Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Oskar Schindler var af þýskum ættum, fæddur árið 1908 í þeim hluta keisaradæmisins Austurríkis-Ungverjalands sem nú tilheyrir Tékklandi. Eftir að hafa reynt fyrir sér með ýmsan rekstur sem ekki gekk sem skildi, komst hann yfir verksmiðju í Kraká skömmu eftir innrás Þjóðverja í Pólland.

Schindler mannaði verksmiðjuna með gyðingum. Til að byrja með var það ekki af hugsjón heldur voru gyðingar ódýrt vinnuafl sem hann fékk með aðstoð þýskra herforingja og vina sinna í nasistaflokknum en Schindler var sjálfur í flokknum. Þegar leið á stríðið opnuðust augu hans fyrir þeirri hræðilegu meðferð sem gyðingar fengu. Hann fór því að leggja allt kapp á að vernda þá sem fyrir hann unnu og koma í veg fyrir að þeir yrðu sendir á aðra og verri staði sem þeir ættu ekki afturkvæmt frá.

Undir lok stríðsins, þegar Rauði herinn nálgaðist búðir Þjóðverja í Póllandi beitti Schindler sér fyrir því að hans fólk yrði flutt til Súdetalands, þar sem núna er Tékkland, til að vinna í verksmiðju þar og bjargaði því þar með frá því að verða flutt í útrýmingarbúðir.

Nákvæmlega hversu mörgum gyðingum Schindler bjargaði er ekki vitað með vissu en þeir eru gjarnan taldir vera tæplega 1.200. Í byrjun apríl árið 2009 fannst listi með nöfnum 801 gyðings sem Schindler forðaði frá því að lenda í útrýmingarbúðum og er hann dagsettur 18. apríl 1945. Listinn fannst þegar starfsmenn bóksafnsins New South Wales State Library í Ástralíu voru að fara í gegnum gögn frá ástralska rithöfundinum Thomas Keneally.

Keneally er höfundur bókarinnar Schindler's Ark sem kom út árið 1982. Sagt er að þessi listi sem nú er kominn fram hafi verið eitt af því sem sannfærði hann um að skrifa sögu Schindlers. Árið 1993 var kvikmynd Steven Spielberg Listi Schindlers frumsýnd og er handrit hennar byggt á bók Keneally. Myndin varð mjög vinsæl og hlaut sjö Óskarsverðlaun.



Liam Neeson og Ben Kingsley í hlutverkum sínum sem Oskar Schindler og Itzhak Stern í myndinni Listi Schindlers (e. Schindler's List).

Af Schindler er það hins vegar að segja að í stríðslok var hann slyppur og snauður eftir að hafa notað þann auð sem hann áður hafði safnað til þess að bjarga gyðingum. Hann fluttist til Argentínu árið 1948 en vegnaði ekkert sérstaklega vel þar. Eftir gjaldþrot fluttist hann aftur til Þýskalands árið 1957. Honum tókst þó ekki að koma undir sig fótunum aftur og sá rekstur sem hann reyndi gekk ekki vel.

Oskar Schindler lést í Þýskalandi þann 9. október 1974, 66 ára að aldri. Hann er jarðsettur í kaþólska kirkjugarðinum á Síonhæð í Jerúsalem, eini meðlimur nasistaflokksins sem hvílir þar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hvað hét þýski Súdetinn sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.4.2009

Síðast uppfært

24.4.2018

Spyrjandi

Magnús Ingi Jónsson, f. 1992

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48001.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2009, 15. apríl). Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48001

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48001>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Oskar Schindler sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?
Oskar Schindler var af þýskum ættum, fæddur árið 1908 í þeim hluta keisaradæmisins Austurríkis-Ungverjalands sem nú tilheyrir Tékklandi. Eftir að hafa reynt fyrir sér með ýmsan rekstur sem ekki gekk sem skildi, komst hann yfir verksmiðju í Kraká skömmu eftir innrás Þjóðverja í Pólland.

Schindler mannaði verksmiðjuna með gyðingum. Til að byrja með var það ekki af hugsjón heldur voru gyðingar ódýrt vinnuafl sem hann fékk með aðstoð þýskra herforingja og vina sinna í nasistaflokknum en Schindler var sjálfur í flokknum. Þegar leið á stríðið opnuðust augu hans fyrir þeirri hræðilegu meðferð sem gyðingar fengu. Hann fór því að leggja allt kapp á að vernda þá sem fyrir hann unnu og koma í veg fyrir að þeir yrðu sendir á aðra og verri staði sem þeir ættu ekki afturkvæmt frá.

Undir lok stríðsins, þegar Rauði herinn nálgaðist búðir Þjóðverja í Póllandi beitti Schindler sér fyrir því að hans fólk yrði flutt til Súdetalands, þar sem núna er Tékkland, til að vinna í verksmiðju þar og bjargaði því þar með frá því að verða flutt í útrýmingarbúðir.

Nákvæmlega hversu mörgum gyðingum Schindler bjargaði er ekki vitað með vissu en þeir eru gjarnan taldir vera tæplega 1.200. Í byrjun apríl árið 2009 fannst listi með nöfnum 801 gyðings sem Schindler forðaði frá því að lenda í útrýmingarbúðum og er hann dagsettur 18. apríl 1945. Listinn fannst þegar starfsmenn bóksafnsins New South Wales State Library í Ástralíu voru að fara í gegnum gögn frá ástralska rithöfundinum Thomas Keneally.

Keneally er höfundur bókarinnar Schindler's Ark sem kom út árið 1982. Sagt er að þessi listi sem nú er kominn fram hafi verið eitt af því sem sannfærði hann um að skrifa sögu Schindlers. Árið 1993 var kvikmynd Steven Spielberg Listi Schindlers frumsýnd og er handrit hennar byggt á bók Keneally. Myndin varð mjög vinsæl og hlaut sjö Óskarsverðlaun.



Liam Neeson og Ben Kingsley í hlutverkum sínum sem Oskar Schindler og Itzhak Stern í myndinni Listi Schindlers (e. Schindler's List).

Af Schindler er það hins vegar að segja að í stríðslok var hann slyppur og snauður eftir að hafa notað þann auð sem hann áður hafði safnað til þess að bjarga gyðingum. Hann fluttist til Argentínu árið 1948 en vegnaði ekkert sérstaklega vel þar. Eftir gjaldþrot fluttist hann aftur til Þýskalands árið 1957. Honum tókst þó ekki að koma undir sig fótunum aftur og sá rekstur sem hann reyndi gekk ekki vel.

Oskar Schindler lést í Þýskalandi þann 9. október 1974, 66 ára að aldri. Hann er jarðsettur í kaþólska kirkjugarðinum á Síonhæð í Jerúsalem, eini meðlimur nasistaflokksins sem hvílir þar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hvað hét þýski Súdetinn sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?
...