Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 65 svör fundust
Hvenær er talið að síðasta ísöld hefjist, og hófst hún á sama tíma um allan heim?
Í stuttu máli er svarið að tímatal jarðfræðinnar telur síðustu ísöld hefjast um allan heim fyrir um það bil 2,6 milljón árum síðan. Það er svolítið lengra mál að skýra hvers vegna jarðvísindamenn velja að draga mörkin þarna. Alþjóðlegu jarðvísindasamtökin (International Union of Geological Sciences, IUGS) voru...
Er bannað að klæðast búrkum á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er bannað að klæðast búrkum og híjab á Íslandi? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega nei. Hér á landi hefur ekki verið lagt bann við því að klæðast búrkum, híjab eða sambærilegum klæðnaði. Þó hefur bann við búrkum verið rætt nokkuð, bæði á Alþingi og í samfé...
Hvernig varð Þingvallavatn til?
Þingvallavatn fyllir suðurenda Þingvalla-lægðarinnar svonefndu, sem er sigdalur milli Hengils í suðri og Skjaldbreiðar í norðri. Sigdalur þessi er afleiðing af landsigi vegna gliðnunar jarðskorpunnar milli Norður-Ameríku- og Evrasíuflekanna, enda er oft litið á Þingvallalægðina sem mörk flekanna tveggja, N-Amerík...
Skilar stjórnmálaáróður árangri og hvers vegna þá?
Samkvæmt skilgreiningu á áróðri er markmið sendenda (þeirra sem standa fyrir áróðrinum) að hafa áhrif á skoðanir, viðhorf og/eða hegðun viðtakenda (þeirra sem áróðurinn beinist að). Þegar stjórnmálaáróður er skoðaður er því mikilvægt að kanna hvernig hafa megi áhrif á viðhorf fólks. Í því samhengi er orðið fortölu...
Hver er munurinn á efri og neðri deild Bandaríkjaþings?
Bandaríkjaþingi er skipt í tvær deildir, öldungadeild og fulltrúadeild. Um þær er gjarnan talað sem efri og neðri deildir þótt þær séu ekki skilgreindar þannig í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í fyrstu grein stjórnarskrárinnar er löggjafarvaldið sett í hendur þingsins og því skipt í tvær deildir. Báðar deildirnar þur...
Í hverju hafa samskipti Íslands og Japans aðallega falist?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær fóru Japan og Ísland í opinbert stjórnmálasamband og í hverju hafa samskipti landanna helst falist? Ísland og Japan stofnuðu til opinbers stjórnmálasambands þann 8. desember árið 1956. Japanir áttu frumkvæði að viðræðunum, en Íslendingar þurftu að hugsa sig vel um áður ...
Af hverju eru Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið á móti því að Íranir eignist kjarnorkuvopn?
Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Bandaríkjamenn og alþjóðasamfélagið er mótfallið því að Íranir eignist kjarnorkuvopn því það gæti raskað valdajafnvægi í Mið-Austurlöndum, og þar með víðar í heiminum. Kjarnorkuvopn búa yfir miklum eyðileggingarmætti og geta þurrkað út heilu borgirnar. Nokkur...
Hvað var Gestapo og hvað gerðu menn þar?
Gestapo er stytting fyrir Geheime Staatspolizei sem þýðir Leynilögregla ríkisins. Hún var upphaflega mynduð innan prússnesku lögreglunnar, sem var sjálfstæð stofnun innan samnefnds héraðs í Þýskalandi fyrir stríð, og var henni ætlað að rannsaka og beita sér gegn andstæðingum nasista og Þriðja ríkisins. Síðar var s...
Hver var Margaret Mead og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?
Margaret Mead sem með sanni má kalla eina af mæðrum mannfræðinnar, fæddist 16. desember 1901 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, elst fjögurra systkina. Móðirin var félagsfræðingur að mennt og faðirinn prófessor í hagfræði við háskólann í Pennsylvaníu. Mead lauk meistaraprófi í sálfræði frá Barnard College og stundaði d...
Hver var Vladimir Lenín?
Vladimir Lenín og arfleifð hans hafa ætíð verið umdeild. Hann var leiðtogi rússnesku byltingarinnar, stjórnmálaflokks bolsévíka og fyrsti leiðtogi Sovétríkjanna. Hann lagði grunninn að hugmyndafræði sem við hann er kennd og nefnist lenínismi. Lenín tókst með ómældum viljastyrk og trú á málstað byltingarinnar að vi...
Hvað er arður, samkvæmt skilningi hagfræðinnar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skilgreinir hagfræðin hugtakið „arður“? Getur fyrirtæki tekið út arð ef það skuldar? Þá ekki lögfræðilega, heldur samkvæmt skilgreiningunni á orðinu. Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend. Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri t...
Hvað felst í því að skrá erfðamengi mannsins og hvað hefur það í för með sér?
Þessari spurningu um skráningu erfðamengis mannsins var svarað af Guðmundi Eggertssyni á fyrsta starfsári Vísindavefsins, árið 2000. Síðan þá hefur ýmislegt gerst á sviði erfðavísindanna og því full ástæða til að svara spurningunni á nýjan leik. Eldra svarið stendur þó enn fyrir sínu, sjá: Hvað felst í því að skr...
Hverjar voru helstu ástæðurnar fyrir hruni Sovétríkjanna?
Í endurminningum sínum segir Mikhail Gorbachev frá því að þegar hann kom til valda í Moskvu á vordögum 1985, sem aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, hafi beðið hans „snjóflóð“ af vandamálum. Þá var mikil stöðnun í Sovétríkjunum, bæði pólitískt og efnahagslega, og nýr leiðtogi þurfti svo sannarlega að brett...
Á hvaða tónlistartímabili hefur rafmagnsgítarinn verið mest notaður?
Rafmagnsgítarinn hefur leikið aðalhlutverk í rokktónlist allt frá því sú stefna varð til. Á undanförum árum hefur sala á hljóðfærinu þó dregist nokkuð saman. Ástæðan er meðal annars sú að megináherslur dægurtónlistariðnaðarins hafa jafnt og þétt færst frá rokki yfir í hipphopp, en í þeirri stefnu eru rafmagnsgítar...
Hverjir semja reglurnar um flóttamenn?
Mikilvægustu reglurnar um flóttamenn eru alþjóðlegar og samræmdar í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna með svokölluðum flóttamannasamningi. Hann var undirritaður árið 1951 af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og við hann var bætt árið 1967. Ísland gerðist aðili að samningnum árið 1957. Hvert þjóðríki setur sín...