Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 125 svör fundust
Hvað hefur vísindamaðurinn Halldór G. Svavarsson rannsakað?
Halldór G. Svavarsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknaviðfangsefni hans hafa spannað vítt svið, frá steinsteypu og keramíks til smáþörunga og örtækni. Undanfarinn áratug hefur meginviðfangsefni hans verið þróun nýrra kynslóða sólarsella og ljósnema sem byggir á því að móta ef...
Hvað hefur vísindamaðurinn Árný Erla Sveinbjörnsdóttir rannsakað?
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir er jarðfræðingur, jarðefnafræðingur og vísindamaður hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Helstu rannsóknasvið hennar eru ískjarnarannsóknir, grunnvatnsrannsóknir og aldursgreiningar. Rannsóknir Árnýjar á sýnum úr ískjörnum frá Grænlandsjökli hafa varpað ljósi á veðurfar á jörðinni til f...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Arnalds rannsakað?
Ólafur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann fæst við rannsóknir á íslenskum jarðvegi og á ferlum sem móta yfirborð og ástand vistkerfa. Jarðvegur er mikilvæg grunneining vistkerfa. Vegna mikillar eldvirkni og áfoks myndast afar sérstakur jarðvegur hérlendis. Grunnrannsóknir á eðli, myndun o...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Ingvarsson rannsakað?
Sigurður Ingvarsson er forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum....
Hvað hefur vísindamaðurinn Pálmi V. Jónsson rannsakað?
Pálmi V. Jónsson er prófessor og yfirlæknir öldrunarlækningadeildar Landspítalans. Hann beitti sér fyrir stofnun Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum og hefur verið formaður hennar frá 1999. Þar starfa nú 11 doktorsnemar auk annarra nema og nokkurra sérfræðinga. Pálmi er einn upphafsmann...
Hvað hefur vísindamaðurinn Herdís Sveinsdóttir rannsakað?
Herdís Sveinsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar aðgerðasjúklinga við skurðlækningasvið Landspítala. Herdís hefur komið að fjölda rannsókna um efni tengd hjúkrun og heilbrigði en meginviðfangsefni hennar hafa snúið að heilbrigði kvenna, sjúklingum sem fara...
Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?
Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...
Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Kjartan Gíslason rannsakað?
Magnús Kjartan Gíslason er lektor við Tækni-og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann leggur aðallega stund á rannsóknir á sviði lífaflfræði (e. biomechanics) þar sem kraftar og álag á vefi og liði líkamans eru reiknaðir og mældir. Meðal verkefna sem Magnús hefur verið að fást við er greining á þéttleika be...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?
Kristján Leósson er þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf. en sinnir einnig stöðu verkefnisstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hlutastarfi. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en...
Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Jakobsdóttir stundað?
Sólveig Jakobsdóttir er dósent í fjarkennslufræðum við Menntavísindasvið (MVS) Háskóla Íslands og hefur verið forstöðumaður Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) frá því að stofan var stofnuð 2008. Rannsóknir hennar hafa beinst að fjarnámi og -kennslu, upplýsingatækni í menntun og skólastarfi og töl...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ólöf Guðný Geirsdóttir rannsakað?
Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á hvernig matur og næring hefur áhrif á farsæla öldrun. Í rannsóknum sínum hefur Ólöf skoðað samverkandi áhrifa næringar og hreyfin...
Hvað hefur vísindamaðurinn Erla Björnsdóttir rannsakað?
Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Viðfangsefni hennar í rannsóknum, kennslu og klínísku starfi hafa tengst svefni og svefnsjúkdómum. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Erla stofnaði einnig sprotafyrirtækið B...
Hvað hefur vísindamaðurinn Árún Kristín Sigurðardóttir rannsakað?
Árún Kristín Sigurðardóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og klínískur sérfræðingur við deild mennta, vísinda og gæða á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Árún hefur komið að fjölda rannsókna þar sem viðfangsefnið tengist hjúkrun og kennslu hjúkrunarfræðinema. Meginviðfangsefni rannsókna hennar teng...
Hvað hefur vísindamaðurinn Auður Sigurbjörnsdóttir rannsakað?
Auður Sigurbjörnsdóttir er aðjúnkt í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hún fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, til að mynda á samlífisbakteríum fléttna og notagildi þeirra í tengslum við umhverfislíftækni. Fléttur eru þekktar sem sambýli sveppa og ljóstillífandi lífvera, ýmist grænþörunga eða bl...
Hvernig verður maður örverufræðingur?
Til þess að verða örverufræðingur þarf að afla sér grunnmenntunar í háskóla, oftast BS-prófs, á einhverju því sviði þar sem örverufræði er stunduð og kennd. Önnur mikilvæg grunnfög eru efnafræði, lífefnafræði, erfðafræði og sameindalíffræði. Síðan þarf að taka meistarapróf og/eða doktorspróf á sviði örverufræði. ...