Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 302 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?

Í fornu máli var eingöngu lengdarmunur á e [e] og é [eː] – broddurinn yfir é táknaði lengd. Á 13. öld þróaðist é yfir í tvíhljóð, [ie] (sjá Stefán Karlsson 2000:24). Síðan breyttist hljóðgildi fyrri hlutans og í nútímamáli stendur bókstafurinn é langoftast hvorki fyrir einhljóð né tvíhljóð, heldur samband tve...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið bent mér á heimildir um sólina þar sem ég er að gera verkefni um hana?

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um sólina, meðal annars þessi:Hvað er sólin stór? eftir Tryggva ÞorgeirssonHvað er sólin heit? eftir Tryggva ÞorgeirssonAf hverju er sólin til? eftir Árdísi Elíasdóttur og Gunnlaug BjörnssonHvert er flatarmál sólarinnar? eftir EÖÞHvað er sólin þung? eftir Björn Brynjúlf Bj...

category-iconNæringarfræði

Hver er kjörþyngd meðalmanns?

Líkamsmassastuðull (e. body mass index, BMI) er algengasta tækið til að meta holdafar einstaklinga. Stuðullinn er reiknaður með því að deila í líkamsmassa ("þyngd") í kg með hæð í metrum í öðru veldi. Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) teljast þeir vera í kjörþyngd sem hafa líkam...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fólk ekki fiskanöfnum eins og Bleikja og Urriði þegar fuglanöfn eru góð og gild, til dæmis Þröstur og Örn?

Sá siður að gefa mönnum nöfn sem sótt eru til náttúrunnar, einkum dýraríkisins, er ævaforn og á ef til vill rætur að rekja allt til indóevrópska frummálsins. Nöfn af þessu tagi koma fyrir í fornum íslenskum heimildum, allmörg þeirra eru notuð enn í dag, og ný hafa bæst við á síðustu áratugum. Mest er um samset...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjar eru algengustu villurnar í talaðri íslensku?

Ýmislegt má tína til þegar spurt er um algengar villur en sumar virðast þó algengari en aðrar. Sennilega er ein hin algengasta að nota myndina vill af sögninni að vilja í fyrstu persónu eintölu, ég vill í stað ég vil. Þar er um að ræða áhrif frá þriðju persónu hann/hún vill. Algengt er að benda á sagnirnar lang...

category-iconNæringarfræði

Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?

Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast...

category-iconVísindavefur

Hver fann upp flugvélina?

Það er ákveðnum vankvæðum bundið að tilgreina einungis einn einstakling sem á að hafa fundið upp flugvélina. Svarið fer meðal annars eftir því hversu þröng skilgreining er notuð; hvort eingöngu er átt við hver bjó til fyrsta vélknúna farartækið sem gat flogið með mann innanborðs og hægt var að stýra eða hvort taka...

category-iconHugvísindi

Hvað er mannamál?

Það er snar þáttur í stefnu og verklagsreglum Vísindavefsins að "tala mannamál" eftir bestu getu. Ef það er ekki gert hættir fólk nefnilega að hlusta. Ýmsir spyrjendur nefna líka orðið mannamál í spurningum sínum. Þegar Björn Þorsteinsson heimspekingur var beðinn um að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli fann...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?

Elstu heimildir um orðið smámæli í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans sýna merkinguna ‘lítilsvert málefni’ og sú elsta er frá árinu 1635: ad þeir a kialarnese hiellde ad Alfdys Jonsdotter hefde tilberan ad erfdum teked af modur sinne [ [...]] huad mier virdest ecke smämæle. Notkunin um framburð er eitthvað yngr...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Akureyrarveikin?

Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur. Hún gengur undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis í alþjóðlegum læknaritum en er þó stundum jafnframt eða einvörðungu skráð undir nafninu Iceland disease, Íslandsveikin. Akureyrarveikin er smitsjúkdómur eða sýkingasjúkdómur í hópi þeirra sjú...

category-iconLögfræði

Hvað er réttarregla?

Samkvæmt skilgreiningu Netlögbókarinnar er svarið við spurningunni þetta:Réttarreglur eru þær reglur sem taldar eru tilheyra ákveðnu réttarkerfi, t.d. réttarkerfi ríkis. Það fer eftir réttarheimildum hvers réttarkerfis hvaða reglur eru taldar tilheyra því kerfi. (Stefán Már Stefánsson, Úlfljótur 1971, bls. 299). S...

category-iconHugvísindi

Af hverju heita hesthús, fjárhús, hænsnahús og fleira eftir íbúum sínum, en svo heitir kýrhús allt í einu fjós?

Orðið fjós er mjög gamalt í málinu. Það var upphaflega samsett orð, *fē-(h)ūs sem dróst saman og varð fjós við það að ē, sem fór næst á undan uppmælta sérhljóðinu ū varð að hálfsérhljóðinu -i- sem síðar varð að -j-. Upphaflega var orðið fjós samsett orð, fé(h)ús. Fjósið var notað fyrir stórg...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni orðsins 'olnbogabarn' og hvað er átt við með því?

Orðið olnbogi er ytri hluti liðar milli fram- og upphandleggjar. Sögnin að olnboga merkir að ‘reka olnbogann í, hrinda frá sér með olnboganum’. Oft er talað um að menn hafi þurft að olnboga sig áfram í þrengslum, til dæmis á skemmtunum. Olnbogabarn er þá barnið sem olnboginn er rekinn í, það er barnið sem verður f...

category-iconJarðvísindi

Er það rétt að fornmenn hafi breytt farvegi Öxarár á 10. öld?

Í bókinni Landið þitt Ísland[1] segir: Öxará fellur úr Myrkavatni milli Leggjabrjóts og Búrfells um Öxarárdal og út á Biskupsbrekkuhraun innan við Brúsastaði. Þar þekja aurar hennar stór svæði sem hún hefur kvíslast um, en eru nú skraufþurrar rásir. Ein þeirra [núverandi farvegur] liggur ofan í djúpa hliðargjá úr ...

category-iconFélagsvísindi

Hafa utanþingsráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir atkvæðarétt í atkvæðagreiðslu á alþingi?

Í íslenskri stjórnskipan er gert ráð fyrir því að svonefndir utanþingsráðherrar sitji á þingi. Með utanþingsráðherra er átt við ráðherra sem hefur verið skipaður í starf sitt þrátt fyrir að hann hafi ekki verið kjörinn á þing. Hefðin er sú að ráðherrar eru jafnframt þingmenn og njóta áfram allra réttinda sem slíki...

Fleiri niðurstöður