Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 159 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er árásargjarnastur hunda?

Hundurinn (Canis familiaris) er vinsælasta gæludýr mannsins ásamt heimiliskettinum. Hundurinn er þó oft ekki aðeins gæludýr heldur gegnir hann öðrum hlutverkum í þágu mannsins, svo sem smölun, hjarðgæslu, ýmiss konar aðstoð við veiðar og sömuleiðis verndun og vörnum. Í rúm 12 þúsund ár hefur hann verið veiðifélagi...

category-iconLandafræði

Hver eru sjálfstjórnarhéruðin í Kína?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er Tíbet land? Sjálfstjórnarhéruðin (eða fylkin) í Kína eru alls fimm:Guangxi ZhuangzuInnri-Mongólía (Nei Monggol)Ningxia HuizuTíbet (Xizang)Xinjiang Uygur Kína skiptist í 33 stjórnunareiningar, sjálfstjórnarhéruðin fimm, 22 sýslur (sheng), fjórar borgarsýslur auk tveggja borga ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur það svipuð áhrif á ungviði mismunandi dýrategunda að alast upp án eldri einstaklinga sömu tegundar?

Þar sem reynsla og félagslegt uppeldi skiptir máli hjá fjölmörgum tegundum fugla og spendýra hefur það óneitanlega mikil áhrif á félagsmótun og jafnvel hæfni einstaklinga hvort þeir alast upp meðal eldri einstaklinga eða ekki. Það er þó erfitt að átta sig á hvort ungviði ólíkra dýrategunda verði fyrir svipuðum áhr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er manni stundum kalt þegar maður er með hita?

Í raun verður manni ekki kalt þegar maður er kominn með hita heldur rétt áður en líkamshitinn hækkar. Í undirstúku heilans er hitastillistöð sem sér um að viðhalda líkamshita okkar við um það bil 37° C við eðlilegar kringumstæður. Við getum orðað það þannig að hitastillir okkar er stilltur á 37° C. Við getum fe...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað orsakar offitu barna?

Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast (Arch Pediatr Adolesc Med. 1995:149: 1085-91). Hlutfall of þungr...

category-iconSálfræði

Hver er Howard Gardner og hvert er framlag hans til sálfræði og menntamála?

Howard Gardner (f. 1943) er prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er best þekktur fyrir framlag sitt til sálfræði og menntamála og þá einkum fyrir fjölgreindarkenningu sína. Greind er, að mati Gardners, hverslags hæfileikar til að skapa verðmæti eða leysa mikilvæg verkefni. Gardner talar þess vegna u...

category-iconFornfræði

Hvað getið þið sagt mér um Hadríanusarvegginn?

Hadríanusarveggurinn eða Hadríanusarmúrinn, eins og hann er einnig nefndur, var 118 kílómetra langur varnarveggur, sem skildi að rómverska skattlandið Britanniu annars vegar og hins vegar landsvæðið, sem í dag heitir Skotland. Í dag standa rústir einar eftir af múrnum, þótt sums staðar séu þær nokkuð heillegar sem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla. Við höfum verið í vísindasmiðju og upp kom ein spurning sem okkur langar að fá svar við. Spurning okkar er þessi; verða fiskar þyrstir? Með bestu kveðju, Vísindahópurinn í 4. bekk. Þurrlendisdýr lifa í stöðugri baráttu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að láta til skarar skríða?

Hér er einnig svarað spurningunum:Út á hvað gengur þetta með að láta til skarar skríða? Hver er uppruni máltækisins „að láta til skarar skríða“? Nafnorðið skör hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘rönd, brún, kantur, pallbrún, sköruð súð á bát ... ’. Orðasambandið að láta til skarar skríða ‘leggja til atlö...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Ghenghis Khan og Kúblai Khan?

Ghenghis Kahn og sonarsonur hans Kúblai Kahn voru leiðtogar Mongóla á 13. öld eftir Krist. Undir þeirra stjórn stækkaði veldi Móngóla mikið. Þeir eru taldir vera mestu landvinningamenn sögunnar. Á tæpum 20 árum lögðu Mongólar undir sig múslímaríkin í Mið-Asíu, æddu yfir Kína og sóttu inn í Rússland. Ghenghis...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?

Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...

category-iconSálfræði

Af hverju fær maður verk fyrir brjóstið þegar manni sárnar?

Hér er einnig svarað spurningum um svipað efni: Hvers vegna geta ákveðnar tilfinningar, svo sem vonbrigði eða örvænting, framkallað líkamlega verki? Af hverju fær maður verk í hjartað ef maður er sorgmæddur ef hjartað tengist ekkert tilfinningum? Í sálfræði og öðrum greinum er stundum gerður greinarmunur á ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru karlar með meira adrenalín en konur?

Adrenalín, öðru nafni epínefrín, var fyrst einangrað af tveimur óháðum hópum vísindamanna 1900 og 1901. Efnafræðilega tilheyrir adrenalín svokölluðum katekólamínum. Adrenalín er hormón myndað í nýrnahettumerg og hefur áhrif á geymslu, flutning og efnaskipti fjölsykrunnar glýkógens og fitusýra. Því er seytt þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hafa skjaldbökur samfarir?

Rétt er að taka fram strax í upphafi að orðið samfarir er yfirleitt ekki notað um þá athöfn dýra, annarra en mannsins, að parast og fjölga sér. Frekar er talað um æxlun eða mökun. Hjá skjaldbökum fer frjóvgun fram innvortis líkt og hjá öllum landhryggdýrum öðrum en froskum (sjá svar við spurningunni Hvernig æx...

category-iconLæknisfræði

Er það satt að maður veikist frekar í kulda en þegar heitt er?

Heilbrigt fólk sem klæðir sig vel er ekki í sérstakri hættu í köldu veðri. Undirstúka í heila stjórnar viðbrögðum við hitabreytingum og miðar að því að halda helstu líffærum gangandi. Aldur, líkamsástand og undirliggjandi sjúkdómar hafa áhrif á það hvernig fólk bregst við kulda. Helstu viðbrögð líkamans við kulda ...

Fleiri niðurstöður