Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 67 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralífið í Japan?

Eyjurnar sem tilheyra Japan ná yfir nokkrar breiddargráður, frá 24°N til 46°N. Loftslag á þeim er því nokkuð breytilegt, frá hitabeltisloftslagi Ryukyu-eyjaklasans, sem er syðsti hluti Japans, yfir í kaldtemprað loftslag Hokkaido-eyju. Vegna þessa og hversu misstórar eyjurnar eru, er gróður og dýralíf eyjanna mjög...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu sterk er fullvaxin karlkyns silfurbaksgórilla?

Fullvaxin karldýr fjallagórilla (Gorilla beringei beringei), sem einnig kallast silfurbakar vegna þess að feldur á baki þeirra fær á sig silfraðan blæ, geta vegið yfir 200 kg. Þetta eru því mjög kraftmiklar skepnur. En líkt og með önnur dýr sem við höfum dáðst að vegna líkamlegs atgervis þá hefur styrkur þeirra e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um dýralíf í Íran?

Þeir sem eru lítt kunnugir Íran halda ef til vill að þar séu aðallega sólþurrkaðar gresjur og eyðimerkur og dýralíf því fábreytt. Þetta er ekki alls kostar rétt því í landinu er að finna nokkuð stóra og merkilega skóga sem fóstra fjölskrúðugu fánu og eins geta gróðursnauð svæði alið af sér fjölbreytt dýralíf. T...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralífið við Úralfjöll í Rússlandi?

Vegna þess hversu lág Úralfjöll eru ber dýralíf fjallgarðsins töluvert svipmót af sléttlendinu beggja vegna hans. Barrskógar (e. taiga) vaxa því nokkuð óhindrað yfir mestan hluta fjallanna og einkennist dýralífið töluvert af því. Það er þó langt frá því að telja megi Úralfjöllin til einnar vistar. Þau spanna afar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?

Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru einhver örnefni á Íslandi sem tengjast hvítabjörnum?

Hvítabjarnar-örnefni er að finna á að minnsta kosti þremur stöðum á landinu. Ekkert af þeim virðist vera nefnt í fornum textum. Hvítabjarnarey er út af Stykkishólmi. Í sóknarlýsingu er hún nefnd Hvítubjarnarey í aukafalli (í Hvítubjarnarey, bls. 196). Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá því að hún dragi nafn a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hvað á ég gera ef ég mæti stóru rándýri?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu fast geta tígrisdýr bitið og hversu erfitt er að vernda sig gegn þeim ef maður lendir í einu slíku? Bitkraftur stórra rándýra eins og tígrisdýra (Panthera tigris) er mjög mikill og getur auðveldlega molað handlegg á manneskju. Bitkraftur er mælanlegur sem þrýstingur á fl...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru deilitegundir?

Með hugtakinu tegund í líffræði er átt við hóp dýra eða jurta sem geta átt frjó afkvæmi saman. Það getur hins vegar verið mikill breytileiki í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund og því hefur verið brugðið á það ráð að greina tegundir enn frekar niður í deilitegundir eða undirtegundir. Einnig er stundum notað hug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr dóu út við veðurfarsbreytingar í lok ísaldar?

Samkvæmt tímatali jarðfræðinnar hófst ísöld um allan heim fyrir um 2,6 milljónum ára og henni lauk fyrir um tíu þúsund árum. Ísöld er einnig nefnd pleistósen af jarðfræðingum. Að ísöld lokinni hlýnaði í veðri og úrkoma minnkaði, loftslag varð þá þurrara og í kjölfarið fylgdu breytingar á gróðurfari. Samhliða breyt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svín?

Óhætt er að segja að það sem svín skortir í glæsileika og fegurð bæta þau upp með styrk, aðlögunarhæfni og greind. Svín hafa einstaka hæfileika til að aðlagast margvíslegum búsvæðum, svo sem laufskógum, savanna-sléttlendi, regnskógum og votlendi. Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættflokkunum suidae ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skunka?

Skunkar nefnast einnig þefdýr. Til skunka teljast tólf tegundir sem flokkast í fjórar ættkvíslir innan ættarinnar Mephitidae. Tíu af þeim tólf tegundum sem þekktar eru lifa í Norður- og Suður-Ameríku, en tvær tegundir, sem tilheyra ættkvíslinni Mydaus, finnast á eyjum Indónesíu og á Filippseyjum. Hér verður að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um barrskógabeltið?

Barrskógabelti jarðar, sem gengur gjarnan undir orðinu taiga í erlendum málum, liggur aðallega á svæðum á milli 50° og 60° norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurpól. Mestir eru barrskógarnir í Rússlandi þar sem langstærstur hluti þeirra vex, auk þess sem skógarnir teygja sig suður yfir landamærin til norðurhlu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætuð þið frætt mig um fjallageitur?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Gætuð þið sagt mér allt um fjallageitur, mountain goats. Lífsskilyrði, heimkynni, hvernig fóstur verður til hjá þeim og lífslíkur eftir fæðingu. Fjallageitur eða klettafjallageitur (Oreamnos americanus, e. Rocky Mountain goat) eins og heiti þeirra er þýtt í Dýra- og plöntuo...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar eru helstu frumskógar Evrópu?

Á íslensku er hugtakið frumskógur notað um óræktaðan þéttvaxinn skóg. Helstu einkenni frumskóga eru meðal annars aldagömul og stórvaxin tré og á skógarbotninum liggja oft fallnir trjábolir (e. snags). Frumskógar finnast víða í hitabeltinu en einnig í öðrum loftslagsbeltum, til dæmis í Evrópu. Lítið er þó eftir af ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralífið í Bretlandi?

Lífríki Bretlandseyja ber mjög merki lífríkis þess sem finnst á tempruðum svæðum á meginlandi Evrópu. Dýralífið hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum 10 þúsund árum. Bæði hefur sú hlýnun sem varð á veðurfari við lok ísaldar og búseta manna haft mjög mikil áhrif á lífríki eyjanna. Á síðastliðnum öldum...

Fleiri niðurstöður