Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 390 svör fundust
Voru jólasveinarnir einhvern tímann 9 talsins?
Nýjustu kannanir leiða í ljós að hér áður fyrr hafi verið til ýmsir hópar af jólasveinum hér og þar um landið og að fjöldi þeirra hafi verið mismunandi. Enginn þessara hópa náði hins vegar yfir allt landið. Alls hafa fundist yfir 80 jólasveinanöfn og fáeinar jólameyjar. Í fyrstu skipulegu þjóðfræðasöfnun hér á ...
Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?
Spurningin hljóðar svona í heild sinni:Hvað er femínismi og hvernig hefur sú stefna haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir? Hvað er femínískt sjónarhorn? Lesendum skal jafnframt bent á svar Þorgerðar Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum? ...
Hvernig vitið þið á Vísindavefnum svona mikið?
Á bak við Vísindavefinn er fjölmennur hópur vísindamanna úr ýmsum ólíkum fræðigreinum. Flestir þeirra tengjast Háskóla Íslands eða stofnunum sem eru í samstarfi við hann. Þetta er skýringin á því að Vísindavefurinn á að geta svarað spurningum á mörgum sviðum þekkingar og vísinda. Hins vegar er vert að geta þess...
Hvað geta hvalir orðið gamlir?
Hvalir eru síður en svo einsleitur hópur sjávarspendýra. Alls eru þekktar rúmlega 80 tegundir hvala og geta stærstu steypireyðar náð allt upp í 30 metra á lengd og vegið yfir 150 tonn en minnstu fljótahöfrungar verða vart lengri en 120 cm á lengd. Smæstu höfrungar ná venjulega ekki eins háum aldri og risarnir....
Telja einhverjir vísindamenn að til sé dýr sem er mörgum sinnum stærra en steypireyður?
Stærsta dýr jarðar er steypireyður (Balaenoptera musculus). Steypireyður getur orðið 150 tonn að þyngd og náð rúmlega 30 metra lengd. Það eru nær engar líkur á því að vísindamenn uppgötvi skyndilega nýja dýrategund á jörðinni sem er stærri en þessi risavaxni skíðishvalur. Ýmis rök styðja þá fullyrðingu. Í fyr...
Hverjir eru tartarar og hvar eru þeir núna?
Tatarar, einnig kallaðir tartarar, eru hópur fólks sem talar tungumál af tyrkneska málastofninum, en til þessa stofns má telja um 30 tungumál. Á síðari hluta 20. aldar voru tatarar yfir 10 milljónir. Þeir búa flestir í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Búlgaríu, Kína, Rúmeníu o...
Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...
Af hverju lifa fiskar í vatni?
Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhve...
Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra?
Alls eru til 35 fylkingar dýra samkvæmt núgildandi flokkunarfræði. Af þeim er aðeins ein fylking seildýra, en til hennar teljast hryggdýrin. Allar hinar fylkingarnar tilheyra hryggleysingjum. Samkvæmt núverandi mati eru tegundir hryggdýra í kringum 40 þúsund en fjöldi tegunda hryggleysingja er margfalt hærri, hle...
Hvað er eþos?
Gríska orðið eþos merkir siður eða venja eða karakter. Það var mikilvægt hugtak í mælskufræði Aristótelesar og er þaðan komið í bókmenntafræði nútímans. Í mælskufræði sinni gerir Aristóteles greinarmun á ólíkum tegundum sannana sem ræðumaðurinn getur notað til að styðja mál sitt og sannfæra áheyrendur. Annars v...
Hvað eru til margar tegundir af hestum?
Tegund er hópur lífvera sem eru eins í meginatriðum og geta átt saman frjó afkvæmi. Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea og tilheyra allir sömu tegundinni. Því er venjan að tala frekar um mismunandi hestakyn en hestategundir, rétt eins og talað er um hundakyn og kattakyn frekar en hunda- eða katta...
Af hverju er talað um að menn séu apar?
Það er ekki alveg ljóst við hvað spyrjandi á við. Stundum segjum við að einhver sé algjör api eða algjör asni og þá meinum við það ekki bókstaflega heldur eignum við viðkomandi eiginleika sem við teljum að tilheyri þessum dýrategundum. Svo gæti verið að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort menn og mannapar...
Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til? - Myndband
Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...
Hvað eru margir hafernir á Íslandi í dag og hvar eru þeir staðsettir?
Varpstofn hafarnarins (Haliaeetus albicilla) hér á landi er talinn 69 pör eða 138 fuglar. Sumarið 2012 komust 28 ungar á legg. Gróflega áætlað má gera ráð fyrir að hafernir á Íslandi séu um 250 talsins.Haförninn verður seint kynþroska eða á 5.-6. aldursári. Því má ætla að hér á landi sé nokkur fjöldi ókynþrosk...
Hver er munurinn á frumbjarga og ófrumbjarga lífverum?
Það er grundvallarmunur á frumbjarga (e. autotroph) og ófrumbjarga (e. heterotroph) lífverum. Frumbjarga lífverur geta sjálfar framleitt þau lífrænu efni sem þær þurfa. Þær þurfa aðeins orku frá sólinni, koltvíildi (CO2) og vatn sem er nauðsynlegt öllum lífverum. Plöntur sem stunda ljóstillífun eru dæmi um frumbja...