Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 452 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?

Þetta er mjög áhugaverð spurning því fjarlægðir í geimnum eru svo miklar að við getum með engu móti skilið þær almennilega. Til þess að að gera sér einhverja grein fyrir stærðum og fjarlægðum í sólkerfinu okkar, er þess vegna ágætt að minnka sólkerfið hlutfallslega. Fyrst veljum við einhvern hnött og hugsum okk...

category-iconTrúarbrögð

Hvað hét konan hans Nóa sem sigldi örkinni? Ég fann það hvergi í Biblíunni.

Kona Nóa er ekki nafngreind í Biblíunni en Gyðingar nefna hana Naamah, sem merkir „hin fagra“ eða „hin góða“. Samkvæmt sögnum Gyðinga bað Guð Nóa um að færa öll dýr heimsins í örkina og hann bað Naamah konu hans að bjarga jurtum jarðarinnar. Söguna um Nóa, flóðið og örkina er að finna í fyrstu Mósebók Gamla tes...

category-iconUnga fólkið svarar

Hve langt frá jörðinni þarf maður að fara til að sjá ekki jörðina berum augum, það er án þess að nota kíki?

Það eru ekki allar reikistjörnur sýnilegar með berum augum en þær sem eru sýnilegar eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. En til að reikistjarna sjáist ekki með berum augum frá jörðinni þarf maður að fara til Úranusar sem er í um það bil 2875 milljón kílómetra fjarlægð frá sól. Samt er örugglega nóg að ...

category-iconVísindi almennt

Eru geimverur til?

Þessu má svara á tvo vegu. 1) Jörðin er í geimnum. Plöntur og dýr, þar á meðal menn, eru lífverur. Þannig má segja að allar lífverur á jörðinni séu geimverur. Ýjað hefur verið að þessu viðhorfi í spurningum á Vísindavefnum. 2) Jarðarbúar hafa ekki fundið sannanir fyrir verum á öðrum plánetum, né hafa menn u...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er tunglið langt frá jörðu?

Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en minnsta 363.300 km. Ástæða þess að tunglið er ekki alltaf í sömu fjarlægð frá jörðu er sú að braut þess um jörðu er ekki hringur heldur sporbaugur ("ellipsa"). Miðskekkja hennar er 0,0549 en í því felst meðal annars að fjarlægð jarð...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?

Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð. Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni spring...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig urðu hnettirnir í sólkerfinu til?

Sólin, jörðin og sólkerfið í heild sinni varð til úr risavöxnum gas- og rykskýi fyrir um það bil 4500-4600 milljón árum, eins og nánar má lesa um hér. Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um sólina, jörðina og sólkerfið sem finna má með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig verða stjörnur til?

Í svari við spurningunni Hvernig er þróun sólstjarna háttað? kemur fram að sólstjörnur verða til í risastórum gas- og rykskýjum í Vetrarbrautinni, en Vetrarbrautin er safn hundruð milljarða stjarna: Stjörnur verða til í geysistórum gas- og rykskýjum, einhvers staðar í vetrarbrautunum. Við köllum slík ský stjörn...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju erum við á jörðinni?

Við erum á jörðinni af því að þar var líf fyrir allt að 3500 milljónum ára sem síðan hefur orðið að öllu lífi sem nú er á jörðinni. Við erum þess vegna á jörðinni af sömu ástæðu og grasið og mosinn er á jörðinni, hann er þar af því að hann varð til þar! Vísindamenn eru ekki vissir um það hvort lífið kviknaði á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?

Hér er einnig svarað spurningunni Hversu oft fer ljósið í kringum jörðina á mánuði? Ljóshraði er nálægt því 300.000 km/s. Það tekur ljós því ekki nema um 0,13 sekúndur að fara 40.000 km sem jafngildir um það bil ummáli jarðar um miðbaug. Að fara 80 hringi tekur rétt rúmlega 10 sekúndur. Á einum mánuði kemst ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var fyrsta lífveran?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Enn sem komið er vita vísindamenn ekki um líf annars staðar í alheiminum en á jörðinni. Lífið á jörðinni gæti þó vel hafa borist til jarðarinnar utan úr geimnum og þá er nokkuð víst að fyrsta lífveran varð til annars staðar en á jörðinni og einnig á undan lífinu hér. En um...

category-iconVeðurfræði

Hversu mikið hefur koltvísýringur í kringum jörðina aukist undanfarin 20 ár?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Við fengum þessa spurningu, Hvað er mikið af koltvísýringi í loftinu?, og því ákvað ég að kíkja á Vísindavefinn. Sá þá svar við þessari spurningu Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina? Þarna eru tölur fyrir árið 2000. Ég velti fyrir mér hvort hægt sé að uppf...

category-iconJarðvísindi

Eru segulpóll og norðurpóll ekki sami póllinn?

Nei, segulpóll og norðurpóll eru ekki sama fyrirbærið. Norðurpóll og suðurpóll eru þeir pólar þar sem jarðmöndullinn eða snúningsásinn sker yfirborð jarðar í norðri og suðri og eru skilgreindir sem breiddargráðurnar 90°N og 90°S. Hreyfingar segulpólsins á norðurheimskautinu. Segulpólarnir sem finnast bæði í ...

category-iconStærðfræði

Geta allir í heiminum staðið hlið við hlið á Vatnajökli?

Íbúar jarðar eru rétt rúmlega 7 milljarðar, þar ef eru um það bil 27% börn, það er yngri en 15 ára. Gerum ráð fyrir að þeir myndi langa keðju sem hlykkjast fram og til baka nokkuð þétt þannig að á hverjum fermetra komast fyrir tveir fullorðnir eða fjögur börn. Börnin taka þá 472.500.000 m2 eða 472,5 km2. Plássið ...

category-iconEfnafræði

Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum?

Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni ‒ léttasta og einfaldasta frumefnið, enda stendur það fremst í lotukerfinu svokallaða. Vetnisfrumeindin samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarnanum og einni neikvætt hlaðinni rafeind sem segja má að sveimi um kjarnann. Lítið er um hreint vetni hér á j...

Fleiri niðurstöður