Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 631 svör fundust
Hver er upprunaleg merking orðtaksins „að falla eins og flís við rass” og af hverju er það dregið?
Orðatiltækið eitthvað fellur eins og flís við rass er ekki mjög gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi frá fyrri hluta 19. aldar úr málsháttasafni Guðmundar Jónssonar. Merking þess er 'eitthvað passar nákvæmlega, eitthvað er alveg mátulegt'. Jóni Friðjónssyni, sem rækilegast hefur skr...
Hvert er stærsta hagl sem hefur lent á jörðinni?
Oft er tilkynnt um atvik þar sem högl eru á stærð við sítrónur í verstu stormunum. Stærsta haglélið sem hefur fundist var 14,2 sentímetrar í þvermál og 45 sentímetrar í ummál! Það var samansett úr 20 minni höglum sem voru frosin saman. Haglið vó 758 grömm. Það féll í Coffeyville í Kansas í Bandaríkjunum 3. septemb...
Hvernig myndast hrím eða héla á yfirborði?
Yfirborðshrím myndast þegar hluti af vatnsgufunni í loftinu þéttist og hélar á yfirborði, það er ís myndast beint úr vatnsgufu. Yfirborðshrím getur myndast á til dæmis snjóþekju, ís, grasi, trjágreinum og bílum. Skilyrði fyrir ísmynduninni er að loftið sé rakt og að yfirborðshitinn sé lægri en daggarmark loftsi...
Af hverju leitar sturtutjaldið inn að miðju sturtunnar þegar ég er í sturtu?
Vatnsdroparnir frá sturtuhausnum falla með vaxandi hraða á leið sinni niður á botninn eins og lýst er í svari sama höfundar við spurningunni Þegar hellt er úr glasi eða skrúfað frá krana, af hverju mjókkar bunan er neðar dregur og svo brotnar hún upp? Droparnir í sturtunni falla ekki í samfelldri bunu eins og k...
Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?
Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína. Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en ...
Hvað er langt síðan einhver fórst í jarðskjálfta á Íslandi og hversu margir hafa dáið í jarðskjálftum hér á landi frá upphafi byggðar?
Það er rétt rúmlega ein öld síðan síðast varð dauðsfall á Íslandi í tengslum við jarðskjálfta. Norrænir landnámsmenn sem komu til Íslands fyrir meira en þúsund árum, hafa án efa upplifað meiri óróa og líf í jörðinni hér á landi en í fyrri heimkynnum sínum. Í gegnum aldirnar er þráfaldlega greint frá skjálftum þ...
Hafa loftsteinar fundist á Íslandi?
Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum sem kallast einu nafni geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum einasta degi skella milljónir steina á lofthjúpi jarðar. Þessir steinar eru þá nefndir loftsteinar (e. m...
Hver er uppruni sólkerfis okkar?
Sólkerfið okkar byrjaði að myndast fyrir tæpum fimm milljörðum ára, þegar geysistórt gas- og rykský tók að falla saman. Er þrýstingur jókst í skýinu myndaðist frumsól í miðju þess og í efnisdisk umhverfis hana mynduðust reikistjörnur sólkerfisins. Fjallað er í rækilegra máli um uppruna sólkerfisins og reikistja...
Af hverju kemst ljós ekki út úr svartholi?
Ljós kemst ekki burt frá svartholi af því að umhverfis svarthol er þyngdarkrafturinn svo mikill að ekkert sleppur þaðan. Svarthol myndast þegar kjarnar massamikilla stjarna falla saman. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn ógurlega þéttur og þá er allur massi stjörnunnar saman kominn á örlitlu svæði....
Hvers vegna er orðið þjóhnappur notað yfir rass?
Orðið þjó er notað um efsta hluta læris, lend, rass og hnappur er meðal annars notað um eitthvað kollótt og kúlulaga. Orðið þjóhnappur um 'rasskinn' þekkist þegar í fornu máli. Síðari liðurinn –hnappur lýsir nánar hvaða hluta lærisins átt er við, það er það kúpta, kúlulaga, rasskinnina. Hægt er að lesa meira um...
Hver er munurinn á kúptu og hvelfdu falli, það er að segja hvernig snúa þau?
Til þess að allir viti hvað um er rætt skulum við líta á skilgreininguna á kúptum og hvelfdum föllum. Látum I vera bil í rauntölunum og f vera fall frá I í rauntölurnar. Þá er f sagt vera kúpt ef um öll x og y í I gildir að \[f(tx+(1-t)y)\leq tf(x)+(1-t)f(y)\] fyrir öll t milli 0 og 1. Kúpt fall á bili ásamt pu...
Hvar er mesta snjóflóðahættusvæði á Íslandi?
Það er ekki til neitt eitt svar við spurningunni um hvar mesta snjóflóðahættusvæði landsins er. Til þess að hætta skapist af völdum snjóflóða þarf eitthvað eða einhver að verða á vegi flóðsins því flóð sem falla langt frá byggð og ferðalöngum valda ekki hættu. Á ýmsum svæðum á norðanverðum Vestfjörðum, miðnorðurla...
Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?
Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Margir kannast við að gleyma sér öðru hverju. Þetta gerist einna helst þegar fólk e...
Hvað er kol?
Kol er lífrænt efni sem myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Ferlið sem leiðir til myndunar kola gengur þannig fyrir sig að trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatn, verða vatnsósa og sökkva. Við það kemst súrefni andrúmsloftsins ekki lengur að plöntuleifunum en loftfælnir gerl...
Hvaða stafir eru í stafalogni?
Þegar talað er um stafalogn er alger vindleysa, ekki bærist hár á höfði. Orðið stafur hefur margs konar merkingu í íslensku en ein af þeim er ‘geisli, sólargeisli’. Þegar stafalogn er sjást oft ljósrákir á yfirborði vatns eða sjávar frá sólinni, það er stafir, geislastafir, þar sem lítil sem engin hreyfing er ...