Af Schindler er það hins vegar að segja að í stríðslok var hann slyppur og snauður eftir að hafa notað þann auð sem hann áður hafði safnað til þess að bjarga gyðingum. Hann fluttist til Argentínu árið 1948 en vegnaði ekkert sérstaklega vel þar. Eftir gjaldþrot fluttist hann aftur til Þýskalands árið 1957. Honum tókst þó ekki að koma undir sig fótunum aftur og sá rekstur sem hann reyndi gekk ekki vel. Oskar Schindler lést í Þýskalandi þann 9. október 1974, 66 ára að aldri. Hann er jarðsettur í kaþólska kirkjugarðinum á Síonhæð í Jerúsalem, eini meðlimur nasistaflokksins sem hvílir þar. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands? eftir Pál Björnsson
- Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz? eftir Jónu Símoníu Bjarnadóttur
- Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar? eftir Gísla Gunnarsson
- Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið? eftir Gísla Gunnarsson
- Oskar Schindler á Wikipedia. Skoðað 7. 4. 2009.
- Schindler's List found in Sydney á BBC News Asia - Pacific. Skoðað 7. 4. 2009.
- Listi Schindlers finnst í Ástralíu á Mbl.is. Skoðað 7. 4. 2009.
- Oskar Schindler á Holocaust Education & Archive Research Team. Skoðað 7. 4. 2009.
- Schindler's List á Film Reference. Skoðað 14. 4. 2009.
Hvað hét þýski Súdetinn sem bjargaði gyðingum með því að láta þá vinna í verksmiðjum sínum?