[J]örðin hefur segulsvið í kringum sig, svipað að lögun eins og lítil straumspóla eða stangsegull í jarðmiðju mundi gera. Sá ímyndaði stangsegull stefnir því nokkurnveginn í átt að heimskautunum, en stefnan er þó flöktandi (um nokkrar gráður á öld) vegna þess að varmahreyfingar efnisins innan jarðkjarnans eru nokkuð breytilegar eins og í grautnum sem nefndur var.Vísindamenn telja að orsök jarðsegulsviðsins séu rafstraumar í kjarnar jarðar. Hægt er að lesa meira um jarðsegulsviðið í fróðlegu svari við spurningunni Hvað veldur færslu á segulpólum jarðar og breytilegum hraða og stefnu færslunnar miðað við jarðmöndulinn? Heimildir:
- Jörðin | Sólkerfið | Stjörnuskoðun. (Skoðað 25.06.2014).
- HowStuffWorks "Why does the North Pole move?" (Skoðað 25.06.2014).
- Norðurheimskautið - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Skoðað 25.06.2014).
- North Magnetic Pole - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 25.06.2014).