Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 157 svör fundust
Hvernig var kosningakerfi Grikkja til forna?
Til þess að útskýra kosningakerfi Forngrikkja verður að segja einnig lítið eitt um helstu stjórnmálastofnanir þeirra. Í flestum grískum borgum var aðalstjórnmálasamkundan þing sem kallaðist ekklesia. Þangað gátu allir frjálsir borgarar komið og greitt atkvæði en þátttakan takmarkaðist þó við karlmenn sem náð hö...
Hver er uppruni karlkynsnafnorðsins stallari, og hvar kennir þess stað nú til dags?
Orðið stallari er notað þegar í fornu máli. Átt var við einn af tignustu hirðmönnum konungs sem hafði meðal annars það hlutverk að tilkynna boðskap konungsins. Stallarinn var fulltrúi konungs gagnvart þjóðinni og sá um vígbúnað hans og manna hans. Orðið er talið tökuorð úr fornensku steallare sem aftur er fengið ú...
Hvers vegna eru bara tveir stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum?
Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi (e. two party system) þar sem tveir stórir flokkar bera höfuð og herðar yfir aðra flokka og skipta með sér völdum á öllum stigum stjórnkerfisins. Flokkarnir skiptast þá á að vera í meirihluta og minnihluta en aðrir flokkar komast lítið sem ekkert að. Í Bandaríkjunu...
Hvaða völd hefur forseti Bandaríkjanna?
Völd forseta Bandaríkjanna eru mikil, eins og nærri má láta. Bandaríkin eru á alla mælikvarða leiðandi afl í heiminum. Vegna hernaðar- og efnahagsstyrks hafa þau mikil áhrif innan alþjóðastofnana og því skiptir miklu máli hver situr í embætti forseta. Að sama skapi fer embætti Bandaríkjaforseta með mikil völd heim...
Hvernig getur faraldur eins og COVID-19 náð hámarki og dvínað svo án þess að hjarðónæmi hafi náðst?
Faraldrar smitsjúkdóma eru margslungnir og flóknir - það má með sanni segja að þeir séu jafn fjölbreyttir og sýklarnir sem valda þeim. Það gerir okkur um leið erfitt að spá fyrir um þróun þeirra, þó til séu aðferðir sem aðstoða okkur við slíkt, eins og lesa má um í svari við spurningunni Er hægt að reikna hvernig ...
Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?
Hér er fjölmörgum spurningum um D-vítamín svarað: Hvert er æskilegt magn D3-vítamíns í blóði? Hve mikið, I.U. eða AE, þarf meðalmaður að taka daglega af D-vítamíni - sé miðað við hávetur og miðað við að nánast ekkert fáist úr daglegri fæðu? Hvað þarf ófrísk kona og/eða kona með barn á brjósti að taka mikið af ...
Hvað getið þið sagt mér um Chibcha, frumbyggja Kólumbíu?
Chibcha-fólkið er einn af frumbyggjahópum Kólumbíu í Suður-Ameríku. Í sumum heimildum gengur fólkið undir nöfnunum Muisca eða Mosca en hér verður heitið Chibcha notað og þá umritað sem Síbsjar. Á máli Síbsjar-búa þýðir síbsjar 'höfðingi samfélagsins'. Fyrir tíma landvinninga Spánverja í Suður- og Mið Ameríku bj...
Er lögreglumönnum við umferðareftirlit heimilt að liggja í leyni?
Upphafleg spurning í heild var sem hér segir:Er lögreglumönnum við umferðareftirlit (radarmælingar) heimilt að "liggja í leyni" ljóslausir og jafnvel utan vega, eða jafnvel í hvarfi við útihús á bóndabæjum?Það er meginregla í löggæslustörfum hér á landi og hluti af forvarnarstarfi lögreglunnar að hún sé sýnileg í ...
Getur einstaklingur, sem er í öðru trúfélagi en þjóðkirkjunni, orðið forseti Íslands?
Um kjörgengi forseta á Íslandi segir í 4. grein stjórnarskrárinnar:Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu. Af þessu má draga þá ályktun að aðild að þjóðkirkjunni sé ekki skilyrði fyrir þann sem sækist eftir þessu æ...
Hver var fyrsta konan sem varð faraó í Egyptalandi til forna?
Hatshepsut var egypsk drottning sem var uppi á árunum 1507-1458 f.Kr. Hún tók við embætti faraós þegar eiginmaður hennar Tútmósis II. dó. Hún var ekki fyrsta konan til að stýra Egyptalandi en hún var fyrsta drottningin sem bar titilinn faraó. Konur sem ríktu yfir Egyptalandi á undan henni höfðu einungis gert það s...
Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun?
Bandaríkjaforseti hefur 400.000 dali í árslaun eða sem samsvarar um 29 milljónum íslenskra króna, þegar þetta er skrifað í mars 2004. Auk þess fylgja starfinu nokkur fríðindi, svo sem Hvíta húsið sem embættisbústaður, sumarbústaður í Camp David, einkaþota af stærstu gerð og brynvarinn Cadillac. Hvíta húsið er ...
Er starfandi hér á landi innra eftirlit sem fylgist með lögreglunni?
Innan lögreglunnar er kerfi sem vel mætti kalla innra eftirlit. Ef grunur vaknar um að lögreglumenn hafi brotið einhverjar þær reglur sem þeir eiga að fylgja í störfum sínum er það kannað sérstaklega. Ekki er þó um að ræða sérstaka stofnun sem sinnir eingöngu slíkum málum, líkt og til er sérstök efnahagsbrotadeild...
Hvaða tímatal notuðu menn fyrir Krists burð?
Ýmis tímatöl voru notuð áður en það tímatal sem nú er notað á Vesturlöndum og víðar var tekið upp. Raunar var ekki farið að miða við meint fæðingarár Jesú fyrr en á fyrri hluta 6. aldar. Það var Dionysius Exiguus sem gerði það árið 525 en hann vann þá að því að framlengja töflur yfir tímasetningu páskanna fyrir Jó...
Hvenær er rétt að nota orðið þáverandi og hvenær fyrrverandi?
Munur er á fyrrverandi og þáverandi. Fyrrverandi merkir ‘sem áður var’, til dæmis fyrrverandi ráðherra, fyrrverandi rektor, fyrrverandi prófessor, fyrrverandi leikhússtjóri, fyrrverandi fóstra, fyrrverandi kennari og svo framvegis. Þetta fólk gegndi ákveðnu embætti áður fyrr en ekki lengur, oft vegna aldurs, en þe...
Hvert er hlutverk Alþingis?
Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands hefur Alþingi eftirfarandi hlutverk: Alþingi fer með löggjafarvaldið, ásamt forseta Íslands (2. grein). Alþingi fer með fjárstjórnarvald (40. og 41. grein). Alþingi ræður skipun ríkisstjórnarinnar (1. grein). Alþingi veitir framkvæmdarvaldinu aðhald (39., 43. og 54. g...