Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver á forkaupsrétt á landi sem er í óskiptri sameign tveggja einstaklinga, sem eiga ójafna hluta í landinu? Skiptir lögheimili eiganda þá máli?

Halldór Gunnar Haraldsson

Í 3. grein jarðalaga, laga númer 65 frá árinu 1976 segir að lögin taki til: jarða, jarðarhluta, afréttarlanda, öræfa og landspildna, svo og til ítaka, skóga, vatnsréttinda, veiðiréttinda og hvers konar annarra hlunninda, hvort sem þau eru skilin frá jörð eður ei. Þéttbýlissvæði, sem skipulögð eru fyrir fasta búsetu manna, sem ekki stunda landbúnað, eru þó undanskilin ákvæðum laganna. Í 1. málsgrein 30. greinar jarðalaganna segir enn fremur að eigi að selja fasteignarréttindi, sem lögin taki til, samanber 3. grein, eigi sveitarstjórn þess sveitarfélags, þar sem eignin er, forkaupsrétt að þeim, nema um sé að ræða ráðstöfun ættaróðals samkvæmt 35. grein laganna. Í 2. málsgrein 30. greinar segir þó að hafi leiguliði setið jörð í 10 ár eða lengur eigi hann forkaupsrétt á undan sveitarstjórn enda taki hann jörðina til ábúðar og fullra nytja. Samkvæmt 3. málsgrein 30. greinar er sveitarstjórn, sem á forkaupsrétt samkvæmt 1. málsgrein, heimilt að framselja rétt sinn til Jarðasjóðs ríkisins, enda sé það gert innan 30 daga frá því að forkaupsréttartilboð barst sveitarstjórn.

30. grein jarðalaga er ef til vill það forkaupsréttarákvæði sem hvað mest reynir á. Af þessu ákvæði má ráða að almennt sé það sveitarstjórn þess sveitarfélags þar sem eignin er sem á forskaupsrétt að henni. Hafi leiguliði hins vegar setið jörð í 10 ár eða lengur á hann forkaupsrétt á undan sveitarstjórn. Í þessu sambandi skiptir lögheimili eiganda jarðar engu máli. Þess ber þó að gæta að forkaupsréttur þarf ekki nauðsynlega að styðjast við 30. grein jarðalaga. Hann getur stuðst við ýmis önnur lagaákvæði sem eru á víð og dreif í lögum eða jafnvel ákvæði samninga sem borgararnir gera sín í milli. Hlýtur það að ráðast af viðkomandi lögum eða samningi hverju sinni hvernig forkaupsrétti er háttað. Almennt má þó segja að lögheimili eiganda skipti ekki máli. Um forkaupsrétt gilda að öðru leyti nokkuð margslungnar reglur og margbreytilegar sem ekki verður farið út í hér að sinni.

Heimild: Gaukur Jörundsson: Eignarréttur 1.-2. bindi, útg. 1982-1983.

Höfundur

Útgáfudagur

7.6.2002

Spyrjandi

Lilja Gunnarsdóttir

Tilvísun

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hver á forkaupsrétt á landi sem er í óskiptri sameign tveggja einstaklinga, sem eiga ójafna hluta í landinu? Skiptir lögheimili eiganda þá máli?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2471.

Halldór Gunnar Haraldsson. (2002, 7. júní). Hver á forkaupsrétt á landi sem er í óskiptri sameign tveggja einstaklinga, sem eiga ójafna hluta í landinu? Skiptir lögheimili eiganda þá máli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2471

Halldór Gunnar Haraldsson. „Hver á forkaupsrétt á landi sem er í óskiptri sameign tveggja einstaklinga, sem eiga ójafna hluta í landinu? Skiptir lögheimili eiganda þá máli?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2471>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver á forkaupsrétt á landi sem er í óskiptri sameign tveggja einstaklinga, sem eiga ójafna hluta í landinu? Skiptir lögheimili eiganda þá máli?
Í 3. grein jarðalaga, laga númer 65 frá árinu 1976 segir að lögin taki til: jarða, jarðarhluta, afréttarlanda, öræfa og landspildna, svo og til ítaka, skóga, vatnsréttinda, veiðiréttinda og hvers konar annarra hlunninda, hvort sem þau eru skilin frá jörð eður ei. Þéttbýlissvæði, sem skipulögð eru fyrir fasta búsetu manna, sem ekki stunda landbúnað, eru þó undanskilin ákvæðum laganna. Í 1. málsgrein 30. greinar jarðalaganna segir enn fremur að eigi að selja fasteignarréttindi, sem lögin taki til, samanber 3. grein, eigi sveitarstjórn þess sveitarfélags, þar sem eignin er, forkaupsrétt að þeim, nema um sé að ræða ráðstöfun ættaróðals samkvæmt 35. grein laganna. Í 2. málsgrein 30. greinar segir þó að hafi leiguliði setið jörð í 10 ár eða lengur eigi hann forkaupsrétt á undan sveitarstjórn enda taki hann jörðina til ábúðar og fullra nytja. Samkvæmt 3. málsgrein 30. greinar er sveitarstjórn, sem á forkaupsrétt samkvæmt 1. málsgrein, heimilt að framselja rétt sinn til Jarðasjóðs ríkisins, enda sé það gert innan 30 daga frá því að forkaupsréttartilboð barst sveitarstjórn.

30. grein jarðalaga er ef til vill það forkaupsréttarákvæði sem hvað mest reynir á. Af þessu ákvæði má ráða að almennt sé það sveitarstjórn þess sveitarfélags þar sem eignin er sem á forskaupsrétt að henni. Hafi leiguliði hins vegar setið jörð í 10 ár eða lengur á hann forkaupsrétt á undan sveitarstjórn. Í þessu sambandi skiptir lögheimili eiganda jarðar engu máli. Þess ber þó að gæta að forkaupsréttur þarf ekki nauðsynlega að styðjast við 30. grein jarðalaga. Hann getur stuðst við ýmis önnur lagaákvæði sem eru á víð og dreif í lögum eða jafnvel ákvæði samninga sem borgararnir gera sín í milli. Hlýtur það að ráðast af viðkomandi lögum eða samningi hverju sinni hvernig forkaupsrétti er háttað. Almennt má þó segja að lögheimili eiganda skipti ekki máli. Um forkaupsrétt gilda að öðru leyti nokkuð margslungnar reglur og margbreytilegar sem ekki verður farið út í hér að sinni.

Heimild: Gaukur Jörundsson: Eignarréttur 1.-2. bindi, útg. 1982-1983....