Fáguð sneið af biksteini með baggalútum frá eynni Lipari (þaðan sem bergtegundarheitið líparít er komið). Kúlurnar hafa vaxið eftir að kvikan hætti að flæða, því flæðimynstrið (stuttar láréttar línur) gengur í gegnum þær. (Hatch, Wells & Wells: Petrology of the Igneous Rocks).
Baggalútar geta verið allt frá örsmáum baunum upp í hnefastórar kúlur og jafnvel allt að 15-20 cm í þvermál. Með því að kúlurnar eru talsvert harðari en bergið sem þær myndast í, standast þær betur rof og veðrun og finnast því gjarnan í seti – frægur fundarstaður í nágrenni Reykjavíkur er Hvalfjarðareyri sunnan við Hvalfjörð. Orðið baggalútur getur einnig merkt lítill drengur og dordingull.
Fjölmargir hafa sent Vísindavefnum fyrirspurn um baggalúta og tengist sá áhugi ef til vill vinsælli vefsíðu og hljómsveit með sama nafni. Spyrjendur eru:
Berglind Agnarsdóttir, Guðmundur Andrésson, Guðný Ingibjörg Einarsdóttir, Gylfi Guðmundsson, Heiðar Árnason, Helga Hansdóttir, Íris D. Magnúsdóttir, Olga Vilmundardóttir, Pétur Valur, Ragnheiður Kristinsdóttir, Sigurbjörg G. Friðriksdóttir, Þorsteinn Már og Ægir Valur Hauksson.Meðal þeirra spurninga sem Vísindavefurinn hefur fengið um baggalúta eru:
- Hvers konar steinar eru baggalútar?
- Hvernig og hvar myndast baggalútar?
- Hvað merkir orðið baggalútur?
- Hvert er heiti baggalúts (jarðfr.) á ensku/latínu?
- Hvar finnst baggalútur?