Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 349 svör fundust
Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?
Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...
Hvernig stinga menn tólg og hvað merkir orðasambandið?
Orðasambandið að stinga tólg er undir flettunni tólg í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920-1924. Við dæmið setur Sigfús Árn. sem er skammstöfun fyrir Árnessýsla. Hann hafði orðið sem sagt úr mæltu máli. Þegar vísað er til landshluta eða sýslu í orðabókinni er heimildin oftast sótt til vasabóka Bj...
Hvaðan kemur orðatiltækið „að sitja á hakanum“ og hver er upprunaleg merking þess?
Orðasambandið sitja á hakanum merkir að ‛verða út undan, mæta afgangi’. Það þekkist frá 18. öld. Annað svipað frá sama tíma kemur fyrir í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar sem gefin var út 1814. Það er að verða á hakanum sem Björn segir notað um það að fá ysta eða versta sætið. Fleiri afbr...
Hvað lásu Íslendingar á 18. öld?
Ætla má að um 1740 hafi rúmlega þriðjungur fullorðinna Íslending getað lesið sér til gagns á bók, nokkru færri konur en karlar. Árin 1741–1745 fóru Ludvig Harboe, síðar biskup á Sjálandi, og Jón Þorkelsson, fyrrum rektor Skálholtsskóla, um landið á vegum konungs og ræddu við presta, sem margir hverjir voru illa að...
Why are people in Iceland not named after fish like Bleikja (arctic char) or Urriði (trout)?
The custom of giving people names from natural phenomena, particularly from the animal kingdom, is ancient, maybe going all the way back to the Indo-European origins of the language. Words like this appear in old Icelandic sources, many still being used today, with quite a number having been added during the last ...
Hver voru vinsælustu svör septembermánaðar 2018?
Í septembermánuði 2018 voru birt 53 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir lásu svar um börn og grænmetisfæði, tvö svör úr sérstökum flokki sem helgaður er 100 ára afmæli fu...
Hvaða ár var næstsíðasta aftaka á Íslandi? Hver var tekin af lífi og hvar?
Næstsíðasta aftaka á Íslandi fór fram í Skagafirði sumarið 1790, nánar tiltekið í Helluhólma í Héraðsvötnum. Helluhólmar eru raunar ekki til lengur en farvegur Héraðsvatna breyttist um 1800. Kona að nafni Ingibjörg Jónsdóttir hafði verið fundin sek og dæmd til dauða vegna dulsmáls, það er fætt barn á laun. Ing...
Af hverju tala ekki allir sama tungumál?
Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum? segir: Margt bendir til að forfeður nútímamannsins hafi lifað í einangruðum flokkum og er því líklegt að mismunandi hljóðtákn og síðar orð hafi tekið að mótast innan flokkanna. Þegar mennirnir náðu smám saman hærra vitsmun...
Hvað þýða nöfnin Arctic og Antarctic og hvenær fengu pólarnir þessi nöfn?
Orðin arctic og antarctic sem notuð eru um nyrstu og syðstu svæði jarðarinnar, suður- og norðurheimsskautssvæðin, eru upprunin frá Grikkjum. Orðið arctic mun dregið af gríska orðinu arktos sem merkir björn. Þar er líklega verið að vísa í annaðhvort Litla björn, stjörnumerki við norðurpól himins en í því er Pólstja...
Hvað fær menn til að nota ung börn kynferðislega?
Athugasemd ritstjórnar: Þetta svar fjallar sérstaklega um kynferðisafbrot sem beinast gegn börnum geranda. Fræðimenn sem rannsakað hafa kynferðislega misnotkun á börnum hafa meðal annars flokkað kynferðisafbrotamenn á þennan hátt: Gerandinn sem leitar eftir ástúð og hlýju Gerandinn þar sem allt snýst um kyn...
Hver er uppruni orðsins tekjur?
Orðið tekja, oftast notað í fleirtölu tekjur, þekkist í málinu að minnsta kosti frá því seint á 18. öld. Tekja er fletta í íslensk-latneskri orðabók séra Björns Halldórssonar. Björn lést 1794 án þess að tekist hefði að koma bókinni á prent. Hún kom þó út 1814 og hafði danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask ve...
Hvað þýðir „skortstaða“ í viðskiptum?
Skortstaða er íslensk þýðing á enska hugtakinu short position. Það er notað í fjármálum til að lýsa því þegar fyrirtæki eða einstaklingur hefur fengið eign að láni og selt hana til þriðja aðila. Til dæmis gæti Björn lánað Ara hlutabréf í Hlut hf. að nafnvirði ein milljón króna og Ari selt Dóru bréfin. Þar með hefu...
Komu tunglfarar á vegum NASA til Íslands til æfinga áður en þeir héldu til tunglsins?
Í Öldinni okkar sem Gils Guðmundsson og Björn Vignir Sigurpálsson tóku saman segir frá því að sumarið 1965 hafi bandarísk geimfaraefni komið til Íslands og verið við rannsóknir við Öskju. Geimfaraefnin voru tíu talsins og dvöldust hér á landi í nokkra daga ásamt fulltrúum frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA o...
Háskólalestin í Fjallabyggð 2019
Háskólalestin heimsótti Fjallabyggð 17. og 18. maí 2019 og laugardaginn 18. maí var haldin vísindaveisla í Tjarnarborg á Ólafsfirði. Vísindavefurinn lagði þar ýmsar þrautir fyrir gesti og gangandi. Ein fjölskylda náði að leysa allar þrautirnar: Kristína og börnin hennar þau Úlfrún og Örvar, en systkinin eru 13 og ...
Af hverju er skrift til?
Í mörgum menningarsamfélögum þar sem ritmál var óþekkt lifði fólk samt sem áður góðu og innihaldsríku lífi. Jafnvel nú þegar nær allir jarðarbúar hafa einhverja reynslu af ritmáli er til fólk sem hvorki getur lesið né skrifað, en þar á meðal eru margar milljónir barna. Í samfélögum án ritmáls myndast oft hefð f...