Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Auður Sigurbjörnsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Auður Sigurbjörnsdóttir er aðjúnkt í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hún fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, til að mynda á samlífisbakteríum fléttna og notagildi þeirra í tengslum við umhverfislíftækni.

Fléttur eru þekktar sem sambýli sveppa og ljóstillífandi lífvera, ýmist grænþörunga eða blábaktería. Saman mynda þessar lífverur harðgert sambýli sem vex á stöðum þar sem gróður á oft erfitt uppdráttar en fléttur eru til dæmis oft það fyrsta sem vex á nýju hrauni. Innan fléttusambýlisins er einnig að finna stórt og fjölbreytt samfélag annarra baktería, sem þó hefur afar lítið verið rannsakað þar til á allra síðustu árum.

Auður fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, til að mynda á samlífisbakteríum fléttna og notagildi þeirra í tengslum við umhverfislíftækni.

Hvaða bakteríur eru þetta? Hvaða hlutverki gegna þær? Eru þær raunverulegur hluti af fléttusambýlinu? Hvernig dreifast bakteríurnar innan fléttunnar? Þessar spurningar eru á meðal þeirra sem Auður hefur fengist við í rannsóknarverkefnum sínum. Í ljós hefur komið að samlífisbakteríur fléttna gegna mikilvægu hlutverki í fléttusambýlinu. Þær koma meðal annars við sögu í upptöku á ólífrænum næringarefnum, til að mynda fosföt úr umhverfinu, ásamt því að taka þátt í næringaröflun með niðurbroti á fjölliðum.

Dæmi um þær yfirstandandi rannsóknir sem Auður stundar nú tengjast plöntusýklum, en meðal þeirra baktería sem einangraðar hafa verið úr fléttum úr fyrri verkefnum Auðar eru stofnar sem líkjast plöntusýklinum Pseudomonas syringae. Í yfirstandandi rannsóknum hennar er því til dæmis leitast við að svara rannsóknarspurningum á borð við hvort fléttur reynist vera óvirkir smitberar plöntusýkla í náttúrunni og hvort þeir bakteríustofnar, sem nú þegar hafa verið einangraðir, búi yfir þeim meinvirkniþáttum og sóttburðargenum sem algengir plöntusýklar á borð við P. syringae bera.

Auður fæddist á Egilsstöðum árið 1982. Hún lauk BS-prófi í líftækni frá Háskólanum á Akureyri árið 2007 og MS-prófi í auðlindafræði, með áherslu á líftækni, frá sama skóla árið 2009. Doktorsprófi í líffræði lauk Auður frá Háskóla Íslands árið 2016. Frá árinu 2016 hefur hún starfað sem aðjúnkt í líftækni við Háskólann á Akureyri.

Mynd:
  • Úr safni HA.

Útgáfudagur

9.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Auður Sigurbjörnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2018, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75931.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 9. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Auður Sigurbjörnsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75931

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Auður Sigurbjörnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2018. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75931>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Auður Sigurbjörnsdóttir rannsakað?
Auður Sigurbjörnsdóttir er aðjúnkt í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hún fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, til að mynda á samlífisbakteríum fléttna og notagildi þeirra í tengslum við umhverfislíftækni.

Fléttur eru þekktar sem sambýli sveppa og ljóstillífandi lífvera, ýmist grænþörunga eða blábaktería. Saman mynda þessar lífverur harðgert sambýli sem vex á stöðum þar sem gróður á oft erfitt uppdráttar en fléttur eru til dæmis oft það fyrsta sem vex á nýju hrauni. Innan fléttusambýlisins er einnig að finna stórt og fjölbreytt samfélag annarra baktería, sem þó hefur afar lítið verið rannsakað þar til á allra síðustu árum.

Auður fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, til að mynda á samlífisbakteríum fléttna og notagildi þeirra í tengslum við umhverfislíftækni.

Hvaða bakteríur eru þetta? Hvaða hlutverki gegna þær? Eru þær raunverulegur hluti af fléttusambýlinu? Hvernig dreifast bakteríurnar innan fléttunnar? Þessar spurningar eru á meðal þeirra sem Auður hefur fengist við í rannsóknarverkefnum sínum. Í ljós hefur komið að samlífisbakteríur fléttna gegna mikilvægu hlutverki í fléttusambýlinu. Þær koma meðal annars við sögu í upptöku á ólífrænum næringarefnum, til að mynda fosföt úr umhverfinu, ásamt því að taka þátt í næringaröflun með niðurbroti á fjölliðum.

Dæmi um þær yfirstandandi rannsóknir sem Auður stundar nú tengjast plöntusýklum, en meðal þeirra baktería sem einangraðar hafa verið úr fléttum úr fyrri verkefnum Auðar eru stofnar sem líkjast plöntusýklinum Pseudomonas syringae. Í yfirstandandi rannsóknum hennar er því til dæmis leitast við að svara rannsóknarspurningum á borð við hvort fléttur reynist vera óvirkir smitberar plöntusýkla í náttúrunni og hvort þeir bakteríustofnar, sem nú þegar hafa verið einangraðir, búi yfir þeim meinvirkniþáttum og sóttburðargenum sem algengir plöntusýklar á borð við P. syringae bera.

Auður fæddist á Egilsstöðum árið 1982. Hún lauk BS-prófi í líftækni frá Háskólanum á Akureyri árið 2007 og MS-prófi í auðlindafræði, með áherslu á líftækni, frá sama skóla árið 2009. Doktorsprófi í líffræði lauk Auður frá Háskóla Íslands árið 2016. Frá árinu 2016 hefur hún starfað sem aðjúnkt í líftækni við Háskólann á Akureyri.

Mynd:
  • Úr safni HA.

...