Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4760 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er myrkur?

Allt ljós kemur frá ljósgjöfum, eins og ljósaperum og sólstjörnum. Myrkur er einfaldlega skortur á ljósi. Ef við erum stödd í lokuðu herbergi þar sem kveikt er á ljósi finnum við að það er bjart, jafnvel þótt við horfum ekki beint í ljósið. Ljósið skín á veggina sem gleypa hluta þess en hluti ljóssins endurvarpast...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Ingólfsson rannsakað?

Oddur Ingólfsson er prófessor í eðlisefnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Meginrannsóknasvið Odds lýtur að víxlverkun lágorkurafeinda við sameindir og sameindaþyrpingar. Á því sviði hefur hann meðal annars stundað rannsóknir á hlutverki lágorkurafeinda í rafgasi, í geislaskaða á lífsameindum og á hlu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra?

Helstu flokkar vöðvavefja hjá hryggdýrum eru sléttir vöðvar, þverrákóttir vöðvar og hjartavöðvinn. Þessir vöðvavefir hafa mismunandi eiginleika og útlit. Þverrákóttir vöðvar samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað veldur ólagi á hormónastarfsemi og hvaða lyf er hægt að fá við því?

Hormón mannslíkamans eru mörg og frá mörgum framleiðslustöðvum, kirtlum og innkirtlum. Starfsemi þeirra er stýrt af stjórnstöðvum sem eru jafnmargslungnar og hormónin eru mörg og flókin. Í stjórnstöðvunum eru frumur og efnahvatar sem lesa úr breytingum í blóði og líkamsvökvum, vessum, hvernig framleiðslu hvers ákv...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir að hafa Damóklesarsverð hangandi yfir sér og hver er uppruni orðatiltækisins?

Damókles var hirðmaður Díonýsíosar týranna (405-367 f. Kr.) í Sýrakúsu á Sikiley. Samkvæmt ýmsum frásögnum á Damókles að hafa talað fjálglega um hamingju Díonýsíosar sem væri tilkomin vegna auðs og valda. Díonýsíos ákvað því að sýna hirðmanni sínum hvernig hamingju hans væri raunverulega háttað. Hann bauð Damó...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust?

Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvaða afleiðingar eyðing regnskóganna mundi hafa enda er enn mörgum spurningum ósvarað um hringrás kolefnis og súrefnis á jörðinni. Amasonregnskógurinn er uppspretta mikils hluta ferskvatns á jörðinni og hefur áhrif á veðrakerfi Norður- og Suður-Ameríku. Regnskógartré eru geysist...

category-iconUmhverfismál

Hvernig er flæði koltvíoxíðs úr lofti og í sjó háttað við Ísland?

Almennt er fjallað um flæði CO2 milli lofts og sjávar í svari við spurningunni Af hverju og hvernig fer koltvíoxíð úr loftinu og í sjóinn? og bendum við lesendum á að skoða það svar fyrst. Rannsóknir á CO2 í sjó við Ísland hófust 1983 í ársfjórðungslegum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar til mælinga á ástandi s...

category-iconTölvunarfræði

Hvaða áhrif hefur Facebook haft á samskipti fólks?

Haustið 2012 var talið að um einn milljarður manna væri með síðu á samskiptavefnum Facebook, og þar af voru Íslendingar tæplega 220.000. Hafa ber í huga að meðtalin eru félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir sem hafa sett upp persónusíður þó slíkt sé brot á reglum vefjarins. Fremur lítið er vitað um notkun Íslend...

category-iconEfnafræði

Er hægt að eima sjó þannig að vatnið verði drykkjarhæft?

Vísindavefurinn hefur fengið margar spurningar um sjó og eimingu og þeim er öllum svarað hér: Hvernig getur maður búið til ferskt vatn út sjó? Hvers vegna er ekki hægt að breyta sjó í drykkjarhæft ástand (hreint vatn)? Hvernig er hægt að hreinsa sjó og gera að ferskvatni? Ef ég er staddur á fleka á mið...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Snýst tunglið um möndul sinn eða ekki?

Spurningin í heild var sem hér segir: Nú hef ég heyrt að tunglið snúi alltaf sömu hlið að jörðinni, þ.e. snúist ekki um möndul sinn. Einnig hef ég heyrt að einn sólarhringur á tunglinu sé 29 dagar, sem þýðir að tunglið snýst um möndul sinn. Getur verið að sú saga hafi komist á kreik að tunglið sneri alltaf sömu h...

category-iconFélagsvísindi

Ef framið er morð á svæði sem ekkert land hefur yfirráð yfir, hver sækir brotamanninn til saka?

Þegar afbrot eru framin þarf að ákvarða eftir hvaða lögum er farið við úrlausn málsins. Almenna reglan er sú að dæmt er eftir reglum þess lands þar sem brotið er framið, hvort sem brotamaður er með ríkisborgararétt þar eða ekki. Á þessu eru þó ákveðnar undantekningar, til dæmis út frá reglum um svonefndan úrlendis...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða rannsóknir hefur Hanna Óladóttir stundað?

Hanna Óladóttir er aðjúnkt í íslensku við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi í málfræði frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands 2017. Rannsóknir hennar eru á sviði félagsmálfræði og hafa snúist um viðhorf fólks til íslensku. Í upphafi beindi hún sjónum að viðhorfi Íslendinga til enskra áhrifa á mál...

category-iconLögfræði

Hver á forkaupsrétt á landi sem er í óskiptri sameign tveggja einstaklinga, sem eiga ójafna hluta í landinu? Skiptir lögheimili eiganda þá máli?

Í 3. grein jarðalaga, laga númer 65 frá árinu 1976 segir að lögin taki til: jarða, jarðarhluta, afréttarlanda, öræfa og landspildna, svo og til ítaka, skóga, vatnsréttinda, veiðiréttinda og hvers konar annarra hlunninda, hvort sem þau eru skilin frá jörð eður ei. Þéttbýlissvæði, sem skipulögð eru fyrir fasta búset...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar menn hátta sig eða fara í háttinn?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég og Nína barnabarnið mitt erum að velta fyrir okkur sõgninni að hátta. Hátta sig eða fara í háttinn. Hvaðan kemur þetta og hvernig verður orðið hátta til? Karlkynsnafnorðið háttur merkir ‘venja, útlit, aðferð ...’ og af því er leidd sögnin hátta ‘haga til’, til dæmis því er s...

category-iconHugvísindi

Af hverju lesa Vesturlandabúar frá vinstri til hægri og niður blaðsíðuna?

Það er yfirleitt þægilegast að lesa vestræna texta frá vinstri til hægri niður síðuna því að þannig eru samfelldir textar vanalega settir á blaðið. Á öðrum menningarsvæðum er þessu öðruvísi háttað. Arabíska er skrifuð frá hægri til vinstri og í Austur-Asíu er textinn í lóðréttum línum eða dálkum sem eru lesnir ofa...

Fleiri niðurstöður