Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3490 svör fundust
Hver voru áhrif hvalveiða á íslenskt samfélag á 19. öld?
Hvalveiðar voru stundaðar frá Íslandi frá því á miðöldum, og á 17. öld sóttu útlendingar mikið til veiða hér, einkum Baskar frá Spáni og Frakkar. Eftir það dró smám saman úr þessum veiðum, og fram eftir 19. öld var sáralítið um hvalveiði, aðeins nýttir hvalir sem rak stundum á land. En á síðustu áratugum aldarinna...
Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?
Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...
Hver var Drakúla?
Drakúla er þekktastur sem sögupersóna í samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Bram Stokers (1847-1912). Sagan Drakúla kom fyrst út árið 1897 og er að mestu í bréfaskáldsöguformi, en dagbókarbrot, blaðafrásagnir og skeyti drífa frásögnina einnig áfram. Bréfaskáldsagan á rætur að rekja til 18. aldar og af slíkum...
Tengdist svartidauði Skaftáreldum eitthvað?
Nei, við vitum ekki til þess að svartidauði og Skaftáreldar tengist á nokkurn hátt. Í báðum tilfellum var reyndar stórt skarð höggvið í íslensku þjóðina en það er engin bein tenging á milli þessara hamfara enda tæplega 300 ár frá því að svartadauða var síðast vart á Íslandi og þar til Lakagígar tóku að gjósa. F...
Af hverju var Kínamúrinn búinn til? Var hann í austri, vestri eða suðri?
Kínamúrinn var reistur til að verjast innrás Mongóla. Elstu hlutar múrsins eru frá fyrstu öldum fyrir Krist en mestur hluti múrsins sem stendur í dag er frá 15. öld. Kínamúrinn er á norðurlandamærum Kína og gengur í austur og vestur. Kínamúrinn. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvað er Kínamúrinn gamall og l...
Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?
Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...
Hver er munurinn á að hafa i eða y í orði þar sem það heyrist ekkert öðruvísi?
Í elsta sérhljóðakerfi íslensku voru sérhljóðarnir i og y bornir fram á tvo vegu. Sérhljóðið i var þá borið fram líkt og í nú. Það er og var ókringt, það er varirnar eru ekki hringmyndaðar eins og til dæmis þegar u er borið fram. Sérhljóðið e var borið fram líkt og i nú. Sérhljóðið y aftur á móti var kringt eins o...
Af hverju heitir Írafell í Kjós þessu nafni og hvað er sá bær gamall?
Írafell er þekkt á nokkrum stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548 (Íslenskt fornbréfasafn XII:107 og víðar). Í 18. aldar heimildum er getið um Írafel...
Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi?
Við þurfum að giska á nokkrar forsendur til að svara þessari spurningu og séu þær rangar, er svarið það augsýnilega líka. Forsendurnar eru: Meðallífaldur hverrar kynslóðar hér á landi. Fjöldi í hverri kynslóð. Við skulum gefa okkur að meðallífaldur hafi verið um 40 ár fram til 1900 en 55 ár eftir það. Við skulu...
Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?
Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu. Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Ísle...
Hvaða áhrif hafði fútúrismi á tónlist snemma á 20. öld?
Fútúrismi var hreyfing sem mest kvað að í bókmenntum og myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Hreyfingin kom bæði fram á Ítalíu og í Rússlandi. Ítalski fútúrisminn einkenndist af mikilli dýrkun á vélum og hraða nútímans en hafði ímugust á fortíðinni. Eitt helsta einkenni fútúrismans voru stefnuyfirlýsingar af ýmsu tag...
Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?
Sögnin að kalóna, sem einnig er til í myndinni kalúna, er notuð um að hita vambir sláturdýra í sjóðandi vatni til þess að losa slímhúð innan úr þeim. Hún hefur líklegast orðið til við dönsk áhrif en í dönsku er nafnorðið kallun notað um 'vinstur jórturdýra'. Danska orðið á rætur að rekja til miðaldalatínu calduna ...
Hver er uppruni íslensku bókstafanna ð og þ?
Rúnin þurs var til í norrænu rúnaletri. Hún var einnig til í engilsaxnesku rúnaletri og hét þar þorn. Engilsaxar tóku hana upp í latínuletur sitt vegna þess að þá vantaði tákn fyrir tannmælt önghljóð, það er þau hljóð sem í íslensku eru skrifuð með ‘þ’ og ‘ð’. Íslendingar og Norðmenn tóku sennilega upp bókstafinn ...
Hvenær var byssan fundin upp?
Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær byssur koma fram á sjónarsviðið og það er heldur ekki hægt að tilgreina einhvern einn einstakling sem „fann þær upp“. Byssur eru dæmi um „tækni“ sem þróaðist á löngum tíma, á mörgum stöðum og margir lagt eitthvað til. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hver...
Hvað getið þið sagt mér um rímur?
Rímur eru sérstök tegund íslenskra söguljóða. Þær eiga rætur að rekja til síðari hluta miðalda en rímnaformið kom fram á 14. öld og var fullmótað á þeirri 15. Alla tíð síðan hafa menn kveðið rímur án þess að verulegar breytingar yrðu á þeim. Í rímunum er sögð saga. Skáldin semja ekki söguna heldur endursegja ha...