Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 244 svör fundust
Hvenær verður næstu kynslóð geimsjónauka skotið á loft?
Frá árinu 1990 hefur verið hægt að rannsaka mörg fegurstu og um leið dularfyllstu fyrirbæri alheimsins með aðstoð Hubblesjónaukans. Vegna þeirrar þekkingar sem aflað hefur verið með honum hafa heilu kennslubækurnar í stjörnufræði verið endurskrifaðar. Áætlað var að næstu kynslóð geimsjónauka yrði skotið á loft...
Af hverju er ekki hægt að rökræða við konur?
Í spurningunni sjálfri kemur fram margt af því sem eitrar umræður og gerir þannig rökræður ómögulegar. Hún er til dæmis leiðandi, með því að svara spurningunni beint er hætt við að svarandi viðurkenni að spyrjandi hafi eitthvað til síns máls. Í henni felst alhæfing sem engin gögn eru fyrir og svo er hún fordómaful...
Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875?
Athugasemd ritstjórnar: Ýmis sértákn sem eiga að vera í þessu svari skila sér ekki á html-sniði. Til þess að lesa svarið með réttum táknum er hægt að skoða pdf-útgáfu svarsins. Vernerslögmálið er kennt við Danann Karl Adolf Verner (1846–1896) sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Það er í raun framhald ...
Hvað er ofurflæði?
Ofurflæði (superfluidity) er sá eiginleiki vökva að geta streymt án núnings. Ofurflæði er einungis þekkt í tveimur helínsamsætum, He-4 og He-3. Ástæða þess er sú að önnur efni hafa þegar breyst úr vökva í fast efni við það lága hitastig sem þarf til að ofurflæði geti átt sér stað. Sem dæmi má nefna að ofurflæði í ...
Hvenær varð grísk heimspeki til?
Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....
Hvers vegna er lausnarjafna annars stigs margliðu kölluð Jónas?
Í framhaldsskóla læra allir hvernig á að leysa annars stigs jöfnur eins og x2 - x + 1 = 0 með ýmsum aðferðum. Til dæmis er hægt að leysa þær með því að reyna á heppnina og stinga nokkrum tölum inn eða þátta jöfnuna í einfaldari liði sem hafa augljósar lausnir. Oft bregðast þessi ráð þó, eins og í jöfnunni hér að o...
Af hverju eru menn með jafnheitt blóð?
Þróunarfræði gerir greinarmun á tvennskonar spurningum: Nálægum (proximate) sem oftast eru „hvernig” spurningar (hvernig flyst blóðið um æðarnar) og fjarlægum eða endanlegum spurningum (ultimate) sem oftast eru spurningar „af hverju” eða „til hvers” eins og hér er spurt. Almennt svar byggist á tilgangshyggju (t...
Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?
SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum. SETI-...
Hefur brjóstaminnkun áhrif á getuna til að hafa barn á brjósti?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er örugglega hægt að hafa barn á brjósti eftir að hafa gengist undir brjóstaminnkunaraðgerð? Stórum brjóstum geta fylgt verkir í baki og öxlum. Einnig geta böndin á brjóstahaldaranum skorist inn í axlir og sært konur þannig að far sést á öxlum þeirra. Stórum brjóstum getur l...
Af hverju er Ísland eyja?
Skipta má þurrlendi jarðar í meginlönd annars vegar og eyjar hins vegar. Í svari við spurningunni Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja? er að finna eftirfarandi klausu: Í Íslenskri orðabók er sagt um eyju að hún sé land umflotið á alla vegu. Meginland er hins vegar stórt landsvæði þar sem jarðskorpan ...
Hvernig getur alheimurinn verið endalaus?
Það getur stundum verið erfitt að skilja hugtakið endalaust eða óendanlegt. Flestir sætta sig þó við að náttúrlegu tölurnar eru endalausar. Ef við byrjum að telja, 1,2,3,4 ... þá getum við í raun haldið áfram eins lengi og okkur endist ævin, því það er alveg sama hversu háa tölu við nefnum, við getum alltaf lagt 1...
Hversu langur er lífstíðardómur á Íslandi?
Þess misskilnings gætir stundum að lífstíðardómur samkvæmt íslenskum lögum feli ekki sér lífstíðarfangelsi heldur styttri refsingu. Svo er þó ekki – lífstíðardómur á Íslandi er eins og orðið gefur til kynna dómur sem gengur út á að viðkomandi er dæmdur til fangelsisvistar það sem eftir er ævinnar. Sá sem fengi slí...
Hvað gerist ef hitastigið heldur áfram að hækka svona?
Vísindamenn telja ljóst að hitastig á jörðinni sé að hækka. Á árunum 1906 til 2005 hækkaði meðalhiti á jörðinni um rúmlega 0.7°C. Enn fremur telja menn líklegast að orsakir þessarar hækkunar sé að finna í aukningu svonefndra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum. Áhrif af áframhaldandi hlýnun eru mjög mikil. Erfi...
Hvernig myndast sýklalyfjaþol?
Sýklar eru meðhöndlaðir með margskonar lyfjum en stundum verða þeir þolnir. Einnig er talað um lyfjaónæma stofna baktería. Orsökin fyrir tilurð þeirra er sú að sýklalyf eru sterkur valkraftur, sem leiðir til breytinga á stofni sýklanna. Hér er að verki náttúrulegt val, sem Charles Darwin og Alfred Wallace uppgötvu...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...