Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 106 svör fundust
Hvernig ber að fara með persónulegar upplýsingar um börn í leik- og grunnskóla?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvernig ber að fara með og varðveita persónulegar upplýsingar um börn í leik- og grunnskóla? Má veita upplýsingar um börn (ólögráða einstaklinga) án vitneskju foreldra eða forráðamanna (t.d. milli skólastiga, til félagsmálayfirvalda, til ættingja eða utanaðkomandi sérfráðinga)...
Hverjir voru forfeður Trójumanna?
Trója hét öðru nafni Ilíonsborg eða Ilion og á eldra málstigi *Wilios. En það mun vera sama borgin og borgin Wilusa sem þekkt er úr hittitískum heimildum. Hittítaveldið var öflugt ríki í Litlu-Asíu frá 18. öld til 12. aldar f.Kr. Veldi þeirra náði yfir stærstan hluta Litlu-Asíu, norðvesturhluta Sýrlands og hluta a...
Hver var Caroline Herschel og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Caroline Lucretia Herschel (1750-1848) var breskur stjörnufræðingur. Hún er kunnust fyrir að uppgötva átta halastjörnur og dvergvetrabrautina M110 sem er fylgivetrarbraut Andrómeduþokunnar. Caroline var systir stjörnufræðingsins Williams Herschel (1738-1822) sem var tólf árum eldri en hún og er frægur fyrir að haf...
Hvert fer ljósið þegar ég slekk á peru?
Hér er einnig svarað spurningunni: Litli bróðir minn vildi fá að vita hvernig ljós kæmist út úr lokuðu herbergi þegar það er slökkt. Getið þið svarað? Hugtakið ógegnsæ efni er notað um efni sem hleypa ekki ljósi í gegnum sig. Þau eiga það sameiginlegt að gleypa sýnilegt ljós að hluta til og endurkasta afgangin...
Hvenær varð teiknimyndapersónan Stjáni blái til?
Stjáni blái er söguhetja í bandarískum myndasögum sem teiknarinn Elzie Crisler Segar (1894-1938) bjó upphaflega til. Stjáni blái sást fyrst á prenti 17. janúar 1929, í daglegum teiknimyndadálki blaðs á vegum útgáfufyrirtækisins King Features. Dálkurinn bar nafnið Thimble Theater eða Fingurbjargarleikhús. Þegar ...
Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spæn...
Hver var Alexander Fleming?
Hér er einnig svarað spurningu Bjarkar Bjarnadóttur Hver fann upp penisilínið, hvernig var það uppgötvað og hvenær var það fyrst notað?Sir Alexander Fleming (1881-1955) var breskur vísindamaður sem frægastur er fyrir uppgötvun sína á fyrsta sýklalyfinu, penisilíni. Hann fæddist nálægt bænum Darvel í Skotlandi á...
Eru til reglur um það hvenær nafnorð er kk., kvk. eða hk.? Fyrir útlending dugir ekki að bæta við greini.
Í íslensku hafa nafnorð nær alltaf fast kyn og sjaldnast er hægt að sjá af stofninum einum hvert kyn orðsins er. Aðeins fá dæmi eru þess að sama orðið sé til í fleiri en einu kyni. Það á þó til dæmis við um orð eins og hveiti og jógúrt, sem til eru bæði í hvorugkyni og kvenkyni, og regnskúr sem bæði er notað í kar...
Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?
Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...
Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?
Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Lo...
Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?
Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...
Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?
Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...
Voru einhver fræg kventónskáld á 19. öld?
Það ævagamla sjónarmið var sem fyrr ríkjandi á 19. öld að hljóðfæraleikur væri konum til prýði svo framarlega sem þær iðkuðu slíka list einungis innan veggja heimilisins. Fordómar feðraveldisins gerðu flestum konum ókleift að hafa hljóðfæraleik að lífsstarfi og enn minni trú höfðu menn á getu þeirra til að stunda ...
Hver var Nikolaas Tinbergen og hvaða rannsóknir stundaði hann á atferli dýra?
Niko Tinbergen (Nikolaas Tinbergen) fæddist í Haag í Hollandi þann 15. apríl 1907. Hann andaðist árið 1988. Hann var lítill námshestur sem barn en naut þess að vera í útiíþróttum, leika sér í fjörunni og að sulla í vatni. Tinbergen var með fiskabúr heima hjá sér og í menntaskóla sá hann um slík búr í skólanum. Þet...
Er vitað hvaða sjúkdómur hrjáði Jón þumlung?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um Jón þumlung og píslarsögu hans? Jón „þumlungur“ sem svo var oft nefndur hét Jón Magnússon og var um miðbik 17. aldar sóknarprestur að Eyri í Skutulsfirði, þar sem nú er Ísafjarðarbær. Séra Jón Magnússon er þekktastur fyrir að hafa orðið til þe...