Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1357 svör fundust
Hvar finn ég reglur um hvernig á að nota kommur í íslensku ritmáli?
Opinberar réttritunarreglur hér á landi er að finna í ritreglum Íslenskrar málnefndar. Í 21. kafla ritreglnanna er fjallað sérstaklega um kommur. Svo er einnig vert að benda á rafræna ritið Íslensk réttritun eftir Jóhannes B. Sigtryggsson. Það er samið sérstaklega til stuðnings við fyrrnefndar ritreglur og mar...
Er 1997 prímtala?
Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í september 2013?
Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör septembermánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Er einhver merkingarmunur á orðunum krús, mál, fantur og bolli? Ég er að læra íslensku en mér finnst þetta mjög óljóst. Geta málmar gufað upp ef þeir eru hitaðir nægilega mikið? Hvaða land eða lönd ei...
Til hvers notum við frumtölur?
Frumtölur eru aðalviðfangsefni heillar stærðfræðigreinar sem kallast talnafræði. En í öllum greinum stærðfræði og í hagnýtingum á stærðfræði þar sem þarf að nota náttúrlegar tölur að einhverju marki má búast við að hugtakið frumtala stingi upp kollinum fyrr eða síðar. Náttúrleg tala kallast frumtala ef einu tö...
Hver eru OECD-ríkin og hvað merkir skammstöfunin?
OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...
Á hvaða plánetu gerist Star Wars?
Eins og kemur fram í upphafi hverrar kvikmyndar í Stjörnustríðsflokknum (e. Star Wars) segja þær sögu sem gerðist fyrir löngu síðan, í órafjarlægri vetrarbraut („A long time ago in a galaxy far, far away“). Þessi vetrarbraut, sólkerfi hennar og reikistjörnur eru þó ekki byggð á raunverulegum fyrirbærum...
Hvaða dýrategund telur flesta einstaklinga?
Upprunalega spurningin var: Hvert er fjölmennasta dýr jarðar eða hvaða tegund? Stutta svarið er að það er ekki vitað hvaða einstaka tegund telur flesta einstaklinga en það er væntanlega einhver smár hryggleysingi. Tölur um stofnstærðir eru alltaf mat vísindamanna því ógerlegt er að telja alla einstaklin...
Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?
Afdrif steintaflnanna með boðorðunum 10 eru samofin afdrifum sáttmálsarkarinnar. Í raun veit enginn með vissu hvað um þetta varð en ýmsar kenningar hafa verið settar fram, flestar byggðar á lestri á Biblíunni. Steintöflurnar Samkvæmt 5. Mósebók gerði Drottinn sáttmála við Ísrael nærri fjallinu Hóreb (Sínaí) o...
Ef maður er ekki orðinn 16 ára þá verður maður að vera komin inn kl 22. Hvenær má maður þá fara út aftur?
Um útivistartíma barna og unglinga er fjallað í lögum nr. 80 frá árinu 2002 sem í daglegu tali kallast barnaverndarlög. Þar er fjallað sérstaklega um útivistartíma í kafla sem ber yfirskriftina ‘Almenn verndarákvæði’ og í 92. gr. er talað um að börn 12 ára og yngri eigi að vera komin heim til sín eigi síðar en kl....
Hvað er stærsti maður í heimi stór?
Sá maður sem mælst hefur hæstur í heimi er Robert Pershing Wadlow. Hann fæddist í Alton í Illinoisfylki í Bandaríkjunum þann 22. febrúar 1918. Wadlow gnæfir yfir samnemendur sína við útskrift úr framhaldsskóla árið 1936 Í fyrstu var fátt sem benti til þess að Wadlow yrði frábrugðinn öðrum börnum því við fæð...
Hvenær voru þýska og hollenska sama tungumálið?
Bæði þýska og hollenska teljast til germanskra mála. Vaninn er að skipta germönskum málum í þrjá hópa: Þýska og hollenska teljast til vestur-germönsku, gotneska taldist til austur-germönsku og Norðurlandamálin tilheyra flest norður-germönsku. Vestur-germönsk mál greindust snemma í mállýskur. Hollenska varð upph...
Hvað eru mörg þorskhrogn í hverjum hrognabuxum og af hverju þurfa þau að vera svona mörg?
Fáar dýrategundir eru jafn frjósamar og atlantshafsþorskurinn (Gadus morhua). Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi hrogna í eggjasekk þorskhrygnu er á bilinu 4-7 milljónir. Eggjasekkurinn gengur einnig undir nöfnunum hrognasekkur, hrognabuxur og hrognabrækur. Eftir hrygningu yfirgefur hrygnan eggin. Þau fljóta síðan rét...
Hvað gerist ef maður hættir að taka lyf við hægum skjaldkirtli?
Skjaldkirtillinn er fiðrildislaga líffæri neðarlega í framanverðum hálsinum. Hann myndar skjaldkirtilshormónið þýroxín sem stjórnar meðal annars efnaskiptum líkamans, vexti og þroska, sem og virkni taugakerfisins, auk þess sem ákveðnar frumur í skjaldkirtlinum mynda hormónið kalsítónín. Meira má lesa um skjaldkirt...
Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?
Oskar Schindler var af þýskum ættum, fæddur árið 1908 í þeim hluta keisaradæmisins Austurríkis-Ungverjalands sem nú tilheyrir Tékklandi. Eftir að hafa reynt fyrir sér með ýmsan rekstur sem ekki gekk sem skildi, komst hann yfir verksmiðju í Kraká skömmu eftir innrás Þjóðverja í Pólland. Schindler mannaði verksm...
Hvað hafa Bandaríkjamenn farið margar geimferðir frá upphafi?
Bandaríkjamenn hafa farið 136 mannaðar ferðir frá upphafi. Frægasta verkefni NASA í slíkum ferðum er sjálfsagt Apollo-verkefnið, en þær flaugar rannsökuðu tunglið:Apollo-1 1967 (Ferðin var raunar ekki farin vegna óhapps í undirbúningi).Apollo-7 1968Apollo-8 1968Apollo-9 1969Apollo-10 1969Apollo-11 1969 (til tungls...