Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni karlkynsnafnorðsins stallari, og hvar kennir þess stað nú til dags?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið stallari er notað þegar í fornu máli. Átt var við einn af tignustu hirðmönnum konungs sem hafði meðal annars það hlutverk að tilkynna boðskap konungsins. Stallarinn var fulltrúi konungs gagnvart þjóðinni og sá um vígbúnað hans og manna hans. Orðið er talið tökuorð úr fornensku steallare sem aftur er fengið úr latínu stabularius, eiginlega 'sá sem vaktar fénað, hestahirðir'.

Í seðlasafni Orðabókar Háskólans eru aðeins til heimildir sem vísa til þessarar fornu notkunar. Þess eru hins vegar dæmi að félög nú á dögum noti orðið fyrir ákveðið embætti í stjórn og hefur stallarinn þá til dæmis umsjón með fundasókn félagsmanna.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.7.2000

Spyrjandi

Jóhann Sigurjónsson

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni karlkynsnafnorðsins stallari, og hvar kennir þess stað nú til dags?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2000, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=665.

Guðrún Kvaran. (2000, 17. júlí). Hver er uppruni karlkynsnafnorðsins stallari, og hvar kennir þess stað nú til dags? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=665

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni karlkynsnafnorðsins stallari, og hvar kennir þess stað nú til dags?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2000. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=665>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni karlkynsnafnorðsins stallari, og hvar kennir þess stað nú til dags?
Orðið stallari er notað þegar í fornu máli. Átt var við einn af tignustu hirðmönnum konungs sem hafði meðal annars það hlutverk að tilkynna boðskap konungsins. Stallarinn var fulltrúi konungs gagnvart þjóðinni og sá um vígbúnað hans og manna hans. Orðið er talið tökuorð úr fornensku steallare sem aftur er fengið úr latínu stabularius, eiginlega 'sá sem vaktar fénað, hestahirðir'.

Í seðlasafni Orðabókar Háskólans eru aðeins til heimildir sem vísa til þessarar fornu notkunar. Þess eru hins vegar dæmi að félög nú á dögum noti orðið fyrir ákveðið embætti í stjórn og hefur stallarinn þá til dæmis umsjón með fundasókn félagsmanna....