Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 129 svör fundust
Hvernig aðlöguðust spendýr lífi í sjó og af hverju?
Fræðimenn hafa lengi velt því fyrir sér hverjir hafi verið áar hvala á landi fyrir tugum milljóna ára. Með hjálp steingervingarannsókna eru þeir orðnir nokkuð sammála um að forfeður nútímahvala hafi verið hópur útdauðra spendýra sem heita Mesonychids á fræðimáli. Við vitum til þess að þessi hópur hafi verið ne...
Eru brjóst kynfæri eða eru þau bara til að gefa börnum mjólk?
Út frá líffræðilegu sjónarmiði er megin tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmi þó þróun brjósta geti átt sér fleiri skýringar eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Orðið kynfæri er aftur á móti samheiti fyrir æxlunarfæri eða getnaðarfæri samkvæmt Íslenskri orðabók (2002). Brjóst eru því ekki hluti...
Hver er uppruni kattardýra og hvernig er talið að elsta rándýrið líti út?
Í dag eru þekktar 41 tegund kattardýra og telja vísindamenn að þær séu allar komnar af sameiginlegum forföður sem var uppi fyrir rúmum 10 milljón árum síðan. Þessi forfaðir núlifandi kattardýra kom upphaflega frá Asíu og dreifðist þaðan til allra meginlanda nema Ástralíu og Suðurskautslandsins. Nýlegar rannsóknir ...
Geta áunnir eiginleikar erfst milli kynslóða?
Í stuttu máli er svarið nei. Áunnir eiginleikar vísa til eiginleika sem mótast við þjálfun og þroskun einstaklingsins, líkt og hreysti og vaxtarlag vegna líkamsræktar og mataræðis eða vegna menntunar og reynslu. Til dæmis erfist tungumálakunnátta ekki frá foreldrum til barna. Þótt umhverfisáhrif geti mótað samspil...
Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?
Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem ko...
Hvernig urðu apar til?
Apar eins og við þekkjum þá í dag urðu til með þróun sem staðið hefur yfir í mjög langan tíma. Talið er að fyrstu prímatarnir hafi komið fram á sjónarsviðið á miðju Paleósen-tímabilinu fyrir um 60 milljónum ára. Þessir forfeður apa nútímans líktust frekar íkornum en öpum því þeir voru mjög litlir og hegðuðu sér...
Af hverju hafa hundar klær?
Þótt heimilishundurinn sjáist ekki mikið beita klónum þá hafa þær örugglega verið mjög mikilvægar fyrir tegundina fyrr á tímum. Eitt af einkennum rándýra og annarra dýra sem stunda ránlífi eru klær. Þær komu fram tiltölulega snemma í þróunarsögu dýra, til að mynda höfðu frumstæð skriðdýr sem voru forfeður risa...
Hversu skyldir eru hundar og kettir?
Það má segja réttilega að hundar og kettir séu fjarskyldir ættingar, enda báðar tegundir innan ættbálks rándýra (Carnivora). Til að átta okkur á skyldleika þeirra þurfum við að fara aftur í jarðsögunni um 60 milljón ár, það er til tíma áður en eiginleg rándýr komu til sögunnar. Eftir að risaeðlur dóu út varð mi...
Í tímaritinu Lifandi vísindum er stundum talað um Neanderdalsmenn og stundum Neandertalsmenn, hvor rithátturinn er réttur?
Sú tegund manna sem yfirleitt er nefnd Homo neanderthalensis heitir fullu nafni á fræðimáli Homo sapiens neanderthalensis. Á íslensku er rétt að skrifa neanderdalsmenn. Hefð er fyrir því að rita dýra- og plöntunöfn sem mynduð eru með sérnafni með litlum upphafsstaf, samanber til dæmis grænlandshákarl og baldurs...
Hver var fyrsta plantan á Íslandi?
Neðarlega í fjöllum á ystu nesjum Vestfjarða hafa fundist trjábolaför sem eru elstu menjar um gróður á Íslandi eins og landið lítur út í dag. Þannig för hafa til dæmis fundist í Lónafirði í Jökulfjörðum. Ekki hefur tekist að greina förin til tegunda og trúlega reynist það erfitt, en mjög líklega eru þau eftir einh...
Er vitað um foreldra Kveld-Úlfs?
Í þessu svari verður notaður rithátturinn Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur á nöfnum lykilpersónanna tveggja, eins og gert er í Egils sögu og Landnámabók. Að rita nöfn þeirra í einu orði þekkist þó víða í íslenskum textum, Kveldúlfur og Skallagrímur, og gagnlegt er að hafa báðar útgáfurnar í huga þegar leitað er upplýs...
Eru emúar og strútar skyldir?
Hér er einnig leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Ástralskir fuglar sem kallast Emú og eru líkir Strútum, eru þessir fuglar skildir? ef já, hvernig? ef ekki hver er munurinn á þeim? Hvar lifa strútar og á hverju lifa þeir? (Arngrímur Jónsson) Argentískir fuglar sem kallast Rhea, líta út eins og Strúta...
Eru Gyðingar á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu er ekki eins einfalt og ætla mætti. Það er engan veginn sjálfgefið að hægt sé að benda á Árna og segja: „Þú ert Gyðingur”, og benda síðan á Birnu og segja: „Þú ert ekki Gyðingur”. Sá sem gerir það gæti þurft að færa djúpstæð rök fyrir máli sínu auk þess sem Árni og Birna kynnu sjálf að...
Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er þróunin ennþá í gangi? Verða apar nútímans að mönnum framtíðar? Þróunin er ennþá í fullum gangi en hún felur ekki í sér að apar nútímans verði að mönnum framtíðar. Þróun hefur ekki fyrirframgefna stefnu, þannig að þótt að menn hafi þróast af öpum eða átt sameig...
Hvort kom á undan, eggið eða hænan?
Þessari spurningu getur spyrjandinn reynt að svara sjálfur með því að fara afturábak í tímann og skoða atburðarásina í huganum. Hvernig varð hænan til? Tiltekin hæna, sem við getum kallað litlu gulu hænuna, varð þannig til að sæðisfruma úr föður hennar og egg úr móður hennar runnu saman og mynduðu svokallað...