn synda, þá geta þeir myndað meiri kraft með bæði höndum og fótum. Er mótstaðan eða núningskrafturi...

category-iconUmhverfismál

Hve stórar virkjanir þyrftum við til að keyra bílaflotann okkar þegar bensínið er orðið of dýrt?

Bílum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu áratugi og í árslok 2000 var fjöldi þeirra um 180.000. Þar af voru fólksbílar 89%, sendibílar tæplega 7% og vöruflutningabílar rúmlega 4%. Þá voru fólksbílar 561 á hverja þúsund íbúa sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Í Bandaríkjunum eru þó hlutfallslega fleiri...

category-iconVísindi almennt

Úr hverju er varalitur búinn til?

Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...

category-iconUmhverfismál

Er það satt að plasteyjur, miklu stærri en Ísland, fljóti um heimshöfin?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona: Hvað getið þið sagt mér um ruslaeyjur Kyrrahafsins? Hvað getið þið sagt mér um plasteyjuna í Kyrrahafinu? Er hún til og er hún 14 sinnum stærri en Ísland? Það er satt að svokallaðar „plasteyjur“ fljóti um heimshöfin. Reyndar er ekki um að ræða eyjur í orðsins fyllst...

category-iconNæringarfræði

Hver borðaði fyrsta ísinn í heimi?

Ekki er hægt að svara þessari spurningu með því að benda á einhvern tiltekinn einstakling og segja að hann hafi óumdeilanlega verið fyrstur allra til að borða ís. Svarið fer líka eftir því hvernig við skilgreinum orðið ís. Flestir nota orðið um frystan mat úr mjólkurvörum (eða jurtafeiti) með sykri og bragðefnum í...

category-iconNæringarfræði

Er vitað hvaða efni finnast í drykknum Coca-Cola?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hver er uppskriftin af Coca-Cola? Hver er efnablanda Coca-Cola? Hvað er þetta efni E338 sem er í Coca-Cola með sykri og hvað gerir það? Það er enginn vandi að tilgreina hver helstu innihaldsefni í drykknum Coca-Cola eru, enda koma þau flest fyrir á innihaldslýsingu á umbúðu...

category-iconNæringarfræði

Hvað er karrí?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað er karrí? Ég veit að gult karrí er kryddblanda en hvað með rautt og grænt karrí. Er til „karríplanta“? Eins og kunnugt er einkennist indversk matargerðarlist af bragðmiklum mat sem velt hefur verið upp úr ríkulegri kryddblöndu. Um er að ræða sósu úr jógúrti eða kókos...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvort er íslenskt vatn hart eða mjúkt og hvert er sýrustig þess?

Íslenskt drykkjarvatn er með því besta sem gerist í heiminum. Það er yfirleitt efnasnautt og ekki er þörf fyrir að bæta það með hreinsiefnum. Þannig er það með vatnið á höfuðborgarsvæðinu sem sótt er í borholur Gvendarbrunna í Heiðmörk. Við þurfum að hafa í huga að kalda vatnið er okkar dýrmætasta auðlind sem við...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp úrið?

Frá örófi alda hafa menn notað ýmis tæki til að mæla tímann, til dæmis sólsprota, vatnsklukkur og stundaglös. Á nýöld komu svonefndar pendúlklukkur til sögunnar, en í þeim telur klukkan sveiflur pendúls. Þessar klukkur voru ekki mjög meðfærilegar og hin eiginlegu úr urðu fyrst til þegar fjöður og sveifluhjól komu ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er vísindafólk að þróa nýjar og afkastameiri leiðir til að skima eftir veirunni sem veldur COVID-19?

Kjarnsýruprófin sem nú eru notuð til að greina veirusmit eru býsna áreiðanleg, eins og hægt er að lesa nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi? Þau eru einnig gífurlega næm og geta numið veiruna í sýnum sem hafa aðeins þúsund eintök eða...

category-iconHagfræði

Hvers vegna eru fríhafnir til?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum: Af hverju eru tollfrjáls svæði á flugvöllum? Eru til fleiri dæmi um tollfrjáls svæði? Hlutverk skattheimtu og tollheimtu er öðrum þræði að standa straum af kostnaði við rekstur almannagæða, en almannagæði eru þau gæði kölluð sem eru of kostnaðarsöm eða óframkvæmanl...

category-iconHeimspeki

Hverjar eru hugmyndir Platons um eðli og hlutverk karla og kvenna?

Þegar haft er í huga að heimspeki vestrænnar menningar hefur verið sögð lítið annað en “neðanmálsgreinar við heimspeki Platons” (A. N. Whitehead) er ekki að undra að hugmyndir Platons um kynin hafi í ríkum mæli mótað skilning okkar á hlutverkum kynjanna. Í heimspeki Platons er að finna tvíhyggju hins karllega og h...

Fleiri niðurstöður