Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 126 svör fundust
Bindur heiðagróður minna kolefni en trjáplöntur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Gagnrýnt hefur verið að heiðalönd séu rudd til að setja niður trjáplöntur. Trjám er plantað til kolefnisbindingar en spurning mín er: Bindur heiðagróður; berjalyng, mosi, fjalldrapi, loðvíðir o.fl. þá ekkert kolefni? Kolefnisbinding á sér stað þegar kolefnisforði lands eyk...
Hver er uppruni fermingarinnar?
Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfélagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroska...
Hver er saga Tórínó-líkklæðisins?
Enginn af helgum dómum kirkjunnar hefur verið rannsakaður jafn gaumgæfilega af vísindamönnum og sá sem kallaður hefur verið Tórínó-líkklæðið. Þessa línstranga, sem er 4,36 m langur og 1,10 m breiður, er fyrst getið í heimildum, að öruggt sé, upp úr miðri 14. öld. Eigandi hans þá var Geoffroi de Charnay aðalsma...
Hvað er baggalútur?
Baggalútar (hreðjasteinar) myndast í ríólíti (líparíti) við samsöfnun efnis meðan bergið er að storkna. Slík samsöfnun efnis (e. concretions) þekkist líka í seti; dæmi um slíkt eru sandkristallar – stórir, stakir kristallar til dæmis af kalsíti sem vaxa í vatnsósa seti. Baggalútar. Kúlurnar eru um 1,5 cm í þv...
Hver er upprunaleg merking orðsins 'utangarðs'?
Sambandið að eitthvað sé utan eða innan garðs er gamalt í málinu. Garður er þarna í merkingunni ‛gerði, hleðsla utan um jarðarpart’ Í Njáls sögu segir til dæmis „sauðahús stóð í gerðinu, en garðrinn var lágr um“ (JFr I:813). Gerði er þarna landspilda umlukin garði. Í gömlum norskum lögum er tekið fram að ...
Hvar settust íslenskir vesturfarar aðallega að og af hverju?
Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast vestur um haf voru kanadísk stjórnvöld nýlega farin að bjóða upp á ókeypis land til að lokka fólk til sín. Margar þjóðir Evrópu hófu vesturferðir mun fyrr en þá þótti best að setjast að í Bandaríkjunum. Þær héldu því áfram að leggja leið sína þangað enda var auðveldara að set...
Er það rétt í Da Vinci lyklinum að á kirkjuþingi hafi verið kosið um hvort Jesús væri dauðlegur maður eða heilagur?
Það er rétt að árið 325 var haldið kirkjuþing í bænum Níkeu í Litlu-Asíu sem kallað var saman til þess að kveða niður deilur í kirkjunni um samband Jesú og Guðs. Hins vegar er það ekki rétt sem fram kemur í bókinni um Da Vinci lykilinn að fram að þeim tíma hafi „fylgismenn Jesú litið svo á að hann væri dauðlegur s...
Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?
Varmaflutningur frá venjulegum miðstöðvarofnum skiptist gróflega til helminga. Annars vegar verður varmageislun frá yfirborði ofnsins til umhverfisins, og hins vegar varmaburður með loftinu sem leikur um ofninn. Ef ofninn væri hins vegar úr póleruðu áli, þá yrði varmaflutningur með geislun nær enginn og hitunar...
Ef ekkert líf er á Júpíter, hvaða tilgangi getur hann þá þjónað?
Orðið tilgangur felur í sér vísun til geranda sem hefur vilja; við tölum um að eitthvað hafi tilgang fyrir einhvern. Raunvísindamenn nú á dögum gera ekki ráð fyrir slíkum geranda og því er þeim ekki tamt að taka svona til orða. Menn gera til dæmis ekki ráð fyrir því að fyrirbæri geimsins hafi einhvern sérstakan ti...
Er þögn lykillinn að hamingju?
Við höldum að þögn geti stundum verið lykillinn að hamingju og stundum ekki. Okkur er ekki kunnugt um neina almenna reglu um slíkt. Né heldur höfum við heyrt um rannsóknir á efninu, en kannski væri hægt að mæla fylgni milli þagnar og hamingju. En ef slík fylgni fyndist þyrfti síðan að sýna fram á orsakatengsl mill...
Af hverju gerist alltaf eitthvað þrennt í ævintýrum?
Notkun tölunnar þrír í ævintýrum er sennilega tilkomin vegna þess að frá örófi alda hefur hún verið talin afar máttug og einnig vegna þess að í frásagnarlist er endurtekning stílbragð sem getur magnað upp spennu. Talan þrír hefur löngum þótt búa yfir yfirnáttúrulegum krafti ásamt fleiri tölum, til dæmis 7, 9 o...
Snýst sólin um sjálfa sig?
Ljóst er að margir hafa velt þessu fyrir sér og hér er því einnig svarað eftirfarandi spurningum:Snýst sólin um sjálfa sig eins og jörðin? Hvort snýst hún þá rangsælis eða réttsælis? (Þorgils)Hvað tekur það sólin langan tíma að snúast einn hring í kringum sjálfa sig? (Guðni)Snýst sólin kringum sjálfa sig, ef svo e...
Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson?
Hallgrímur Pétursson er jafnan talinn fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1614. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson og kona hans Solveig Jónsdóttir. Hallgrímur mun að mestu hafa verið alinn upp á Hólum í Hjaltadal en þar var faðir hans hringjari. Hefur hann þar líklega notið frændsemi við Guðbrand biskup Þorláksso...
Þarf maður að eiga foreldra?
Þetta er föstudagssvar, sem þýðir að ekki ber að taka hvert orð bókstaflega, en vonandi getur það samt vakið til umhugsunar. Við höldum að í framtíðinni verði ekki tæknilega nauðsynlegt að eiga foreldra. Sá sem vill komast hjá því fer í einhvers konar erfðabanka þar sem varðveittur er fjöldi eggja úr ýmsum konu...
Hver er sagan á bak við dauðann, það er manninn með ljáinn?
Á Íslandi er dauðinn gjarnan persónugerður sem maðurinn með ljáinn, og í sálminum ‘Um dauðans óvissan tíma’ líkir Hallgrímur Pétursson dauðanum við slyngan sláttumann. Á ensku heitir hann Grim Reaper eða Scythe-man og á þýsku Sensemann. Hinn slyngi sláttumaður vitjar deyjandi manns. Hugmynd okkar á Vesturlö...