Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Komu tunglfarar á vegum NASA til Íslands til æfinga áður en þeir héldu til tunglsins?

Helga Sverrisdóttir

Í Öldinni okkar sem Gils Guðmundsson og Björn Vignir Sigurpálsson tóku saman segir frá því að sumarið 1965 hafi bandarísk geimfaraefni komið til Íslands og verið við rannsóknir við Öskju. Geimfaraefnin voru tíu talsins og dvöldust hér á landi í nokkra daga ásamt fulltrúum frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA og tveimur Íslendingum, þeim Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og Guðmundi Sigvaldasyni jarðefnafræðingi.

Geimfaraefnin komu til Íslands með það að meginmarkmiði að stunda jarðfræðirannsóknir. Ísland varð fyrir valinu vegna þess að hálendi Íslands var talið líkjast því landslagi sem biði geimfaranna á tunglinu.


Geimfaraefnin tíu.

Sem fyrr segir héldu geimfaraefnin til við Öskju, höfðu bækistöðvar í Drekagili en gerðu sjálfstæðar athuganir við Öskjuvatn. Verkefnið sem þeir áttu að leysa fólst í því að lýsa Öskju og segja frá því hvernig hún myndaðist. Við rannsóknir sínar hafa geimfaraefnin sjálfsagt komist að því að Askja er sigketill en það kallast hring- eða sporöskjulaga jarðsig sem verður í megineldstöð þegar grunnstætt kvikuhólf tæmist í eldgosi og þakið yfir því hrynur. Askja er í Dyngjufjöllum og liggur í miðju eldstöðvakerfi sem er kennt við hana. Hún hefur gosið nokkrum sinnum á tuttugustu öld, síðast árið 1961. Öskjuvatn varð til við öskjusig innan meginöskjunnar eftir stórgos árið 1875.

Geimfaraefnin áttu einnig að komast að því hvort Öskjuvatnið væri eldra en líparitvikurinn þar í kring og hvaðan vikurinn kæmi. Þá áttu geimfaraefnin að athuga úr hvaða gíg Mývetningahraun hefði runnið, hvers konar efni væri í vikrinum og hver afbrigði hans væru.

Í bók þeirra Gils og Björns segir að geimfaraefnin hafi verið mjög ánægð með ferðina til Íslands. Haft er eftir Eugene A. Cernan geimfara að ferðin til Öskju hafi verið mjög árangursrík því að þau jarðfræðilegu fyrirbrigði sem finna má við Öskju séu svo margbreytileg. Íslensku jarðfræðingarnir sem ferðuðust með geimfaraefnunum luku einnig lofsorði á þau og sögðu að athuganir þeirra hefðu verið óvenjuglöggar.

Ríkur þáttur í þjálfun geimfara hjá NASA voru jarðfræðirannsóknir. Þó að ekkert landslag sem finnst á jörðinni sé nákvæmlega eins og landslagið á tunglinu eru margir staðir á jörðinni sem minna á hið hrjóstruga landslag tunglsins. Fyrir utan hálendi Íslands hlutu geimfaraefnin þjálfun í jarðfræðigreiningu á stöðum eins og Miklagljúfri (Grand Canyon) í Arizona í Bandaríkjunum og á eldfjallasvæðum í Mexíkó, Alaska og Hawaii.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir
  • Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA
  • Öldin Okkar 1961-1970. Gils Guðmundsson og Björn Vignir Sigurpálsson tóku saman. Iðunn. Reykjavík. 1978. Myndin er fengin þar.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur, Reykjavík. 1990.

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2002

Spyrjandi

Gísli Snær Erlingsson

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Komu tunglfarar á vegum NASA til Íslands til æfinga áður en þeir héldu til tunglsins?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2150.

Helga Sverrisdóttir. (2002, 4. mars). Komu tunglfarar á vegum NASA til Íslands til æfinga áður en þeir héldu til tunglsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2150

Helga Sverrisdóttir. „Komu tunglfarar á vegum NASA til Íslands til æfinga áður en þeir héldu til tunglsins?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2150>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Komu tunglfarar á vegum NASA til Íslands til æfinga áður en þeir héldu til tunglsins?
Í Öldinni okkar sem Gils Guðmundsson og Björn Vignir Sigurpálsson tóku saman segir frá því að sumarið 1965 hafi bandarísk geimfaraefni komið til Íslands og verið við rannsóknir við Öskju. Geimfaraefnin voru tíu talsins og dvöldust hér á landi í nokkra daga ásamt fulltrúum frá bandarísku geimferðastofnuninni NASA og tveimur Íslendingum, þeim Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og Guðmundi Sigvaldasyni jarðefnafræðingi.

Geimfaraefnin komu til Íslands með það að meginmarkmiði að stunda jarðfræðirannsóknir. Ísland varð fyrir valinu vegna þess að hálendi Íslands var talið líkjast því landslagi sem biði geimfaranna á tunglinu.


Geimfaraefnin tíu.

Sem fyrr segir héldu geimfaraefnin til við Öskju, höfðu bækistöðvar í Drekagili en gerðu sjálfstæðar athuganir við Öskjuvatn. Verkefnið sem þeir áttu að leysa fólst í því að lýsa Öskju og segja frá því hvernig hún myndaðist. Við rannsóknir sínar hafa geimfaraefnin sjálfsagt komist að því að Askja er sigketill en það kallast hring- eða sporöskjulaga jarðsig sem verður í megineldstöð þegar grunnstætt kvikuhólf tæmist í eldgosi og þakið yfir því hrynur. Askja er í Dyngjufjöllum og liggur í miðju eldstöðvakerfi sem er kennt við hana. Hún hefur gosið nokkrum sinnum á tuttugustu öld, síðast árið 1961. Öskjuvatn varð til við öskjusig innan meginöskjunnar eftir stórgos árið 1875.

Geimfaraefnin áttu einnig að komast að því hvort Öskjuvatnið væri eldra en líparitvikurinn þar í kring og hvaðan vikurinn kæmi. Þá áttu geimfaraefnin að athuga úr hvaða gíg Mývetningahraun hefði runnið, hvers konar efni væri í vikrinum og hver afbrigði hans væru.

Í bók þeirra Gils og Björns segir að geimfaraefnin hafi verið mjög ánægð með ferðina til Íslands. Haft er eftir Eugene A. Cernan geimfara að ferðin til Öskju hafi verið mjög árangursrík því að þau jarðfræðilegu fyrirbrigði sem finna má við Öskju séu svo margbreytileg. Íslensku jarðfræðingarnir sem ferðuðust með geimfaraefnunum luku einnig lofsorði á þau og sögðu að athuganir þeirra hefðu verið óvenjuglöggar.

Ríkur þáttur í þjálfun geimfara hjá NASA voru jarðfræðirannsóknir. Þó að ekkert landslag sem finnst á jörðinni sé nákvæmlega eins og landslagið á tunglinu eru margir staðir á jörðinni sem minna á hið hrjóstruga landslag tunglsins. Fyrir utan hálendi Íslands hlutu geimfaraefnin þjálfun í jarðfræðigreiningu á stöðum eins og Miklagljúfri (Grand Canyon) í Arizona í Bandaríkjunum og á eldfjallasvæðum í Mexíkó, Alaska og Hawaii.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir
  • Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA
  • Öldin Okkar 1961-1970. Gils Guðmundsson og Björn Vignir Sigurpálsson tóku saman. Iðunn. Reykjavík. 1978. Myndin er fengin þar.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur, Reykjavík. 1990.
...